Saga - 2002, Side 268
266
RITDÓMAR
æðri", hafi einungis orðið fyrir tilverknað hinnar frjálslyndu þjóðríkis-
hugsjónar, eins og hér er gefið í skyn.
Guðmundur gerir góða grein fyrir þeim tveimur kenningum til
greiningar á þjóðemishyggju, sem mestrar hylli hafa notið hin síðari
ár, annars vegar kenningu „nývæðingarsinna" (eða „módemista", eins
og hann kýs að nefna þá) og hins vegar „þjóðflokkasinna" (eða fylgis-
menn „eþnisisma" eða „perenníalisma" svo notuð séu orð Guðmund-
ar). Talsvert bil virðist vera milli þeirra tveggja: nývæðingarsinnar líta
á þjóðina sem fylgifisk eða afsprengi nývæðingarinnar (modernization),
þ.e. þeirra breytinga sem nútíminn svokallaði hafði í för með sér, en
meðal þeirra eru markaðsvæðing, þéttbýlismyndun, verksmiðjuvæð-
ing og lýðræðisþróun. A hinn bóginn telja þjóðflokkasinnar að þjóðir
nútímans eigi sér rætur í eldri hugmyndum um þjóðflokka. Guð-
mundur telur raunar að aðeins sé blæbrigðamunur á þessum tveimur
kenningum, en hallast þó meira á sveif með nývæðingarsinnum. T.d.
segir hann að hugmyndimar um þjóðflokkarætumar (eþníin), ímynd-
aðar eða raunverulegar, hafi verið ógnun við þjóðríkin en ekki for-
sendur fyrir myndun þeirra (bls. 37).
I rauninni skiptir það ekki máli fyrir röksemdafærslu Guðmundar
hvort þjóðflokkarætur íslendinga hafi verið raunverulegar eða ímynd-
aðar. Þjóðemisstefnan er að mati hans „leið sem íslendingar völdu inn
í nútímann" (bls. 39). Hér er stefnunni líkt við strætisvagn sem flutti
Islendinga inn í nútímann. I þessu sambandi gagnrýnir hann Gunnar
Karlsson og fleiri fræðimenn fyrir að skýra ekki nægilega vel út
hvernig íslensk „þjóðarvitund" fyrri alda breyttist í þjóðemishyggju á
19. öld (bls. 34). Hér eru það samanburðarrannsóknir Guðmundar á
þróun þjóðernishreyfinga Bretóna og íslendinga á 19. öld sem fá hann
til að hafna skýringum þjóðflokkamanna: Báðar „þjóðimar" töldu sig
eiga rætur í eldri hugmyndum um þjóðflokka, en aðeins íslendingar
völdu að verða sérstök þjóð á meðan Bretónar kusu að verða Frakkar.
M.ö.o. runnu Bretónar inn í hina frönsku þjóð, á meðan íslensk þjóðar-
vitund gat af sér öfluga þjóðemishreyfingu, varð að strætisvagni.
Guðmundur er greinilega undir áhrifum Emests Renans og spor-
göngumanna hans, manna eins og t.d. Benedicts Andersons og Erics
Hobsbawms, þegar hann ályktar: „Eg tel útilokað annað en að líta á
þjóðina sem félagslega ímyndun, og þá alls ekki í neikvæðri merkingu
þess orðs, heldur sem dæmi um ímyndunarafl mannsins og hæfileika
hans til frjórrar sköpunar" (bls. 39). Þó segir hann að „tæpast [séj hægt
að finna nokkra eina haldbæra skýringu á því hvers vegna þjóðfélags-
hópur tekur upp á því að líta á sig sem þjóð eða hvemig hann afmark-
ar sig frá öðrum þjóðum" (bls. 37). Hér fer Guðmundur mjög varlega:
Þótt hann efist ekki um að þjóðin sé félagsleg ímyndun, þá segir hann
að við getum ekki vitað hvað hafi komið þessu ferli af stað.