Saga - 2002, Page 244
242
RITDÓMAR
í útgáfunni íslenskt fornbréfasafn eru jafnan athugasemdir aftast, t.d.
er bréf sem stuðst er við árið 1394 (bls. 221) dæmt falsbréf með skýrum
rökum í athugasemdum fornbréfasafns. Fróðleikur um að Kúðafljót
hafi verið fjörður (bls. 24) er harla vafasamur eins og rakið er í aftan-
málsskýringum í fombréfasafni; þetta virðist vera einhver angi af
munnmælum um Sturluhlaup svonefnt, allt mjög varasamt. Erfitt var
hins vegar að sjá við því að bréf sem ársett er 1369 í fornbréfasafni og
Óskar endursegir (bls. 159) er í raun mun yngra, vafalítið frá 1399, eins
og þeir hafa bent á, Hannes Þorsteinsson og Einar Bjamason.
Tilgátur ýmsar sem Steinn Dofri og fleiri settu fram um ættir og
vensl fólks hafa komist inn í mörg rit og m.a.s. íslenskar æviskrár. Þær
eru oftar en ekki varasamar og hreinn hugarburður eins og Einar
Bjarnason hefur bent á rækilega í verki sínu íslenskir ættstuðlar og í
ýmsum greinum sem ýmist hafa farið fram hjá Óskari eða hann nýtir
ekki og birtir ósjaldan skáldskapinn sem sannindi. Þorsteinn Eyjólfs-
son er t.d. gerður tengdasonur Þórðar Kolbeinssonar frá Auðkúlu og
Arni Þórðarson hirðstjóri er talinn vera mágur Þorsteins en Björn
Jórsalafari tengdasonur hans. Einar Bjarnason hefur reynt að hrekja
þetta en það gengur samt aftur í umræddu verki (bls. 140, 165, 190,
219) og stundum verður tilhæfuleysi og mishermi ansi mikið (sjá bls.
233).
Óskar beitir þeirri gamalkunnu aðferð í blaðamennsku að setja kjama
fréttar fram í stuttu máli í upphafsorðum og er hætt við að ærið oft hafi
gleymst að feitletra þessi inngangsorð (bls. 43, 51, 52, 61, 80, 94, 157).
Lesandi sem áttar sig ekki á þessu, fær á tilfinninguna að framsetning-
in sé staglsöm, verið sé að endurtaka það sem nýbúið var að segja.
í nokkrum tilvikum hafa nöfn brenglast en er varla bagalegt nema
e.t.v. þegar hinn auðugi prestur, Halldór Loftsson, verður tvisvar
Hákon Loftsson, hvernig sem á því stendur (bls. 206, 233).
Hér skal vikið nokkuð að Öldinni fimmtándu. Þar finnst mér Óskari
takast mun betur að halda sig við fréttnæmt efni sem bendir til að hon-
um hefði átt að vinnast skár úr ríkulegum heimildum 14. aldar, svo
sem samtímaannálum. Honum verður þó ekki mikið úr plágunni 1402-
1404 en annars sýnist mér að öll helstu tíðindi fá eðlilegt rúm. í eftir-
mála lýsir Óskar einkennum aldarinnar en forðast skýringar. Þetta var
t.d. mikil sveinaöld og öld „skörungskerlinga" en við fáum ekki að
vita af hverju. í eftirmálanum er líka lögð áhersla á íslandssiglingar
Englendinga og Þjóðverja og tengsl við umheiminn en minna ber á
þessu í meginmáli en eðlilegt hefði verið. Það er ofmælt að um alda-
mótin 1500 hafi þjóðinni verið „ýtt inn í skuggabjörg einangrunar"
(bls. 215).
Óskar er prýðilegur höfundur og vitnar oft til nútímans með orða-
vali sínu, stundum hnyttilega. Um sumt má deila, eins og t.d. hvort