Saga - 2002, Síða 224
222
EINAR MÁR JÓNSSON
þetta og virt fyrir sér á alla kanta, væri ekkert annað fyrir hann að
sjá með sínum líkamlegu augum. En þetta væri þó ekki nema blá-
upphafið af starfi fræðimannsins: framhaldið yrði hann síðan að
ímynda sér, sjá það með augum hugarins. Þessu til útskýringar
var nemendum í sagnfræði bent á að athuga hvað stæði bókstaf-
lega í heimildunum, hvernig sú saga yrði sem segði nákvæmlega
það og ekki neitt annað, og hverju fræðimenn yrðu að bæta við til
að skapa bitastæða sagnfræði, sem sé mynd af fortíðinni.11 Á viss-
an hátt er þessi ímyndun skáldskapur, en þó alls ekki í þeirri
merkingu að hún sé tilbúningur og uppspuni. Hún byggir á skýr-
um og ákveðnum rökum, sem fara eftir því hvað það er sem sagn-
fræðingurinn vill „sjá". Nú hefur því verið haldið fram, að megin-
verkefni sagnfræði sé „hugsun" manna á fyrri tímum í víðustu
merkingu, t.d. verði fomleifafræðingurinn að velta því fyrir sér,
þegar hann grefur upp torkennilegan hlut, í hvaða skyni menn
hafi verið að búa hann til, hvað þeir hafi hugsað sér með því, og
hvað þeir hafi síðan hugsað sem notuðu hlutinn, og sá sem fæst
við atburðasögu verði t.d. að hugleiða hvaða áætlun hershöfðingi
hafi gert fyrir bardaga.12 Því kannske sé hún fyrst og fremst saga
um alls kyns fyrirætlanir sem gangi á víxl og rekist á. Það gildi svo
í enn ríkara mæli um sögu hugverka af öllu mögulegi tagi, hún
fjalli fyrst og fremst um hugsun höfundanna, fagurfræðilegar
hugmyndir og aðrar, svo og um hugsun „neytendanna", þeirra
sem lásu bækumar, skoðuðu málverkin o.s.frv. Sagnfræðingurinn
er samkvæmt þessu í nokkuð svipaðri aðstöðu og tónlistarmaður.
Sá sem er t.d. að æfa sónötu eftir Mozart á píanó sér í rauninni
ekkert annað en svört strik og punkta sem segja honum einungis
á hvaða nótur hann eigi að slá, hve hátt og annað slíkt. En einfald-
ur lestur þessara tákna er ekki nema upphafið: aðalverk píanóleik-
arans er að finna það sem þau segja ekki beint, tónlistarhugsun
Mozarts í verkinu. Því má vitanlega halda fram, að verkefni sagn-
fræðinnar sé víðara, hún eigi líka að leiða í ljós sitthvað sem eng-
inn hafi beinlínis „hugsað" en komi þó fram í heimildum, t.d.
11 Sbr. Langlois og Seignobos: Introduction aux études historiques (París, 1898),
sem var eins konar „biblía" franskra sagnfræðinemenda í marga áratugi.
12 Þetta voru t.d. kenningar R.G. Collingwoods sem harm setti m.a. fram í
sjálfsæfisögu sinni, An Autobiography (Oxford, 1999), bls. 107 og áfram.