Saga - 2002, Page 279
RITDÓMAR
277
Guðjón Friðriksson, EINAR BENEDIKTSSON. ÆVI-
SAGAII. Iðunn. Reykjavík 1999. 466 bls. Myndir og
skrár.
Guðjón Friðriksson, EINAR BENEDIKTSSON. ÆVI-
SAGA m. Iðunn. Reykjavík 2000. 448 bls. Myndir og
skrár.
A fjórum árum hefur Guðjón Friðriksson sent frá sér þrjú stór bindi
um lífsstarf Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns - eins og
nú myndi líklega um manninn sagt - samtals á fjórtánda hundrað
blaðsíðna. Sjálfur hafði Einar þau orð um það sama æviverk, að það
héldi fyrir sér vöku: „að ekkert liggur eftir mig / utan nokkrar stökur."
Hafi þessi yfirlætislausu orð verið sannmæli, mætti ætla að nú væri
lopinn heldur betur teygður úr harla lítilli kembu. En því fer fjarri. Þótt
höfundur hafi í leit sinni að heimildum vafalaust lent inn í mörg geit-
arhús, hefur hann víða fundið poka með óþveginni ull: heilu reyfin.
Hann hefur heldur ekki látið sig muna um að tína upp hagalagða sem
aðrir virðast ekki hafa hirt um, þótt legið hafi við götu þeirra. - Hefur
þó sitthvað verið sagt frá Einari Ben. - bæði lífs og liðnum, en lengi
það sama.
Úr upptíningi sínum - sem safnað hefur verið vítt um lönd eins og
viðfangsefnið hlýtur að krefjast - greiðir Guðjón síðan margan flók-
ann. Hann vanvirðir ekki heldur mislita snepla, þótt aðrir hafi ekki hirt
þá þar sem þeir lágu og upplituðust undir vallargarðinum heima hjá
þeim. Úr þessum þáttum spinnur hann svo þráð sinn, svo langan sem
sagan ber vitni, án þess að á hann hlaupi nokkur snurða sem hægt er
að kalla því nafni, né heldur að liggi við sliti vegna bláþráða. Og nú
hefur hann ekki aðeins hespað verkið af, heldur sett upp og slegið
margslunginn vef í minningu þess manns sem öðrum fremur „brá
stórum svip yfir dálítið hverfi" fyrir nærfellt einni öld. Einar Bene-
diktsson var orðinn þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi: til hans tóku
allir afstöðu - ýmist af einlægri aðdáun eða dómar þeirra voru í meira
lagi óvægnir.
Sú ævisaga, sem Guðjón Friðriksson hefur hér skráð, sýnir manninn
Einar í skýru ljósi og skýrir margt í fjölbreyttum persónuleika hans,
fasi og allri framgöngu. En hún er mjög langt frá því að vera aðeins
persónusaga skáldsins - hún er ekki síður drjúgur hluti íslandssögunn-
ar sjálfrar. Vafalítið verður hún líka merkust sem slík, enda er hér leitt
fram margt sem ég minnist ekki að hafa áður séð eða ályktað af með
sama eða svipuðum hætti. Flest snýst það um umsvif Einars til að ná
því markmiði að fá inn í landið fé til eflingar þjóðarhag: „Já: stórfé: hér
dugar ei minna." Skáldið, sem hafði í íslandsljóðum hvatt þjóð sína til