Saga - 2002, Blaðsíða 238
236
RITDÓMAR
greinanna um miðaldir, þrettán um 16.-19. öld, tuttugu um 20. öld, og
er þá ótalin inngangsritgerð um Sigríði sjálfa, rituð af leikandi snilld af
skólasystur hennar og einkavinkonu, Vigdísi Finnbogadóttur. Og
reyndar má segja um ýmsar af höfundunum að þær skrifa af íþrótt,
hvort sem það kemur fremur fram í meðferð heimilda og mótun efnis
eða í glæsilegum stílsprettum.
Af höfundunum 40 mega tíu teljast til kynslóðar afmælisbamsins,
fæddar 1924-40. Aldursforsetinn er Ólafía Einarsdóttir, sem langfyrst
íslenskra kvenna varð doktor og háskólakennari í sagnfræði, þótt ekki
yrði starfsvettvangur hennar hér á landi, enda ritar hún grein sína á
dönsku. Af hinum hafa tvær stutta skólagöngu að baki, en hafa haslað
sér völl sjálfmenntaðar; tvær hafa háskólagráðu í öðrum greinum, en
fimm í sagnfræði frá Háskóla íslands. Af þeim hafa þrjár lokið prófi á
sextugsaldri, rétt eins og Sigríður Erlendsdóttir sjálf - menntaferill
sem ber vott um tímana tvenna. Næstu tíu konur í aldursröð, fæddar
1943-55, eru allar háskólamenntaðir sagnfræðingar, flestar með kandí-
dats- eða meistaragráðu og tveir doktorar, önnur þeirra Anna Agnars-
dóttir sem fyrst og ein kvenna hefur gegnt háskólastöðu í sagnfræði
hér á landi. Yngri helmingur greinarhöfunda (fæddar 1956-69) eru líka
háskólasagnfræðingar (sumar með gráðu í kynjafræði), tvær orðnar
doktorar og ekki færri en níu doktorsnemar, enda fer það saman að
menntunarkröfur í sagnfræði hafa aukist og hlutur kvenna vaxið í fag-
inu.
Það er rétt og viðeigandi að tengja afmælisrit Sigríðar Erlendsdóttur
við hlutverk hennar sem félaga, kertnara og fyrirmyndar í samfélagi
kven-sagnfræðinga á íslandi með því að konur riti það einar. Þannig
var líka staðið að afmælisriti Önnu heitinnar Sigurðardóttur (Konur
skrifa, 1980), sem þó var ekki helgað sérstakri fræðigrein. Nú hafa kon-
ur í sagnfræðingastétt liði á að skipa sem reynist síst standa að baki
höfundum annarra afmælisrita. Það eru svosem engin óvænt sannindi
sem þörf hafi verið að sanna, en kærkomin sannindi sem vel er vert að
staðfesta í verki.
Efni ritgerðanna er hins vegar ekki einskorðað við kvennasögu,
enda má ekki gefa til kynna að hún sé eina erindið sem kvenkyns
fræðimenn eiga á vettvang sagnfræðinnar. Hér er t.d. ekkert kvenfólk
á ferli í ritgerðum um ofveiði síldar á Norðaustur-Atlantshafi; um það
hvemig furðusögn Eyrbyggju af Bimi Breiðvíkingakappa sem höfð-
ingja innfæddra í Vesturheimi kemur í makalausum smáatriðum heim
við goðsagnir frá Mexíkó; eða um andóf íslenskra kommúnista gegn
Alþingishátíðinni 1930 og þeirri sögutúlkun sem þá bar mest á.
Kvennasaga er ekki heldur aðalatriði í nema einni af fjórum ritgerð-
um um ísland einokunartímans, sem hver um sig fylgir tilteknum
heimildaflokkum og rekur augnabliksmyndir þeirra úr lífi fólks.