Saga - 2002, Page 276
274
RITDÓMAR
brotnað undan álagi sem rekja megi til námsins og þeirra krafna sem
hún gerði til sjálfrar sín sem brautryðjanda. Einnig telur Sigríður Dúna
að bamleysi Bjargar og Sigfúsar Blöndal, eiginmanns hennar, hafi haft
mikil áhrif á hana. Þetta kom mér talsvert á óvart. Ein helstu rök Sig-
ríðar Dúnu eru að Björg hafi metið móðurhlutverkið mikils og að á
þessum tíma hafi kona varla orðið „alvöru" kona án barns. Á móti má
benda á að þess eru mörg dæmi frá fyrstu áratugum 20. aldar að vel
lesnar og vel menntaðar konur skrifuðu lofgreinar um móðurhlutverk-
ið, störf húsmóðurinnar, heimilisiðnað o.fl. Margar þeirra voru ógiftar
og lifðu frjálsu lífi og virtust ekki tiltölulega illa haldnar þótt þær féllu
ekki að þeirri ímynd sem þær boðuðu. Hér má nefna konur eins og
Ólafíu Jóhannsdóttur ritstým og Hvítabandskonu og Halldóru Bjarna-
dóttur heimilisiðnaðarráðunaut. Einnig má nefna að konur í hópi
brautryðjenda tóku sér sumar fósturböm, t.d. Svafa Þórleifsdóttir
skólastjóri. Bamleysið virkar því ekki trúverðug skýring og kemur
ekki heim og saman við sterkan vilja Bjargar og skjálfssköpun hennar
sem er eitt meginstef bókarinnar; Björg skapar sig nefnilega sjálf. Hvað
hefði orðið um Björgu og menntaáform hennar, sjálfssköpunina, hefði
hún eignast bam?
Þótt ég hafi fundið að því að skýringum og skoðunum Sigríðar
Dúnu sé haldið full fast að lesendum eru þessar sömu skýringar mik-
ilvægar í skilningi á sjálfssköpun Bjargar og afar gagnlegar vanga-
veltur fyrir þá sem hafa hug á að fást við rannsóknir á lífi kvenna af
kynslóð Bjargar. Það á einkum við þegar um er að ræða konur sem
reyndu að fara nýjar leiðir, án fyrirmynda eða stuðnings. Hvað var það
þá sem rak þær áfram? Þurftu þær jafn sterkar, margar og stöðugar
fyrirmyndir eins og Sigríður Dúna leitar uppi fyrir Björgu? Það verð-
ur því spennandi að sjá hvemig gengur að „máta" þessar kenningar á
fleiri konur í hópi brautryðjenda.
Tilraunir Bjargar til að skapa sér sess í vísindasamfélaginu og sam-
félaginu yfirleitt em afar spennandi og mikilvægur þáttur í ævisög-
unni. Leit hennar að sjálfsmynd er næstum harmsöguleg en er um leið
hluti af sjálfssköpuninni - er hún karl eða kona, dóttir eða sonur, ís-
lensk eða dönsk? (bls. 175-76) Erfiðleikar Bjargar varpa ljósi á hve
erfitt það var fyrir konur sem fóru óhefðbundnar leiðir að finna sér
samastað í samfélagi sem gerði ráð fyrir hefðbundinni hlutverkaskipt-
ingu karla og kvenna.
Sigríður skrifar fremur hlutlausan en léttan og skemmtilegan texta.
Hún greinir frá flestum hliðum mála en samúðin er auðvitað með
Björgu og þeir sem reyndu, og tókst, að gera lítið úr verkum hennar og
draga í efa t.d. mikilvægi starfa hennar við orðabókina sem kennd er
við eiginmann hennar Blöndal, verða hjákátlegir í dag. Þessir karl-
menn voru að sjálfsögðu börn síns tíma, eins og Sigríður bendir á, en