Saga - 2002, Qupperneq 275
RITDÓMAR
273
er að beita aðferðafræði hefðbundinna karlaævisagna á líf konu. Líf
karla hefur löngum snúist um hið opinbera, þátttöku þeirra í samfé-
laginu, og því hafa ævisögur þeirra (og fræðilegt sjónarhom) snúist
um afrek á því sviði. Líf kvenna hefur aftur á móti verið meira inn á
við, samofið heimili, fjölskyldu og börnum. Jafnvel þar sem konur
hafa náð frama á vettvangi karla lýtur ævi þeirra öðrum lögmálum þar
sem þær hafa þurft takast á við hindranir sem em byggðar á kynferði,
s.s. í menntun, við störf og þátttöku í pólitík. Þetta sést vel í ævisögu
Bjargar. Við fæðingu hennar árið 1874 höfðu konur á íslandi um fátt
annað að velja en giftast eða vera í vinnumennsku ævilangt. Lítill
skilningur var á vonum og væntingum þeirra kvenna sem vildu reyna
nýjar leiðir, eins og Björg, þær urðu karlkonur, ókonur.
Aðferðafræðin sem Sigríður Dúna nýtir hjálpar okkur að skilja og
greina einstaklinga og samfélag en hún hefur sína ókosti. Mér fannst
Sigríður Dúna á stundum fylgja kenningunum full fast eftir. Til dæm-
is hvað varðar fyrirmyndir Bjargar, sem Sigríður leggur ríka áherslu á
að finna, og sýna áhrif þeirra. Þetta eru móðir Bjargar, Margrét Jóns-
dóttir, Elín Briem skólastýra, prófessor Harald Hoffding við Kaup-
mannahafnarháskóla, Bertha von Suttner nóbelsverðlaunahafi og jafn-
vel skáldkonan Selma Lagerlöf.
Eins þótti mér lesendum full oft sagt hve mótandi áhrif samband
foreldra Bjargar hafi haft á hana. Dregin er upp mynd af afar sterkri
móður, sem þó er lagalega séð valdalaus, enda giftar konur ekki fjár-
ráða fyrir 1900, og fremur veiklyndum og óábyrgum föður (um móð-
urina sem áhrifavald og samanburð á foreldrum Bjargar sjá t.d. bls. 23,
24, 26, 29, 30, 34, 128). Ég er ekki að segja að einstaklingar verði ekki
fyrir áhrifum frá öðru fólki eða atburðum og síst vil ég gera lítið úr
mikilvægi fyrirmynda en mér þykir Sigríði of mikið í mun að sann-
færa lesendur sína um að hvert skref Bjargar og ákvörðun hafi verið
til komin vegna áhrifa frá öðrum eða vegna þess að hún fann samsvör-
un eigin hugmynda hjá öðrum. Það er sjálfsagt að benda á hugsanleg-
ar fyrirmyndir en röksemdafærslan missir marks ef klifað er á henni.
Ég velti einnig fyrir mér hinu sjálfsprottna - hugmyndum sem kvikna
án sýnilegrar ástæðu. Hvar er rými fyrir þær ef allt sem einstaklingur
tekur sér fyrir hendur er byggt á fyrirmyndum eða á sér hliðstæður í
hugmyndum annarra?
Ævisagnahöfundur leitar skýringa á atburðunum og ákvörðunum í
lífi viðfangsefnis síns en það má ekki ganga of langt í að ýta skoðun-
um höfundarins að lesandanum. Það finnst mér Sigríður Dúna t.d.
gera þegar hún leitar skýringa á geðvillu eða hugvilluröskun Bjargar
(bls. 217-20). Sigríður bendir reyndar á að margt geti komið til og
nefnir nokkra þætti sem hver og einn, eða allir saman, gætu hafa leitt
til þess hvernig fór. Engu að síður er Ijóst að hún telur Björgu hafa
18-SAGA