Saga - 2002, Page 294
292
RITDÓMAR
ast góða tilfinningu fyrir því við lestur bókarinnar að hvaða marki
sjóðurinn hefur í gegnum tíðina náð því takmarki sínu að tryggja jafn-
rétti til náms óháð efnahag. Hvemig fóm t.d. efnaminni nemendur að
því að brúa bilið milli námslána og raunframfærslukostnaðar í árdaga
sjóðsins? Hver er og hefur verið afstaða almennings til LÍN? í þessu
sambandi hefði verið fróðlegt að rekja þróun námslána- og styrkja-
kerfa í nágrannalöndunum og þá sérstaklega á Norðurlöndum, en
engu slíku er hér fyrir að fara.
Ljósmyndimar í bókinni bera það einnig með sér að um stofnana-
sögu sé að ræða. Þær eru langflestar af stjómmálamönnum og einstak-
lingum sem setið hafa í stjóm LÍN. Námsmenn eru þar hvergi sjáan-
legir, nema þá helst á allnokkrum ljósmyndum frá hvers kyns mót-
mælaaðgerðum á áttunda og níunda áratugnum. Þá eru úrklippur úr
dagblöðum fyrirferðarmiklar í myndaskránni.
Hér ber þó að hafa í huga, að Lánasjóðssögunni er ekki ætlað að vera
félagssöguleg úttekt á kosti og kjömm íslenskra námsmanna frá önd-
verðu til okkar daga. Hún er er saga tiltekinnar stofnunar og hlýtur að
mótast af kröfum verkkaupa. Ljóst er að höfundur hefur barið sig í
gegnum gríðarlegt magn heimilda á skjalasafni LÍN og vitnað er í ara-
grúa bréfa, skýrslna og lagatexta auk viðtala við fjölda fólks.
Stærsta vandamálið sem höfundur stendur frammi fyrir við ritun
bókar um efni sem þetta, er hvemig miðla skuli miklu magni tölfræði-
upplýsinga, s.s. varðandi opinber framlög, heildarlán sjóðsins og lán
til einstaklinga - einkum þegar fjallað er um verðbólgutíma. í stað þess
að fylla bókina af töflum og línuritum, kýs Friðrik að fella megnið af
þessum upplýsingum inn í meginmálið. Slíkt býður þeirri hættu heim
að frásögnin verði tyrfin og langdregin á köflum, en sú er þó sjaldnast
raunin enda höfundur vel ritfær eins og hann hefur áður sýnt í góðum
byggðasöguverkum sínum. Spyrja má sig þó hvort ekki hefði verið
rétt að fjölga myndritum nokkuð og koma ýmsum hagtölum til skila í
töflum, sem birta hefði mátt í viðauka.
Frágangur bókarinnar er einnig í flesta staði prýðilegur, prentvillur
fáar og umbrot smekklegt. Athygli vekur að útlitshönnuðir verksins,
þeir Halldór Þorsteinsson og höfundurinn sjálfur, kjósa að birta tilvís-
anir neðst á hverri spássíu en ekki neðanmáls eða í lok hvers kafla.
Þessi aðferð hefur verið nokkuð í tísku hjá umbrotsmönnum á síðustu
árum með misjöfnum árangri, þótt hér takist ágætlega til.
Þegar á heildina er litið, verður Lánasjóðssagan að teljast tímabært
framlag til sögu íslenskra menntamála, enda fjallar hún af nákvæmni
um mikilvægan þátt þeirra, efnahagslegar forsendur til framhalds-
náms og þróun þeirra undanfarna áratugi.
Stefán Pálsson