Saga - 2002, Blaðsíða 296
294
RITDÓMAR
mörgum fjölskyldum í bæjarfélaginu. (Sjá eftirtalin rit: Gunnar F.
Guðmundsson, Úr sögu Landakotsskóla (Reykjavík, 1992); Ólafur H.
Torfason, St. Jósefssystur á íslandi 1896-1996 (Reykjavík, 1997); Guðlaug
Teitsdóttir, „Barna- og unglingaskóli Ásgríms Magnússonar Berg-
staðastræti 3". (Óútg. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla íslands 1980).
Samkvæmt þessu hefði ritið verið réttnefndara „Saga Bamaskólans í
Reykjavík til 1930". Það sem helst hafði birst á prenti um barnaskólann
í Reykjavík fram til 1930 þegar Ármann samdi handrit sitt, voru kaflar
í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson (fyrra bindi, bls. 158-60,
250-52; síðara bindi, bls. 20-27) og í Sögu alpýðufræðslunnar eftir
Gurrnar M. Magnúss (bls. 89-95). Síðan hefur margt bæst við sem
vænta má. Árni Óla birti 1950 grein um „Barnaskólann í Reykjavík",
hinn fyrri og hinn síðari, sem var endurútgefin í Gamla Reykjavík 1969,
og Guðjón Friðriksson fjallar um skólahaldið eftir 1870 í fyrra bindi
sínu af Sögu Reykjavíkur. Itarlegasta rannsókn á starfsemi barnaskólans
fram yfir aldamótin 1900 er þó óprentuð námsritgerð eftir Harrnes
Hilmarsson og Hauk P. Benediktsson, „Barnaskólinn í Reykjavík
1862-1907". (B.Ed. ritgerð við Kennaraháskóla íslands 1979).
Ármann byrjar frásögn sína á að rekja ítarlega vanburðuga tilraun
J.C. Sunchenbergs kaupmanns til þess að koma á laggirnar barna-
skóla upp úr Móðuharðindunum. Þetta gerir hann ítarlegar en Klem-
ens Jónsson (aftur á móti þegir Árni Óla um þetta atriði). Næst segir
frá barnaskólanum fyrri sem stofnaður var af embættismönnum og
borgurum í Reykjavík í ársbyrjun 1830. Bæjarfélagið sem slíkt átti þar
engan hlut að máli. Bragurinn á þessum einkaskóla hefur greinilega
sært þjóðlegan metnað höfundar: margt með „dönsku sniði í skól-
anum. Allar fundargerðir ritaðar á dönsku ... enn fremur allar dag-
bækur, jafnvel saklaus bömin era stundum uppnefnd á danska vísu"
(bls. 19). Heimildir um starfsemi skólans fyrstu árin eru allgóðar og
Ármann gerir nánari grein fyrir starfseminni en áður hafði verið gert.
Eftir því sem á leið varð skólinn háðari styrkgreiðslum úr
Thorchilliisjóði; bendir það til þess að börnum efnameiri foreldra sem
gátu greitt kennslugjald hafi fækkað með árunum og börnum fátæk-
linga fjölgað. Sú fullyrðing Árna Óla (sjá „Barnaskólinn í Reykjavík",
bls. 156), að einkum böm hinna efnaðri hafi sótt skólann á því aðallega
við fyrri hluta þess tímabils sem skólinn starfaði. Sú ákvörðun stifts-
yfirvaldanna að taka fyrir veitingu styrkja úr Thorchilliisjóði réð
úrslitum um að skólahald lagðist niður í árslok 1848.
Ármann rekur allítarlega eftir Alpingistíðindum aðdraganda að stofn-
un Bamaskólans í Reykjavík sem tók til starfa 1862, en bætir litlu við
það sem segir um efnið hjá Klemensi Jónssyni og Gunnari M. Magnúss
(raunar vísar hann ekki til þessara höfunda). Umræður á Alþingi um
skólastofnunina veita fróðlega innsýn í viðhorf samtímamanna til