Saga - 2002, Blaðsíða 259
RITDÓMAR
257
(sem Sprod kallar Sigurd) Schulesen eða Skúlason og Gísli Konráðsson
voru meðal þeirra fyrstu til að ríða á vaðið með frásögnum sínum um
hundadagakonunginn. Jón Þorkelsson skrifaði fræðilega ævisögu
Jörgensens árið 1892, fyrstur manna, og árið 1936 ritaði Helgi P. Briem
mikla doktorsritgerð um atburði sumarsins 1809. Oft hafa verið uppi
hugmyndir um að kvikmynda sögu Jörgensens, ort hafa verið um
hann kvæði og leikrit samin, heimildaskáldsögur skrifaðar bæði af
Bretum (t.d. Rhys Davies) og Ástalíumönnum (t.d. Clune og Stephen-
sen en bók þeirra The Viking of Van Diemen's Land. The Stormy Life óf
Jorgen Jorgensen fylgdi vönduð og ýtarleg heimildaskrá) eða ævisögur
eins og sú sem Daninn Preben Dich gaf út árið 1985. Leikrit Jónasar
Ámasonar Þið munið hann Jörund hefur verið vinsælt á fjölum leikhúsa
og var síðast útfært af Óskari Jónassyni fyrir Ríkisssjónvarpið á jóla-
dag 1994. Jörgensen eru gerð góð skil í kennslubókum hér á landi og í
áströlskum alfræðiorðabókum svo að dæmi séu nefnd. Ritaskrá með
öllum þeim ritum sem beinlínis fjalla um eða minnast á Jörgensen yrði
býsna löng og fjölþjóðleg, svo mikla athygli hefur hann hlotið í sög-
unni. En fullyrða má að sú bók sem er hér til umræðu, The Usurper, er
sú lengsta og glæsilegasta sem hefur birst á prenti.
Ríflega helmingur bókarinnar fjallar um valdabrölt Jörgensens á ís-
landi enda telur Sprod að frægð hans byggist fyrst og fremst á íslands-
dvölinni. („the two Icelandic voyages upon which his fame rests.", bls.
ix). Mikil rannsókn liggur að baki umfjöllun Sprods á ætterni Jörgen-
sens, siglingum hans um heimsins höf frá 14 ára aldri og dvöl hans í
Kaupmannahöfn árið 1806 þangað til hann var hertekinn af Bretum
1808. Jón Þorkelsson grófst á sínum tíma fyrir um hvað varð af Jörundi
eftir að hann yfirgaf íslandsstrendur og fjallaði um það á einum 15 síð-
um (taldi m.a. Jörgensen látinn 1844, villa sem hefur verið lífseig hér á
landi), en ýtarleg frásögn Sprods af ævi hans eftir að hann varð laus
allra fslandsmála fram til ársins 1841 er hann lést, er hreinn hvalreki
fyrir lesendur, einkum íslenska.
Eins og aðrir höfundar á undan honum fjallar Sprod um samskipti
Sir Joseph Banks og íslands og Gilpinsránið 1808. Síðan snýr hann sér
að íslandsævintýri Jörgensens. Sprod hefst handa með að setja at-
burðarásina í sögulegt samhengi. Hápunkturinn í lífi ævintýramanns-
ins Jörgensens var íslandsdvölin sumarið 1809 og því skrifar Sprod
kaflann „Ultima Thule: Iceland in History". Þar sem þessi kafli er að-
eins réttar þrjár blaðsíður og saga íslands rakin frá 300 f. Kr., segir sig
sjálft að farið er hratt yfir sögu. Aðeins ein tilvísun í sagnfræðirit fylg-
ir þessum kafla, en þar er stuðst við rit Knuts Gjersets, History of
Iceland, sem kom út árið 1922. (Það var sannarlega tímabært að bók
Gunnars Karlssonar Iceland's 1100 Years var gefin út fyrir tveim árum í
London.) Rétt er farið með staðreyndir nema þegar Sprod segir íbúa-
17-SAGA