Saga - 2002, Page 226
224
EINAR MÁR JÓNSSON
í auglýsingaspjöld.13 En málið er víðtækara. Á þeirri stundu sem
tuttugasta öldin er nýbúin að væla sitt síðasta vers væri auðvelt að
skrifa bók sem tekin væri beint úr samtímanum og gæti heitið
„Eyðilegging hefða". Sennilega yrði hún nokkuð þykkari en rit-
gerðasafn Hobsbawms og Rangers, en það væri býsna hætt við að
hún yrði ekki eins andrík og skemmtileg. Hún gæti m.a. fjallað um
það, hvemig lifandi menningarhefðum er tortímt með ofbeldi,
handrit og bækur brennd, listaverk eyðilögð, borgir brotnar og
fornar menningarþjóðir lagðar í rúst. En andspænis slíkum at-
burðum kemur fyrir að menn hreyfi mótmælum: fáeinir
Hollywood-leikarar hafa t.d látið í sér heyra vegna ógnanna í
Tíbet, þótt stjórnmálamenn keppist um að smjaðra fyrir böðlun-
um. Fortíðarmynd Lowenthals er með öðrum hætti, en kannske
ekki mikið betri, og á allan hátt lævíslegri. í henni er tíminn nefni-
lega horfinn, í rauninni er hann ekki einu sinni línubundinn, því
hann er ekki lengur til sem lifandi vídd. Það skilgreinir höfundur
ekki, en bendir þó sjálfur á eitt dæmi. Áður fyrr voru hlutir, t.d.
húsgögn, smíðaðir til að endast í áratugi, kannske fylgja mönnum
eftir í margar kynslóðir, en í nútímanum tilheyra slíkir hlutir
nán-ast augnablikinu, fæst af því sem menn hafa nú í kringum sig
er varanlegt, heldur er það síbreytilegt, ný „árgerð" tekur við af
annarri o.s.frv. Um leið og sú hefð brotnaði niður, sem „fútúristar"
og slíkir voru að agnúast út í, hvarf líka samhengið í hlutveröld-
inni. Þannig leystist lifandi tímavídd upp í merkingarleysi, og það
er kannske óljós tilfinning um það sem veldur „fortíðarþrá" eins
og Lowenthal lýsir hertni, einkum þegar hún brýst út í örvænt-
ingarfulla minjasýki. En eftir er tómur nútími, án nokkurra vídda,
jafnvel án sjóndeildarhrings og kennileita, en með sífelldum breyt-
ingum sem eru jafn stefnulausar og þær væru allar hannaðar á
auglýsingastofu.
13 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 346.