Saga - 2002, Side 225
SKAMMHLAUP
223
ýmis konar kerfi, þjóðfélagskerfi og hagkerfi, og svo líka táknkerfi
hugverkanna. En slík kerfi fyrri tíma eru heldur ekki annað en
hugsýn sagnfræðingsins, og sú sýn er ekki nema fyrsti áfanginn,
nauðsynlegt er að halda áfram og finna mannlíf, tilfinningar og
hugsun innan slíkra kerfa.
Ef menn líta nú svo á, að fortíðin sé hugsýn og í henni birtist
fyrst og fremst hugmyndaheimur manna á einhverjum liðnum
tímum, hefur það mjög víðtækar afleiðingar fyrir framhaldslíf for-
tíðar. Segja má að slík hugsýn sé fyrst og fremst til í samtíma þess
sem virðir hana fyrir sér, og þannig verður hún lifandi um leið og
hann hugleiðir hana, en í rauninni hefur hún fjölmargar tímavídd-
ir. Sérhvert tímabil sögunnar lifir að vissu leyti áfram í næstu
tímabilum á eftir, því fyrirbæri mannlífsins breytast mishratt,
fylgja mismunandi „bylgjulengdum" eins og sagt hefur verið.
Píanóleikarinn getur túlkað sónötu Mozarts m.a. af því að til er
órofin hefð slíkrar túlkunar frá tímum tónskáldsins og til nútím-
ans og hann getur stutt sig við slíka hefð til að finna tónlistarhugs-
unina. En í þeirri hefð eru þó jafnframt ýmis „jarðlög", ef svo má
segja, því hún geymir minningar um mismunandi túlkanir í tím-
ans rás, t.d. „klassíska túlkun", „rómantíska túlkun" o.s.frv. sem
leggjast hver ofan á aðra, eru lifandi og píanóleikarinn getur þurft
að taka afstöðu til áður en honum tekst að finna hugsunina fyrir
sjálfan sig. En ekkert er því til fyrirstöðu að hugmyndaheimur
löngu liðinnar og gleymdrar fortíðar rísi upp aftur sem lifandi
hugsýn, eins og við höfum nú séð ákaflega skýr dæmi um. Milli
hugsýna af þessu tagi má svo mynda alls kyns tengsl, það má sem
sé „lesa" þær á marga vegu, skoða eina hugsýn í ljósi annarrar á
allt öðrum tíma, fylgja ýmsum bylgjulengdum, jafnvel þræða tím-
ann afturábak.
Mynd Davids Lowenthals af línubundnum tíma sem eyðist upp
í sífellu er því ákaflega einfeldningsleg. En sennilega er ástæðu-
laust að álasa honum fyrir það, því hann gerir ekki annað en taka
upp hugmynd sem liggur í loftinu í samfélagi nútímans og er nán-
ast þvingað upp á menn. Það væri auðvelt að tengja hana við
menningu sem snýst um auglýsingar og hópferðamennsku fram
og aftur um heimskringlima, þar sem saga og fortíðarleifar er ekki
lengur annað en tæki sem menn nota til að smala túrhestahjörðum
inn í sína eigin haga, svo t.d. galdramálin í Salem 1692 verða efni