Saga - 2002, Page 298
296
RITDÓMAR
Ami Hermannsson, Jón Ingvar Kjaran, Lýður Bjöms-
son og Margrét Gunnarsdóttir, ÍSLANDS- OG
MANNKYNSSAGA NB I. FRÁ UPPHAFI TIL UPP-
LÝSINGAR. Myndaritstjórn: Alda Lóa Leifsdóttir.
Söguannáll: Snorri G. Bergsson. Nýja bókafélagið.
Reykjavík 2000. 288 bls. Myndir, atriðisorða- og
nafnaskrár.
Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir,
ÍSLANDS- OG MANNKYNSSAGA NB II. FRÁ
LOKUM 18. ALDAR TIL ALDAMÓTA 2000.
Myndaritstjóm: Rakel Pálsdóttir ásamt höfundum.
Kort: Lovísa G. Ásbjörnsdóttir. Söguannáll: Snorri
G. Bergsson ásamt höfundum. Nýja bókafélagið.
Reykjavík 2001. 320 bls. Myndir, atriðisorða- og
nafnaskrár.
Árið 1999 kom út ný og ítarleg aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla. í
kjölfarið á henni var skyldunám nemenda í sögu nokkuð skorið niður
frá því sem áður tíðkaðist, en lágmarkið hafði þó verið nokkuð mis-
jafnt eftir skólum og brautum. Nú er öllum skylt að taka að lágmarki
sex einingar í tveimur áföngum sem spanna alla söguna, eða sem svar-
ar sex tímum á viku í eitt ár. Okkur, sem höfum verið að kenna sögu í
framhaldsskóla, þykir þetta lítill tími til að gera grein fyrir „allri"
mannkyns- og íslandssögunni. Sagan verður reyndar aldrei sögð í
„fullri lengd" og alltaf fer fram val hjá sagnariturum, kennslubókar-
höfundum og kennurum. í stað þess að leggja áherslu á yfirlitssögu
þar sem eitt tímaskeið tekur við af öðru eins og söguþráður í skáld-
sögu, er í nýju námskránni farin sú leið að valin verði þemu. Þá er gert
ráð fyrir að hægt sé að kafa dýpra í söguna, frá mörgum sjónarhom-
um, svo sem menningarsögu, hagsögu, félagssögu, stjómmálasögu
o.fl.
Undirritaður kom að gerð námskrárinnar og ber þar með ábyrgð á
þeirri leið sem valin var. Sú niðurstaða byggist á því að tímaramminn
sem sögunni hafði verið úthlutaður í námskránni var of þröngur til að
hægt væri að samræma ítarlegt yfirlit og fjölþætta sögu. Sú var reynd-
ar einnig raunin með síðustu námskrá en þar var skyldulágmark sjö
einingar. „Öll sagan" var þá kennd í 11 einingum og af þeim voru sjö
skylda, þ.e. einni einingu meira en nú er. En þetta þýddi jafnframt að
löngu tímaskeiði í sögunni var sleppt. Oft var það mannkynssaga frá
upphafi til nýaldar. Þar var því höggvið stórt skarð í yfirlitssöguna. í
gamla kerfinu var boðið upp á valáfanga til viðbótar sem margir nem-