Saga - 2002, Side 227
GUÐMUNDUR JÓNSSON
Þjóðernishreyfingin á 19. öld:
Hvað var hún og hvað vildi hún?
í nýrri bók, íslenska þjóÖríkinu, sem hefur hlotið verðskuldaða athygli,
fjallar Guðmundur Hálfdanarson um marga mikilvæga þætti í þjóðar-
sögu Islendinga á síðustu tveim öldum. Þar ræðir hann meðal annars
um upptök og stefnu þjóðernishreyfingarinnar sem reis upp laust fyr-
ir miðja 19. öld, en um nokkur atriði þeirrar sögu hafa skoðanir verið
skiptar meðal sagnfræðinga, einkum okkar Gunnars Karlssonar ann-
ars vegar og Guðmundar Hálfdanarsonar hins vegar.1 Eg ætla ekki að
endursegja þá umræðu hér en nokkrir staðir í bók Guðmundar gefa til-
efni til athugasemda, ekki síst þar sem hann leggur sig nokkuð fram
við að gera ágreining við mig um ýmislegt sem varðar upphafsskeið
þjóðernishreyfingarinnar.
Guðmundur Hálfdanarson gerir sjálfur grein fyrir skoðanamun
okkar varðandi upphafsskeið þjóðemishreyfingarinnar, en umræða
hans er ekki vel til þess fallin að draga fram þennan mun. Hann segir
okkur Gunnar Karlsson skýra ætlaða mótsögn í málflutningi Islend-
inga, sem birtist annars vegar í kröfum um þjóðfrelsi og hins vegar í
andófi gegn frjálslyndum skoðunum um einstaklingsfrelsið, á þá leið
að þeir hafi verið undir áhrifum frá sumum lýðræðishugmyndum
frjálslyndisstefnunnar en hafnað öðrum þáttum hennar - „þannig sé
ákveðið ósamræmi í skoðunum [íslendinga] sem þýði þó ekki að ís-
lensk þjóðernisstefna hafi verið ófrjálslynd í eðli sínu." (bls. 46-47).
Þetta orðalag er ónákvæmt vegna þess að ég hef aldrei haldið því fram
1 Sjá einkum Guðmundur Hálfdanarson, „Takmörkun giftinga eða einstak-
lingsfrelsi. íhaldsemi og frjálsljmdi á fyrstu árum hins endurreista alþingis",
Tímarit Máls og menningar XLVII (1986), bls. 457-68. - Guðmundur Jónsson,
„Ósamræmi í frelsishugmyndum oftúlkað", Ný saga I (1987), bls. 61-63. -
Gunnar Karlsson, „Frjálslyndi kemur ekki í eitt skipti fyrir öll", Ný saga I
(1987), bls. 64-66. - Guðmundur Hálfdanarson, „Frelsi er ekki sama og
frjálshyggja", Ný saga 3 (1989), bls. 4-11. - Gunnar Karlsson, „Hvemig
verður ný söguskoðun til?", Saga XXXIII (1995), bls. 77-85. - Guðmundur
Jónsson, „Þjóðemisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta", Skírnir (1995),
bls. 65-93.
15-SAGA
Saga XL: 1 (2002), bls. 225-229.