Saga - 2002, Page 263
RITDÓMAR
261
hann vísar aldrei til þessara ritverka. Þó hann vísi oftast til frumheim-
ilda er hann nokkuð tregur að láta höfunda fræðirita njóta sín. Sem
dæmi má nefna að á blaðsíðu 70 er upptalning af þeim árum sem Ólaf-
ur Stephensen sendi Banks handrit til Bretlands. Hér hefur Sprod ekki
getað nýtt sér frumheimildir, þar sem þær eru skrifaðar á dönsku og á
fljótaskrift. Upplýsingamar eru þó sennilega fengnar frá Halldóri Her-
mannssyni (bls. 16). Það vantar víða tilvísanir í endursagnir Sprods,
sem ekki þykja góð fræðileg vinnubrögð. Sem dæmi má nefna að
Sprod heldur því fram að „some commentators" hafa haldið því fram
að Jörgensen hafi verið sendur frá íslandi sem fangi haustið 1809 (bls.
311). Þetta hef ég aldrei orðið vör við en ég get a.m.k. fullyrt að það
voru hvorki Helgi P. Briem né Jón Þorkelsson sem gerðust sekir um
þessi mistök, en hverjir þessir sökudólgar eru kemur ekki fram. Og
það er bagalegt þar sem saklausir fræðimenn liggja þar með undir
grun um slæleg vinnubrögð.
Heimildaskrá Sprods er mikil að vöxtum, en hann velur aðeins að
skrá þær bækur, greinar og handrit sem hann telur vera „the more
important titles associated with Jorgen Jorgenson and his life and
times" (bls. 690). Þar á meðal eru rit eftir fjölmarga fslendinga, m.a.
fyrmefnda sérfræðinga Halldór, Jón og Helga, Jón Espólín, Gils Guð-
mundsson, og Einar S. Arnalds (Reykjavík: Sögustaður við Sund). Sprod
telur upp allar útgáfur af sjálfsævisögu Jörgensens sem grundvallast á
útgáfu Hogans, nefnir t.d. dönsku þýðinguna en virðist ekki vera
kunnugt um þýðingu Trausta Ólafssonar sem kom út í Reykjavík árið
1974 undir heitinu íslandskóngur. Þótt Sprod hafi bersýnilega lagt í
mikla vinnu á Þjóðskjalasafninu og handritadeildinni flokkar hann
heimildirnar ekki alltaf rétt, t.d. segir hann JS 111 fol. vera að finna á
Þjóðskjalasafni og að Skjalasafn Stiftamtmanns sé að finna á handrita-
deildinni (bls. 705). Einnig vísar henn ekki alltaf rétt til þeirra heim-
ilda, sem kenndar em við Sir Joseph Banks, og eru varðveittar í
Natural History Museum í London en ekki eru öll bréfin sem hann
notar í DTC safninu.
Sprod hefur augljóslega farið víða í leit sinni. Þótt Jörgensen eyddi
aðeins fimmtán árum í Kaupmannahöfn af þeim 60 sem hann lifði hef-
ur Sprod t.d. verið í Kaupmannahöfn og grafist fyrir í kirkjubókum.
Hann hefur nokkrum sinnum komið til Islands og rannsakað erfið
skjöl eins og fram hefur komið. Hann hefur farið víða um Bret-
landseyjar og á skjalasöfn í sínu heimalandi Ástralíu, þar sem Jörgen-
sen eyddi síðustu tuttugu árum ævinnar. Hér liggur tíu ára eljuverk að
baki. Eins og fyrr segir geta íslenskir fræðimenn aukið þekkingu sína
vefulega á ævi Jörundar fyrir og eftir 1809 og enn skal hampað útgáf-
unni af frásögnum Jörgensens og Trampes af atburðimum 1809 sem
varðveitt eru í British Library.