Saga - 2002, Page 235
RITDÓMAR
233
stóðu frammi fyrir gagnvart þeim sem vildu ganga lengra í sjálfstæð-
isbaráttunni. Hann velur að sýna flest mál af þessu tagi frá nokkrum
hliðum, þannig að hægt sé að skoða aðstæður einnig út frá öðru sjón-
arhorni en venjulega, oftar en ekki dönsku sjónarhorni, en tekur þó
ekki af lesanda möguleikann á að mynda sér aðra skoðun og vera jafn-
vel ósammála þeim meginþræði sem hann spinnur. Þetta finnst mér
einkum eiga við um þrjár af ritgerðum safnsins: „Var þann dag heið
með sólskini" um Kópavogsfundinn; „Aldrei finnst mér landar vorir
hafa verið eins snarpir og í sumar" í minningu Þingvallafundar 1873
og „Hann gegndi síðastur manna embætti ráðherra Islands" um Einar
Amórsson.
Minningar Einars um samferðamenn sína skipa veglegan sess í rit-
inu. Þeim má skipta í tvo flokka, annars vegar tækifærisgreinar (af-
mælis- og minningargreinar) sem hann hefur skrifað um samferða-
menn í fræðxmum og birtar eru með einhverjum breytingum, hins veg-
ar önnur minningabrot um samferðamenn. Hér, eins og í öðrum hlut-
um bókarinnar, geta flokkarnir raunar skarast.
Minningar Einars um Jón Helgason prófessor gefa nokkra innsýn í
manninn Einar Laxness og lýsingar hans á Jóni eru mjög í þá átt sem
ég þekki frá öðrum heimagöngum hjá þeim Jóni og Þórunni. Húmor-
inn, sem engum aðdáanda skáldskapar Jóns ætti að koma á óvart,
kemur víða fram í því sem Einar ritar og ekki síður djúp virðing og
væntumþykja í garð Jóns. Skáldskapur Jóns hefur augsýnilega haft
áhrif á Einar því hann bregður fyrir sig ljóðlínum Jóns Helgasonar í
mannlýsingum í öðrum minningarþáttum (dæmi af „ættanna kynlega
blandi" bls. 284). Minningarþátturinn um Jón finnst mér standa upp
úr vegna þess persónulega tóns sem kveður við og hefðu án efa einnig
átt við á stundum í lýsingum hans á öðrum samferðamönnum, svo
sem Bimi Þorsteinssyni, Lúðvíki Kristjánssyni og Helgu Proppé. í
pistlum af Ara Arnalds, svo og vegavinnuminningum höfundar kveð-
ur að vísu við talsvert persónulegan tón og er það eflaust smekksatriði
hvað veldur að mér finnst lýsingin á Jóni rista dýpst.
Minningar Einars úr vegavinnu í ritgerðinni „Sólskinsdagar „í veg-
inum"" eru skemmtileg lesning og sennilega léttasta efni bókarinnar
án þess að það sé á kostnað heimildagildis. Reyndar er það svo, og
kemur fram í mörgum ritgerðum bókarinnar, að þegar Einar rifjar upp
minningar frá bemsku sirmi og yngri árum er eins og hugsunin flæði
áreynslulaust. Vera má að alvara og ábyrgðartilfinning við notkun
heimilda haldi nokkuð aftur af honum þar sem fjallað er um önnur og
alvarlegri málefni en æskuminningar, og er hann ekki einn um það
einkenni.
Minningarþáttur Einars um Jónas Thorstensen, „Að lifa og leika", er
nokkuð sér á parti, fremur ýtarlegur og fróðlegur mjög um ævi þessa