Saga - 2002, Page 260
258
RITDÓMAR
tölu Reykjavíkur 1809 vera 300-500 manns (án þess að vísa til heim-
ilda) en hvaðan hann hefur þessa hærri tölu veit ég ekki. Ég hef aldrei
séð hærri tölu en ca. 300 og í Hagskinnu er fjöldi íbúa Reykjavíkur árið
1801 talinn vera 307 (bls. 806). Sprod telur ísland hafi verið einangrað
um 1800 og skrifar (bls. 63): „Even today the island remains apart from
the mainstream of European and world affairs."
Sprod notar þá aðferð að rekja atburðarásina með því að tengja um-
fjöllun sína löngum beinum tilvitnunum úr óprentuðum frumheimild-
um og bréfum úr ritum fræðimannanna Halldórs Hermannssonar,
Jóns Þorkelssonar og Helga R Briem. Ennfremur prýðir hann frásögn-
ina með beinum tilvitnunum úr ritum samtímamanna, meðal þeirra
má nefna Uno von Troil, samferðamann Banks, Hooker grasafræðings,
Samuel Phelps sápukaupmann, Sir George Steuart Mackenzie og
Henry Holland sem sóttu ísland heim árið 1810. Auk þess hefur Sprod
látið þýða nokkur íslensk bréf á ensku og er „Sólveig Jónsdóttir of
Reykjavík" þakkað í formála fyrir „Icelandic translations and general
background". Þessar þýðingar Sólveigar, sem vinnur á Landsbóka-
safni Íslands-Háskólabókasafni, eru unnar af stakri prýði.
Þár sem nánast allar heimildir Sprods um „byltinguna" hafa þegar
verið kannaðar af íslenskum fræðimönnum er lítið nýtt þar að finna.
Hins vegar má slá Sprod til riddara fyrir að birta hér í fyrsta sinn sam-
tímafrásögn Jörgensens sjálfs af byltingunni, sem hann skrifaði hvorki
meira né minna en þrisvar sinnum eftir að hann kom til London haust-
ið 1809 og eru handritin varðveitt í British Library (Eg. 2066-2068).
Sprod velur þá leið að byrja á handriti Eg. 2067 („Histori-cal Account
of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809") og skiptir
svo yfir í Eg. 2068 („Account of the Revolution in Iceland 1809"). Hann
færir sannfærandi rök fyrir þeirri aðferð. Þótt margir íslenskir fræði-
menn hafi notað þessa heimild (og hundsað A Shred eða Hogan) er
gríðarlegur fengur að fá þetta á prent og hefði mátt vinna það verk
miklu fyrr. Ekki nóg með það, Sprod birtir í fyrsta sinn langa skýrslu
Trampes til breska utanríkisráðherrans frá nóvember 1809 ásamt öll-
um viðaukum, en þeir eru ekki fáir. Einnig má taka fram að þeir
eru ekki auðfundnir, þar sem þeir eru viðskila við skýrsluna en hafa
varðveist á handritadeildinni. Skýrslan er kvörtunarskjal Trampes og
lýsir vel sjónarmiðum hans. Einnig birtir Sprod fjölda bréfa frá Jörgen-
sen til vinar síns, Hookers grasafræðings, sem varðveittar eru í Eg.
2070 í British Library. Það er ómetanlegt að fá frumheimildir þessar
loks aðgengilegar á prenti.
Sprod hefur gert sér far um að beita sagnfræðilegum vinnubrögðum
við að sannprófa fullyrðingar Jörgensens í skrifum sínum um bylting-
una 1809, sem er eitt yfirlýst markmið hans og fræðimanni vissulega
sæmandi. Eitt atriði verð ég þó að leiðrétta og bera þar með í bæti-