Saga - 2002, Page 258
256
RITDÓMAR
bæði höfundi og útgefanda til sóma. Ég hef um árabil haft mikinn
áhuga á atvinnusögu 18. aldar og get því ekki lokið þessari umsögn án
þess að lýsa yfir ánægju minni með að jafnhæfur sagnfræðingur og
Hrefna Róbertsdóttir bersýnilega er hafi tekið þennan þátt hennar upp
á sína eik. Hann er í góðum höndum.
Lýður Björnsson
Dan Sprod, THE USURPER. JORGEN JORGENSON
AND HIS TURBULENT LIFE IN ICELAND AND
VAN DIEMEN'S LAND 1780-1841. Blubber Head
Press. Hobart 2001. 718 bls. Myndir og skrár.
Á síðastliðnu ári kom út í Hobart í Tasmaníu feikilega mikil og glæsi-
leg ævisaga Jörgens Jörgensens, eða Jörundar hundadagakonungs,
eins og hann er oftast nefndur hér á landi. Hinn ástralski höfundur,
Dan Sprod, starfaði sem bókavörður þangað til hann stofnaði útgáfu-
fyrirtækið Blubber Head Press í Hobart árið 1978 og er þetta fimmta
bók hans. Áhugi Sprods á Jörgensen kviknaði þegar forlag hans tók til
útgáfu rit Brians Plomley Jorgen Jorgenson and the Aborigines of Van
Diemen"s Land árið 1991. Þá gerði Sprod sér grein fyrir því að það væri
löngu tímabært að skrifa „a new and comprehensive work on the
adventurous Dane" á grundvelli frumheimilda.
Örfáum árum áður en hann dó skrifaði Jörgensen sjálfur ævisögu
sína A Shred of autobiography, sem var gefin út í Tasmaníu í tveimur
hlutum, sá fyrri árið 1835 og sá seinni 1838. James Francis Hogan bjó
síðan sjálfsævisöguna til útgáfu undir heitinu The Convict King í
London árið 1891. Sprod skrifar í formála (bls. ix):
As past writers have, with few exceptions, gone to A Shred or to
Hogan's The Convict King ... for details of Jorgenson's exploits and
have uncritically accepted statements found there, an examination is
made here of original sources relating to his life and to the events of
the „Icelandic Revolution", the aim being to establish, once and for
all, the truth.
Þetta er vissulega háleitt markmið. Sprod lofar jafnframt að „a critical
and historical commentary" fylgi frásögninni (bls. x). Hér má strax
geta þess að íslenskir fræðimenn hafa ekki gerst sekir um að nota
sjálfsævisögu Jörgensens frá 1835 og 1838, enda lýsti Halldór Her-
mannsson því yfir árið 1928 að hún væri „totally unreliable" („Sir Jos-
eph Banks and Iceland", Islandica, XVIII (1928), bls. 53). Ekki þarf
mikla rannsókn til að taka undir það.
Jörgensen á sinn örugga sess í íslandssögunni. Jón Espólín, Sigfús