Saga - 2002, Síða 282
280
RITDÓMAR
Ráðherratíð Björns Jónssonar í kjölfar kosningasigursins gegn Upp-
kastinu var skammæ og þrungin mistökum, þannig að snörp áratog
Einars á því fari skiluðu honum hvergi í fjöru þótt hann legðist þungt
á árar þær sem hann hélt sig þó hafa komið vel fyrir borð. Þótt Sveinn,
sonur ráðherra (síðar forseti) væri honum innan handar, hafa þeir
feðgar e.t.v. farið offari í persónulegum metnaði og hagsmunum hans
í enska bankamálinu og það fyrir þá sök klúðrast. Þrátt fyrir mikil
áhrif í gegnum umfangsmikla blaðaútgáfu og -skrif, hérlendis og er-
lendis eins og vel er rakið, gerðist Einari margt mótdrægt, og hann hef-
ur - oft með réttu - talið sig ekki fá notið sannmælis. Það varð því æ
oftar hlutverk Einars Benediktssonar að verða að „heilsa djúpt... vera
undiralda" enda þótt gjörvallt landið hafi tekið undir er alda hans reis
hæst. Hún varð að hníga: en hún „stefndi á fjallið."
Söguna segir Guðjón að mestu í tímaröð, en þó með ýmsum
skírskotunum fram á við eða til baka sem eðlilegt er. Slíkt gefur yfir-
leitt ekki tilefni til efa- eða athugasemda: þótt tvímælis orki að taka
tímaritsgreinar frá 1926-30 til staðfestingar um hugmyndir Einars nær
tveimur áratugum fyrr, jafnvel þótt þær snúist um algyðið sjálft og
samræmi sé með því sem hann segir þar og því sem félagi hans og
áhrifavaldur, F.L. Rawson áður boðaði (sbr. II, þls. 151-52). Það er mik-
ill fengur í því, hve góð skil Guðjón gerir Rawson, kenningum hans og
safnaðarstarfi og andlegu og veraldlegu sambandi og umsvifum
þeirra Einars, þótt það dreifist á helst til marga kafla til að lesandi fái
því öllu saman haldið (II, kaflar 6, 10 og 12). En hér loksins eru gerð
verðug skil því fyrirferðarmikla atriði sem algyðistrúin og hugmynd-
ir um endurnýjað líf voru í hugarheimi Einars Benediktssonar, og það
tengt andlegum straumum á samtíð hans.
Höfundur gætir þess víðast vel að staldra við þegar skiptir um svið
á milli kafla eða innan þeirra, og gera þá í stuttu máli grein fyrir á-
standi eða aðstæðum, rifja jafnvel upp mikilvæg atriði úr sögu heims
eða landa, til að samhengi fáist eða frásögnin byrji á sæmilega föstum
grunni. Afburða gott dæmi um slíkt er þegar í upphafi annars bindis,
þar sem gerð er grein fyrir fossa- og rafmagnsmálum Norðmanna á
þessum tíma (II, bls. 17-18). Á sömu stundu verður lesanda ljóst, hvers
vegna glöggskyggn maður hlaut að sjá tækifæri til að beina athyglinni
á nýrri öld að óbeisluðum fallvötnum íslands, þar sem „fjallbrjóstin
mjallhvítu næra vor hrjóstur," eins og sá kvað sem greip tækifærið
greitt, og vildi með því skapa sér og þjóð sinni giftu.
Annar slíkur innskotskafli snemma í sömu bók, krýndur tilvitnun í
rit Stephans Zweig, „Veröld sem var", er ekki síður mikilvæg forsenda
þess að skynja aðstæður í Vestur-Evrópu við upphaf 20. aldar. Svo full
af lífsgleði var hún eftir tiltölulega langt tímabil innri friðar og svo
auðug af fé í krafti ófagróða heimsvaldastefnunnar, að leiddi til mun-