Saga - 2002, Page 223
SKAMMHLAUP
221
baða sig í frægðarljósi forfeðranna. Með því að einblína á fornar
hefðir væru þeir einungis að loka sig inni og einangra sig frá þró-
uninni.10 Beiskjan mildaðist síðan, en við þessa afstöðu hélt hann
eigi að síður, og upp úr þessu sneri hann sér alfarið að rita „nútíma-
leikrit" í „alþjóðlegum" anda. Grímur Thomsen (sem þurfti hvorki
að skammast sín fyrir sig né landa sína í þessu máli og hafði auk
þess lifandi tengsl við eldri og sterkari hefð en norska skáldið) var
hins vegar á öndverðum meiði, og hann valdi þann kost að bregða
upp svipaðri sviðsmynd og Ibsen, en á sínum eigin forsendum, til
að halda fram gerólíkri kenningu.
Hugsýn
Þegar grannt er að gáð getur lýsing David Lowenthals á andlegu
samneyti endurreisnarmanna og fleiri við rithöfunda fornaldar-
innar ekki samræmst þeirri mynd sem hann dregur að öðru leyti
upp af framhaldslífi liðins tíma, og rannsókn Sveins Yngva á róm-
antísku skáldunum íslensku áréttar það enn betur. Það að slík
skammhlaup skuli yfirleitt geta átt sér stað og brúað ófáar aldir
sýnir að myndin er ekki algild, hún er ekki skilgreining á því
hvemig hlutimir hljóti að veltast um í tímans straumi, heldur end-
urspeglar hún einungis ákveðin viðhorf, sem virðast ríkjandi í
samtímanum, við ákveðin skilyrði, en ekki hafa neitt víðara gildi.
Villa höfundar er fólgin í því að hann reynir ekki að kafa til botns
í því hvað fortíð er í sjálfu sér, heldur beinir hann athyglinni þess
í stað að alls kyns yfirborðsfyrirbærum og setur þau í sess sem
þau verðskulda naumast. Hann fjallar um eins konar „framhalds-
líf" fortíðar, en veltir því ekki fyrir sér hvað er „líf" á þessu sviði
og reynir ekki að gera neinn greinarmun á því sem kalla mætti
„lifandi" og „dautt". Og þó er það aðalatriðið.
Ef fortíð er lifandi á annað borð, er hún nefnilega hugsýn og ekk-
ert annað, en það opnar hins vegar fjölbreyttar víddir. Þeir sem
lögðu grundvöllinn að vinnubrögðum sagnfræðinga nútímans
seint á 19. öld gerðu sér fulla grein fyrir þessu. Þeir tóku skýrt
fram, að það sem fræðimaðurinn hefði fyrir framan sig væri ein-
ungis hálfmáðir stafir á gulnuðu blaði, steinn með brotinni áletr-
un eða eitthvað annað af því tagi, og þegar hann hefði skoðað
10 Sbr. t.d. Daniel Haakonsen, Henrik Ibsens „Peer Gynt" (Osló, 1967).