Saga - 2002, Page 280
278
RITDÓMAR
dáða í orði, hefur ákveðið að láta einnig til sín taka á borði. „í dögun
af annarri öld" stefnir það til hins nýja Miklagarðs í lok fyrsta bindis.
I upphafi annars bindis er ferðalagið mikla hafið. í einni af fjölmörg-
um vel gerðum svipmyndum og eftirminnilegum sviðsetningum Guð-
jóns sést Einar á skipsfjöl. Hann er á útleið með fjölskyldu sína í sept-
ember 1907 - stendur einn ofan þilja, „hávaxinn og festulegur ... og
hvessir augun í sortann." Síðan er skáldið skoðað í nærmynd og end-
að við augun sem „gefa andlitinu óvenjulega birtu." Þessi augu koma
æ við sögu á endalausum ferðum, fundum og öðrum samskiptum við
fólk, þar sem eigandi þeirra hrífur hvem heimsmanninn af öðrum ekki
síður en kotastráka og vinnustúlkur í forblautum sveitum Suðurlands.
En tilfinningar Einars sveiflast „milli lægsta djúps og hæstu hæðar" og
sama gildir um eignir og afkomu. í bókarlok tíu árum síðar situr hann
á dönsku heilsuhæli eftir mikið fall fyrir Bakkusi í kjölfar ofsagróða af
sölu hlutabréfa sinna í fossafélaginu Titan. Og enn stara þessi augu út
á órætt hafið.
Þessi dæmi, sem tekin eru um endi og upphaf annars bindis, segja
mikið um list Guðjóns Friðrikssonar að segja sögu. Hann skrifar lipr-
an stíl og tilgerðarlausan og er myndvís með afbrigðum. Þessar orða-
myndir hans eru sögunni til hinnar mestu prýði og auka áhrifamátt
hennar. (Hvernig ætti líka armað að vera en sá, sem hefur orðið þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að skrifa stórverk um jafn sterka áhrifamenn
í orði og þá Jónas fra Hriflu og Einar Ben., verði fyrir einhverjum áhrif-
um frá þeim?!) Innsæi hans er mikið og skilningur hans virðist eðlileg-
ur og sannfærandi. Því má sakna þess að hann hagnýti sér ekki meira
en raun ber vitni tilvitnanir í kvæði skáldjöfursins. Hann gerir að vísu
töluvert af því að tilfæra dæmi eða tengja aldur nokkurra þeirra við at-
hafnir skáldsins á sama tíma. En sé einhvers að sakna í þessu mikla
riti, er það helst á því sviði að skáldskapurinn hefði mátt fá þar meira
rúm. Hann er ekki aðeins hluti bókmenntasögunnar, heldur gervallrar
sögunnar eins og hún.
Þriðja bindið hefst svo þar sem öðru sleppir: Við brottför af heilsu-
hælinu er enn dregin upp mynd þar sem Einar tekur hönd Valgerðar
konu sinnar, er hafði brotist til hans vestan yfir Norðursjó, lagðan
tundurduflum. Sfðan greinir frá athöfnum hans og lífshlaupi næstu tíu
árin - enn að miklu leyti erlendis þrátt fyrir „heimflutning" á miðju
tímabilinu, sem lýkur með skilnaði þeirra hjóna. Loks er lýst upp-
lausninni í lífi þessa stórbrotna manns, rakinn Hlínarþáttur og stiklað
yfir síðustu tíu ár hans í einangruninni í Herdísarvík, þar sem hann
horfir enn út á hafið: „Mitt land: Mitt haf." Og ekki er skilið við fyrr en
allt er komið í kring í kirkjugarðinum á Þingvöllum í janúarmánuði
1940. Þá var hægt að setja hann dauðan þar niður í gröf sem hann hafði
tíu árum fyrr ekki verið talinn verðugur að vera settur til borðs í