Saga - 2002, Blaðsíða 229
ÞJÓÐERNISHREYFINGIN Á 19. ÖLD
227
hugmyndafræði frjálshyggjunnar. En frjálshyggja var ekki einskorðuð
við þetta svið samfélagsins eins og margoft hefur verið bent á, því að
til dæmis sóttu nýjar frjálslyndar stjórnskipunarhugmyndir sem
kenndar hafa verið við þingbundna stjóm, lýðræði og mannréttindi, í
sig veðrið hér á landi á 19. öld. Að þessu mikilvæga máli víkur Guð-
mundur (bls. 49-51), en aðeins að því er varðar almenna evrópska
sögu en ekki íslenska. Fróðlegt væri að fá skoðanir Guðmundar á því
hvernig hann metur sókn þessara hugmynda á íslandi á frjálshyggju-
mælistokki sínum.
Þessi afmörkun frjálshyggjunnar er tengd stærra vandamáli í grein-
ingu Guðmundar á samfélagshugmyndum þjóðemishreyfingarinnar.
Honum hættir til að kvía fjölbreyttar stjómmálahugmyndar 19. aldar
innan tveggja einfaldra staðalmynda af frjálshyggju og íhaldsstefnu
eins og þeim er lýst af heimspekingum og rithöfundum þar sem
„kjarni" frjálshyggjunnar er róttækt byltingarprógram sem miðar að
því að kollvarpa samfélaginu (bls. 48). Eftir þessum mælikvarða met-
ur hann einstaklinga og þjóðemishreyfinguna alla og eru menn annað
hvort frjálshyggjumenn eða ekki. Eins og við er að búast standast fáir
mál eftir þessum kvarða hreinnar hugmyndafræði; hún er hvergi til
nema í höfði heimspekinganna, sem gjaman lýsa heiminum eins og
hann ætti að vera. I raxmveruleikanum, hversdagshugmyndum ein-
staklinga, hugmyndafræði félagshreyfinga eða opinberri stefnu, er fá-
títt að finna hinar hreinu línur heldur misjafnlega brotakenndar hug-
myndir, markaðar af málamiðlunum og jafnvel mótsögnum. Þegar svo
strangur mælikvarði er lagður á stjómmálahugmyndir hættir mönn-
um líka við að gleyma hinum hljóðlátari, hægari breytingum frá
íhaldsömu bændaþjóðfélagi til frjálslyndra samfélagshátta.
Guðmundur Hálfdanarson setur það sem skilyrði fyrir áhrifum
frjálshyggju á opinbera stefnu að aflvaki hennar sé hrein hugsjón, ó-
flekkuð af hagsmunasjónarmiðum. Þannig telur hann fríverslunar-
stefnu íslendinga á síðari hluta 19. aldar ekki til frjálshyggju vegna þess
að hagsmunir réðu afstöðu þeirra sem mótuðu stefnuna (bls. 262). Það
er ekki nema von að Guðmundi veitist erfitt að finna frjálshyggju stað
í hugmyndum þjóðemissinna með slíka mælikvarða á lofti, hvort
heldur er í verslunarmálum eða á vinnumarkaði. Eg er hræddur um að
þeir séu vandfundnir áfangar á leið til frjálsari efnahagsskipunar, hér-
lendis og erlendis, sem hægt er að kenna við frjálslyndisstefnu sé þessi
mælikvarði notaður. Mér koma í hug atburðir á borð við leysingu vist-
arbandsins, afnám takmarkana á þurrabúðasetu og húsmennsku, þátt-
taka í fríverslunaráætlun OEEC, aðgerðir viðreisnarstjórnar og samn-
ingurinn um Evrópska efnahagssvæðið. Voru ekki hagsmunarök sett á
oddinn í öllum þessum tilvikum en ekki sértæk rök um einstaklings-
frelsi? Það vill svo til að frjálshyggja og eiginhagmunir fara vel saman