Saga - 2002, Page 283
RITDÓMAR
281
aðarlífs og nær engin fjárfesting vítt um heim var svo áhættusöm, að
af henni mætti ekki vænta margfalds arðs á skömmum tíma (II, bls.
66-67). Um leið og þetta er lesið liggur málið opið fyrir og skýring er
fengin á því, hvers vegna fé var á lausu að fá til fjárfestinga norður í
Dumbshafi - bara ef einhver skyldi láta sér detta það í hug og bera sig
eftir því - jafnvel þótt sá hefði ekki haft til að bera hæfileika Einars
Ben., persónutöfra hans og sannfæringarkraft. En veður áttu brátt eft-
ir að skipast í lofti og það heldur betur með heimsstyrjöld, verðhruni
og kreppu.
Verðlagstölur eru aístæðar á hverjum tíma, gengi breytilegt og fleiri
atriði gera allar kostnaðartölur og fjárupphæðir ósambærilegar við
það sem nú gerist. Þótt höfundur taki víða samanburðardæmi, svo
sem stofnkostnað fyrirtækja sem hlutfall eða margfeldi af fjárlögum ís-
lands á sama ári, eða beri árslaun ráðherra og æðstu embættismanna
saman við hagnað aðalsögupersónu sinnar eða Sturlubræðra af hluta-
bréfasölu, vilja öll slík viðmið illa festast í huga lesandans. Öll vitum
við um gífurlegt verðfall krónunnar okkar á liðinni öld. En sterl-
ingspundið blífur, og hefur alltaf gert - eða hvað? Því hnykkir okkur
við þegar sólarhringsdvöl á dýrustu hótelum stórborga Evrópu kostar
5 shillinga og nokkrir tugir - að ekki sé talað um hundruð punda - telj-
ist miklar fjárfestingar í hlutabréfum. Ég saknaði þess að fá ekki ein-
hvers staðar sæmilega greinargott yfirlit í þessum efnum. Eitt slíkt
rakst ég að vísu á í tilvísanaskrá (II, kafli 3, tilv. 27, skýrð á bls. 426) og
vera má að þar leynist fleiri slíkar skýringar. En þama eru þær flestum
lesendum huldar að ég hygg. Þeir eiga þess tæpast von að með atfylgi
litlu „vísitalnanna" ofan línu megi ná sér í upplýsingar sem betur ættu
heima sem innskot í aðaltexta eða - ef ekki þar - þá í öllu falli í neðan-
málsgrein á sömu síðu - og þá t.d. stjörnumerktri í lesmáli. Annað
verður ekki fundið að notkun og meðferð heimilda sem grunsemda-
laust virðist í góðu lagi.
Það er gaman að fá að njóta góðs texta Guðjóns Friðrikssonar, skýrr-
ar framsetningar hans og glöggrar yfirsýnar yfir viðfangsefni sitt þar
sem sjaldan kemur til óþarfra endurtekninga í orðalagi, upplýsingum
eða frásögnum. Engin regla er þó alveg án undantekninga, sbr. það að
Breymann, aðstoðarmaður Einars á Hamborgarárunum er fyrst kynnt-
ur sem „enskur námuverkfræðingur" (III, bls. 262) en þegar hann
kemur til íslands fjórum bls. síðar er hann aðeins „líklega enskur að
uppruna." Þetta smáa sem hundstungan hefur fundið að tína til má
hafa til marks um gallaleysi verksins frá höfundar hendi. Prentvillu
minnist ég ekki að hafa rekist á - í hvorugri bókinni - og telst það
gleðileg nýlunda og vonandi til eftirbreytni í íslenskri bókaútgáfu.
Tvennt er þó eftir og snýr fremur að útgefanda en höfundi. Texta
bókanna er skipt upp í kafla og þeir skýrt afmarkaðir með auðum for-