Saga - 2002, Síða 273
RITDÓMAR
271
Eftir að „Skálholtskomplexinum" hafði verið eytt færðust húsnæðis-
mál skólans smám saman í bærilegt horf. Þegar sú saga hefur verið
rakin fram eftir sjöunda áratugnum, fer frásögnin (frá bls. 119) að snú-
ast á eindregnari hátt um inntak skólalífsins, í kennslu og utan. Við
stjórn skólans hafði tekið Jóhann S. Hannesson, einn mesti nýjunga-
maður í kennslu- og menntamálum landsins á þessum ti'ma, talsmað-
ur valgreina- og annakerfis sem og fjölbrautaskóla. Nýmælum í þess-
um anda í tíð Jóhanns skólameistara eru gerð ágæt skil; hér fær sjón-
arhom nemenda að njóta sín sérlega vel, hvort sem stuðst er við sam-
tíma vitnisburði þeirra í skólablöðum eða viðtöl skráð síðar. Þessari
nálgun er beitt með mjög góðum árangri í umfjöllun um breyttan tíð-
aranda, félagslíf almennt og í einstökum atriðum í þriðja og fjórða
hluta ritsins. Breytingar kenndar við '68 kynslóðina eru hér „dóku-
mentaðar" að miklu leyti „innan frá", ef svo mætti segja, oft með orð-
um gerendanna sjálfra (sjá bls. 133-80). Að þessu sjónarhorni hnígur
líka hönnun textans; hann er víða brotinn upp með skyggðum reitum
í dálkum eða á heilum síðum, svo að ekki sé talað um myndefnið sem
er bæði mjög ríkulegt og fjölbreytilegt. Óhætt er að fullyrða að hér er
á ferðinni ágætt framlag til greiningar á þróun íslenskrar æskulýðs- og
skólamenningar á síðari helmingi aldarinnar sem leið, greiningar í ætt
við félagsfræði æsku og unglingamenningar. Kaflinn um „æskumenn-
ingu og heimilisbrag 1976-2000" (bls. 288-306) lýsir þannig ágætlega
þeim miklu breytingum sem orðið höfðu undir aldarlok á stöðu og
viðhorfum skólaæskunnar, miðað við þjóðfélagsumhverfi og hug-
myndastrauma tímabilsins fyrir 1970.
Fyrir utan það að fullnægja öllum almennum fræðilegum kröfum er
ritið skrifað á mjög lipran og læsilegan hátt. Það sameinar þannig þá
tvo kosti að vera í senn upplýsandi og skemmtilegt aflestrar. Vitaskuld
má benda á ýmis álitamál um hvers konar framsetning hæfi best efni
hverju sinni. Höfundar hafa valið þá leið að dreifa upplýsingum um
árlegan fjölda nemenda og útskifaðra stúdenta í töfluformi eftir ólík-
um tímabilum (bls. 39, 112, 197, 229, 233). Þessi niðurröðun styður
vissulega við umræðuefnið á hverjum stað, en til yfirlits hefði jafn-
framt verið ávinningur að því að geta gengið að hinum tölulegu upp-
lýsingum á einum stað (t.d. í töfluformi aftast ásamt skrám).
Það er ekki nýtt af nálinni að saga menntaskóla sé a.m.k. öðrum
þræði skrifuð sem skólalífssaga þar sem nemendur í starfi og leik, í
bland við kennara og annað starfsfólk, fara með meginhlutverk.
Minna má á að þrjú af fjórum bindum Sögti Reykjavíkurskóla 1846-1980
eftir Heimi Þorleifsson, eru beinlínis helguð skólalífinu. Og í 2. bindi
af Sögu Menntaskólans á Akureyri 1880-1980 eftir Gísla Jónsson, fær
skólalífið þó nokkum skammt. Það fer vel á því að sem verkamenn
nemendasambands menntskælinga frá Laugarvatni skuli höfundar