Saga - 2002, Blaðsíða 234
232
RITDÓMAR
hann meðal annars til ummæla sem hann heyrði sjálfur af munni afa
síns (bls. 214) auk þess sem hann gerir í upphafi ritgerðarinnar grein
fyrir þeim áhrifum sem hann varð fyrir undir handarjaðri ömmu sinn-
ar og afa.
Ritsmíðar Einars um íslenska sagnfræði hafa flestar sem meginþráð
vangaveltur höfundar um hvaða aðstæður hafa haft áhrif á sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttuna í ýmsum myndum og loks
hvernig þjóðinni hefur tekist að halda sjálfstæði sínu gagnvart erlend-
um þjóðum. Hér sker sig úr ritgerðin „Dimmt var yfir landinu" sem
rituð var í tilefni af tveggja alda minningu Skaftárelda. Að vísu má
segja að meintar hugmyndir um að flytja Islendinga, að hluta eða alla,
vísi til þess hve brothætt tilvera íslendinga var á þessum harðindatím-
um, en hvorki efnisval né efnistök Einars eru með þeim hætti að hún
verði flokkuð með hinu efninu sem klárlega vísar til hinna margvís-
legu þrepa í sjálfstæðissögu þjóðarinnar. Ritgerð Einars um fjörbrot
lýðræðis, endalok Weimar-lýðveldisins og upphaf nasismans, er ekki
með öllu efnislega óskyld, sé gengið út frá því að umfjöllun sagnfræð-
ings sé ekki síður vitnisburður um sýn hans á eigið samfélag á ritun-
artímanum, ekki síst í ljósi þess að Einar stundaði sagnfræðinám í
Danmörku aðeins 16 árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og her-
náms Danmerkur. Þar sótti hann meðal annars fyrirlestra um nasism-
ann og Þýskaland hjá dr. Sven Henningsen (bls. 233).
Óneitanlega er hægt að velta því fyrir sér hvort orðræða um sjálf-
stæði og fullveldi þjóða, meðal annars íslensku þjóðarinnar, sem nú á
sér stað, meðal annars meðal sagnfræðinga, ráði þessu vali. Mér finnst
ummæli Einars á bls. 253 geta bent til þess en þar segir hann í umfjöll-
un um rit Lúðvíks Kristjánssonar um Vestlendinga:
Lúðvík sýnir m.a. fram á það í þessum bókum sínum með óyggjandi
hætti, hversu mikill sá mannfjöldi var vestanlands, sem Jón Sigurðs-
son átti bréfsamband við og studdi hann eindregið í baráttu fyrir
landsréttindum íslendinga. Þar var bæði um að ræða áhrifamenn í
héruðum, svo og alþýðumenn, sem ekki höfðu kosningarétt, eins og
raunar þorri þjóðarinnar á þessum tíma. Það er hollt í nútímanum,
þegar sumum ungum sagnfræðingum þykir ástæða til að vefengja
umtalsverðan stuðning við baráttu Jóns Sigurðssonar á sínum tíma.
Þrátt fyrir þetta er ekki sjálfgefið að efnisval bókarinnar sé hugsað á
þann hátt sem ég gef mér. Ritaskrá Einars, sem er að finna aftast í bók-
inni, gefur alveg tilefni til að setja saman bók á þann hátt sem valið var
að gera. Það hlýtur hins vegar að vera nokkur fengur að því að fá nú
inn í þessa orðræðu svo mikið efni sem tekur ekki síst á viðkvæmum
stundum og erfiðum aðstæðum sem áhrifamenn í þjóðlífinu bjuggu
við og hafði án efa áhrif á ákvarðanir þeirra. Einari er einkar lagið að
lýsa þeirri klemmu sem varfærnir og langreyndir stjómspekingar