Saga - 2002, Page 297
RITDÓMAR
295
uppeldis- og fræðslumála enda oft til þeirra vitnað. Á bls. 55 hefst
svo frásögn höfundar af nálega sjötíu ára starfssögu Barnaskólans í
Reykjavík og henni lýkur á bls. 113. Segir sig sjálft að hér er farið mjög
fljótt yfir sögu. Þetta gildir ekki síst um sögu Miðbæjarbarnaskólans,
frá 1898 að telja (bls. 87 o. áfr.).
Ármann hefur nýtt allfjölbreytilegar heimildir til að varpa ljósi á
efnið, mest óprentaðar: fundargerðir skólanefndar, dagbækur, firnd-
argerðir kennarafélagsins o.fl. Ekki nýtir hann þó alltaf upplýsinga-
gildi heimildanna sem skyldi. Hann kvartar undan því að „engar
skýrslur eða skilríki eru [séuj fyrir því, á hvaða aldri börnin voru í
skólanum upp til hópa" (bls. 55). Þetta leiðir höfimd út í vangaveltur
um aldursskiptingu nemenda. Hefði þó verið hægurinn hjá að komast
að raun um hana með því að hagnýta sér upplýsingar í dagbókum
skólans um aldur hvers nemanda. í þessar síðarnefndu heimildir
sækir höfundur annars fróðlegar upplýsingar um mat á hegðun
nemenda sem og um hið sérkennilega kerfi „þessara daglegu prófa,
vikulega einkunnagjafa og mánaðarlegu raðana" er settu svo áber-
andi svip á skólahald þessa tíma. í lýsingu sinni á kennslu einstakra
greina fylgir höfundur að mínum dómi of einhliða forskriftarheim-
ildum (reglugerð og reglum) í stað upplýsinga um hvað var kennt og
lesið í reynd. Slíkar upplýsingar er að finna í óprentuðum skýrslum
skólans, a.m.k. þegar dregur nær aldamótum.
Hvað varðar starfsemi Miðbæjarskólans fram til 1930, þá segir all-
ítarlega frá málefnum kennara og afskiptum skólanefndar af skóla-
starfinu. Urðu þessi afskipti til þess að vekja umrót og miklar deilur
milli hefðar- og nýjungasinna í skólamálum. Þetta er mjög fróðlegur
kafli. Aftur á móti segir fátt af skipulagi skólans, breytingum á bekkja-
og kennsluskipan sem fylgdu hinni gífurlegu fjölgun nemenda
kringum aldamótin og setningu fræðslulaganna 1907. ítarlegar álits-
gerðir og skólaskýrslur, sem gefnar voru út á öðrum og þriðja áratug
aldarinnar, eru hér ekki nýttar svo sem vert hefði verið. (Sjá einkum
Nefndarálit wn barnaskólann ([Reykjavík], 1913); Skýrsla wn Barnaskóla
Reykjavíkur 1923-1924 (Reykjavík,1924). Þá saknar maður þess að
höfundur skuli varla gera tilraun til þess að athuga og meta skóla-
starfið út frá sjónarhorni nemenda; en ef til vill hefur slíkt sjónarhorn
verið of fjarlægt samtíma höfundar til þess að við slíku mætti búast.
Þrátt fyrir nokkra vankanta sem hér hefur verið drepið á, er veru-
legur fengur að útgáfu þessa gamla handrits. Þuríður J. Kristjánsdóttir
hefur annast útgáfuna af alúð og vandvirkni, aukið við tilvísunum
neðanmáls og valið myndir til birtingar.
Loftur Guttormsson