Saga - 2002, Page 281
RITDÓMAR
279
veislufagnaði, enda þótt hann væri annað verðlaunaskáld Alþingishá-
tíðarinnar 1930. Reyndar endar bókin ekki þar, því að Guðjóni bregst
ekki smekkvísin hér frekar en annars staðar. Síðasta mynd hans er
„dýrðarsjón, í silfurfeldi:" Kista skáldsins er borin burt úr Herdísarvík
„undir stjömum" - Og: „Við úthafsins skaut er allt eldur og skraut af
iðandi norðurljósum." „Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn?"
Bækur Guðjóns em áhrifamikil lesning og unun að njóta þeirra. En
af lestrinum ætti okkur nútímamönnum einnig að geta skilist að ein-
hverju leyti, hvers vegna Einar Benediktssson lét engan mann ósnort-
inn. Það er stutt fjölda vitnisburða með hvílíkum ólíkindum persónu-
töfrar hans hafa verið: Glæsilegur ásýndum, málrómur hans fagur og
tungutakið auðugt, framgangan í senn lítillát og tíguleg, þótt virst gæti
hrokafull á stundum (en svoleiðis áttu sýslumenn líka að vera!), mátti
ekki aumt sjá, örlæti hans við brugðið, hugurinn sívökull og hug-
myndir hans mikilfenglegar, umsvif stórbrotin, skáldskapur hans
djúphugull, myndríkur og hljómmikill, guðsríki hans heimurinn allur.
Augu hans eru þó eftirminnilegust öllum þeim sem í þau litu - speg-
ill dýpri og einlægari sálar en nokkurs annars manns. Og með þeim sá
skáldið í hug sér svo margt svo langt á undan öðrum að þar með var
það úr kallfæri flestra samtíðarmanna sinna.
Svo vel sem Einar Benediktsson hefur verið til forystu fallinn og oft
haldið um stýrið, kemur hér einnig vel fram, hve sýnt honum hefur
verið að stjóma líka úr baksætinu; lesa þar á kortin og segja til vegar.
Þetta gat orðið ferðin sem aldrei var farin, en oft lauk þessum ökuferð-
um mislöngu áður en komist varð alla leið: Stxmdum í áfanga þar sem
taka varð næturstað og vistir þraut áður en birti af nýjum degi, eða að
menn urðu að setjast að, þótt þeir væru á beinni braut, eldsneytið e.t.v.
þrotið á miðjum vegi. Stundum þótti landsins réttskikkuðum yfirvöld-
um of hratt ekið og stöðvuðu föruneytið hve glæst sem það var, en
oftar löttu ráðamenn fararinnar eða létu sér nægja að draga bara lapp-
imar til að tryggja að ekkert yrði úr henni.
Fæstar hugmyndir sínar átti Einar Ben. því eftir að sjá verða að veru-
leika. Vel kemur fram í ævisögunni hvemig stórhugur hans og vilji til
umsvifa hlutu oftast að marka honum vettvang í stjórnarandstöðu. Var
það e.t.v. vegna mjög einarðrar afstöðu gegn dönsku stjóminni og síð-
ar konungi og yfirleitt ýtrustu krafna í sjálfstæðismálinu. Þar átti hann
að vísu drjúgan hlut að sigrum eins og þeim að kolfella Uppkastið
1908, en eftirfylgjan tókst aftur miður. Vinfengi hans við Hannes Haf-
stein sem skáld kom honum ekki að haldi í pólitík, enda sprottnir hvor
úr sinni „klikkunni." En samskiptum þessara tveggja glæsilegustu
heimsmanna íslands sem sagnir fara af fyrr og síðar er skemmtilega
sagt frá þar sem þeir njóta vellystinga lífsins í Lundúnaborg. Þá hafa
menn gengið uppréttir yfir Trafalgartorg og á bökkum Tempsár!