Saga - 2002, Page 239
RITDÓMAR
237
Sömuleiðis í einni ritgerð af þremur sem unnar eru úr þjóðháttaskrám
Þjóðminjasafnsins.
Mestur hluti bókarinnar fjallar þó um konur sérstaklega, hlutverk
þeirra og hlutskipti. Oftast um konur sem einstaklinga, hvort sem
grein er helguð einni merkiskonu (allt frá víkingaaldarkonunum Sig-
ríði stórráðu og Guðríði Þorbjamardóttur til Sigríðar Erlendsdóttur
sjálfrar) eða dæmi tekin af fleirum í senn.
Sem þungamiðju í persónusögu bókarinnar má afmarka flokk
greina (eftir Önnu Agnarsdóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur, Ingunni Þóru
Magnúsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur, Sigrúnu Pálsdóttur, Sigríði
K. Þorgrímsdóttur, Aðalheiði B. Ormsdóttur og Margréti Guðmunds-
dóttur, ásamt hluta af greinum Önnu Ólafsdóttur Bjömsson og Ás-
laugar Sverrisdóttur) sem veita innsýn í hug, hag og hlutskipti ein-
stakra íslenskra kvenna (og einnar danskrar) á 19. öld og fram á
heimastjómartíma. Hér em sendibréf í stóm hlutverki, oft bréf sögu-
hetjanna sjálfra, ásamt dagbókum, ljóðum, blaðagreinum eða minn-
ingarritum sumra þeirra. Þær eru engar „hvunndagshetjur" eða
meðaltalsúrtak kynsystra sinna, heldur þvert á móti konur sem skám
sig úr, sumar af fyrirfólki komnar, sumar óvenjulegum hæfileikum
gæddar og flestar sérstakar fyrir metnað sinn og menntaþrá. En allar
mættu þær örlögum og aðstæðum sem gera hlutskipti þeirra - einmitt
hlutskipti þeirra sem kvenna - að merkilegum aldarspegli. Við sjáum
lítið til þeirra í húsmóðurhlutverkinu, enda giftust sumar þeirra seint
og sumar aldrei, og til samans hafa þær hryggbrotið vænan skara von-
biðla. En mörgum kynnumst við uppkomnum og ógefnum, á því stigi
þegar þær hafa helst tækifæri til að marka lífi sínu stefnu. Þessar
greinar er gott að lesa í samhengi, m.a. af því að margt, sem vel er
athugað hjá höfundum einstakra ritgerða, kemur einnig að gagni við
lestur hirtna.
Þá er þetta afmælisrit umtalsvert framlag til íslenskrar hugmynda-
sögu áranna milli heimsstyrjalda og fram yfir þá síðari. Þetta er tíma-
bil fullveldisins með sínar þjóðlegu varðveisluhugsjónir (eða þjóðlega
afturhald), heimskreppunnar og hemámsins. Hér kemur við sögu
fyrmefnd grein um kommúnista 1930 (eftir Ragnheiði Kristjánsdótt-
ur), en aðallega er fjallað um hugmyndir kvenna (Áslaug Sverrisdótt-
ir, Eyrún Ingadóttir og Sigríður Matthíasdóttir segja frá boðskap for-
ustukvenna eins og Halldóm Bjamadóttur og Ingibjargar H. Bjama-
son) og ríkjandi afstöðu til kvenna, ekki síst „ástandskvenna" (hjá
Bám Baldursdóttur og að nokkru Þorgerði H. Þorvaldsdóttur).
Um sókn kvenna til jafnréttis á síðustu áratugum er einkum að
nefna rækilega frásögn Kristínar Ástgeirsdóttur af því hvernig ísinn
var brotinn með vígslu kvenna til prests í þjóðkirkjunni 1974, og upp-
rifjun Vilborgar Sigurðardóttur um fyrstu og áhrifaríkustu starfsár