Saga - 2002, Blaðsíða 242
240
RITDÓMAR
Óskar hampar líka hinum norðlenska Gissuri vegna þess skilnings
síns að Norðlendingar hafi verið í forystu fyrir landsmönnum og hins
að öldin hafi verið mikil bókmenningaröld og þar hafi Norðlendingar
verið í fararbroddi. Hann nefnir 14. öld hvorki meira né minna en
Norðlensku öldina (bls. 241).
Óskar virðist hafa dálæti á öðrum Norðlendingi, ferðaævintýra-
manninum Þorsteini Eyjólfssyni úr Svarfaðardal sem gisti ófá erlend
fangelsi. Hann lítur svo á að Þorsteinn hafi verið „nýr maður", eins og
Gissur, og skotið gömlu valdaættunum ref fyrir rass (t.d. bls. 190). En
hverjar voru hinar „gömlu valdaættir" um 1360? Þeir Gissur galli og
Þorsteinn voru stórættaðir menn, Gissur af Sturlungaætt og amma
Þorsteins mun hafa verið systir Jörundar Hólabiskups. Hin sögulegu
þáttaskil urðu fyrir lok 13. aldar þegar konungur hóf til valda auðuga
menn sem voru ekki af hinum fornu valdaaættum Sturlungaaldar.
Meðal þeirra voru Auðkúlumenn sem voru vafalaust valdamesta ætt
Norðurlands lengi vel á 14. öld en koma lítt við sögu hjá Óskari. Einna
fremstur þeirra var Benedikt Kolbeinsson og atti kappi við Glaum-
bæjar-Hrafn um völd og áhrif nyrðra í kringum 1340 en hans er ekki
getið; í valdaþrefi mim Gissur galli hafa staðið algjörlega í skugga
þessara manna.
Þorsteinn Eyjólfsson var vissulega í fremstu röð um 1360. En hann
komst í vanda sem fleiri Norðlendingar vegna Grundarbardaga 1361
og vígs Smiðs hirðstjóra og þurfti vafalaust að súpa seyðið af því, eins
og fleiri sem voru í fjandaflokki Smiðs. Stuðningsmenn Smiðs urðu
ofan á 1365 og sem lögmaður varð Þorsteinn að úrskurða Smið bóta-
mann 1372 og hefur þá lækkað nokkuð í norðlenskum pyngjum, láti
að líkum. Hrafn Bótólfsson, bróðursonur Smiðs, varð tengdasonur
Þorsteins, vafalítið í sáttaskyni, og var þannig lyft til valda, og gerðist
lögmaður. Hins vegar fórst hann í skriðufalli árið 1390 og þá tók Þor-
steinn við lögmennsku að nýju. Sú ályktun að Norðlendingar hafi
komist upp með víg Smiðs vegna sterkrar stöðu sinnar og pólítískrar
snilldar Þorsteins, sem hafi verið mestur veraldlegra valdsmanna á
öldinni (bls. 238, sbr. 190 og 204), þarfnast nánari rökstuðnings.
Veldi Þorsteins er skýrt með því að hann bjó við sjávarsíðuna nyrðra
(bls. 241-42). Ekki er siður að telja fiskveiðar við Norðurland ýkja mik-
ilvægar, almennt eru þeir sem studdu völd sín með útgerðarauði tald-
ir hafa búið vestra og suðvestanlands; má nefna Selvogsmenn og
Seltiminga, Skarðverja og Vatnsfirðinga. En vissulega voru mikilvæg-
ir útgerðarstaðir nyrðra að sumarlagi, t.d. í Flatey og Grímsey. Hvem-
ig fiskur var verkaður þar er alveg óljóst en varla var það skreið. Var
hann saltaður og fór hann eingöngu til innanlandsneyslu? Hvað var
blautfiskur sá nyrðra sem nefndur er í heimildum? Innanlandsneysla
mun hafa skipt meira máli en útflutningur fyrir menn í valdabaráttu á