Saga - 2002, Page 237
RITDÓMAR
235
um sjálfan sig í þriðju persónu eins og dæmi er um í eftirfarandi setn-
ingu úr myndatexta á bls. 281: „Höfundur kynntist honum [Ara Am-
alds] í æsku, er hann kom að spila lomber við afa hans, Einar Arnórs-
son."
I heild finnst mér verkið Saga og minni ánægjuleg lesning sem ætti að
vera aðgengileg bæði lærðum og leikum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
KVENNASLÓÐIR. RIT TIL HEIÐURS SIGRÍÐI TH.
ERLENDSDÓTTUR SAGNFRÆÐINGI. Ritstjórn:
Anna Agnarsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Hall-
gerður Gísladóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Sigríð-
ur Matthíasdóttir, Sigríður K. Þorgrímsdóttir.
Kvennasögusafn íslands. Reykjavík 2001. 535 bls.
Mannanafnaskrá.
Þetta er afmælisrit af því tagi sem tíðkanlegt hefur verið hjá íslenskum
fræðimönnum, og á allan hátt í myndarlegri kantinum. Fjömtíu rit-
gerðir - of margar til að segja hér frá hverri og einni - eru birtar til
heiðurs afmælisbarninu (Sigríður varð sjötug á árinu 2000), svo og
heillaóskir áskrifenda og ritaskrá Sigríðar. Ritgerðimar eru flestar í
rannsóknarformi, sumt „punktrannsóknir" á mjög afmörkuðum efn-
um, fáeinar þó samdar sem persónulegar hugleiðingar eða minningar.
Allt form er prýðilega samræmt og lítið um hnökra af neinu tagi. Ætla
má að höfundar hafi notið ötullar ritstjómar, en það er ágiskun; góð
ritstjóm hylur slóð sína fyrir lesendum.
Sigríður Erlendsdóttir varð kandídat 1981, meðan enn var fátítt að
konur lykju framhaldsnámi í sagnfræði, hafði þá þegar haslað sér völl
sem brautryðjandi í kvennasögurannsóknum og kenndi næstu árin
námskeið í þeirri grein við Háskóla íslands, einmitt á þeim árum þeg-
ar konum fjölgaði sem mest í röðum sagnfræðinema. Jafnframt hélt
hún áfram ritstörfum, einbeitti sér að sögu íslenskra kvenna og sam-
taka þeirra á 20. öld, og er stórvirki hennar á því sviði saga Kvenrétt-
indafélagsins (Veröld sem ég vil, 1993).
Það em fjörutíu konur sem heiðra Sigríði með framlagi til þessarar
bókar, flestar sagnfræðingar að mennt, allar með reynslu að baki sem
höfundar og fræðimenn, og fjalla greinarnar flestar um efni sem sér-
staklega tengjast konum. Samkvæmt efnisflokkun ritsins fjalla sex