Saga - 2002, Blaðsíða 261
RITDÓMAR
259
fláka fyrir Jörgensen. Jörgensen skrifaði að Jones skipherra hafði gerst
svo brotlegur við bresk lög að harrn hafi verið dæmdur til dauða, en
síðan hlotið náðun frá konungi (bls. 284). Sprod hefur ekki tekist að
finna neitt fullyrðingu Jörgensens til stuðnings og telur því Jörgensen
segja ósatt. Þótt Jörgensen hafi vissulega ekki alltaf verið sannsögull
þá fór hann hér með rétt mál. Jones lenti í útistöðum við yfirmann sinn
árið 1804 og sló hann. Herréttur dæmdi hann til dauða, konungur náð-
aði hann og í beinu framhaldi endurheimti Jones fyrri tign sína í sjó-
hernum (John Marshall, Royal Naval Biography (London, 1828), 10.
bindi, bls. 390-91).
Auðvelt er að að fallast á túlkun Sprods £ meginatriðum. Hann held-
ur því t.d. fram að verslunarhagsmunir Breta hafi verið aðalorsök bylt-
ingarinnar (bls. 64) og hafnar kenningu Helga P. Briem að „the revolu-
tion was planned in England" (bls. 128) og að Phelps hafi borið ábyrgð
á valdaráninu (bls. 126). Ég er hins vegar ósammála Sprod að Jörgen-
sen hafi tekið við stjóm landsins, aðallega í krafti „his personality
(bls. 125-26). Jörgensen skýrði þetta sjálfur (sjá bls. 163) og Hooker,
sem er yfirleitt talinn nokkuð áreiðanlegur, reit einnig að Jörgensen
hefði orðið fyrir valinu vegna þess að hann var ekki Breti - sem sagt
að þjóðernið hafi ráðið ferðinni. Og ekki get ég samþykkt með nokkru
móti að mikilvægt, umdeilt, ódagsett bréf frá Banks til „Mr. Stephen-
sen" (ekki til Magnúsar) hafi verið skrifað 1808 eða samtíma valdatök-
unni 1809 eins og Sprod heldur fram á bls. 71-72. (Sjá frekari rökstuðn-
ing í doktorsritgerð minni „Great Britain and Iceland 1800-1820 , bls.
43-44 og í fyrsta viðauka.)
Ekkert rit er villulaust og er bók Sprods þar engin undantekning, en
þær villur, sem ég hef rekist á, eru fáar. Nokkur dæmi má þó nefna.
Hann segir skip Phelps sápukaupmanns Margaret and Ann hafa verið
500 tonn (bls. 119) en það var í raun 271 tonn (sjá skjöl í breska þjóð-
skjalasafninu, HCA 25/194, number 387). Hann gerir sér ekki grein
fyrir því að Bjarni Sívertsen var einn af kaupmönnunum sem voru her-
teknir af Bretum haustið 1807 og fluttir til Leith (bls. 87) og hann held-
ur að Guðrún hundadagadrottning Johnsen hafi verið „Mrs Savignac"
og dvalið með manni sínum í fangelsinu ásamt Jörgensen (bls. 408,
411). Samt er grein Andrews Wawn um hundadagadrottninguna, sem
birt var í Sögn árið 1985 í heimildaskrá. Og klaufalegt hlýtur að teljast
að birta sama bréf í heild sinni á bls. 310 og svo aftur á bls. 318.
Sprod er hvorki sagnfræðingur né textafræðingur að því ég best veit,
en leitast við að birta skjölin stafrétt og orðrétt, sem er vandasamt verk.
Hér tek ég einungis eitt dæmi. Á bls. 96-97 birtir hann í heild bréf frá
16. apríl 1808 sem hann telur vera til Williams Wellesley-Pole, en ég tel
að sé enginn vafi að því sé ætlað Bathurst lávarði, verslunarmálaráð-
herra Breta, enda er bréfið nafnlaust en viðtakandi ávarpaður „My