Saga - 2002, Page 305
Frá Sögufélagi
2000-2001
Aðalfundur Sögufélags árið 2001 var haldinn í húsi félagsins, Fischer-
sundi 3, 20. október. Forseti félagsins setti fundinn og minntist síðan
þeirra félagsmanna, sem stjórninni var kunnnugt um að látist hefðu
frá síðasta aðalfundi 23. september 2000, en þeir voru: Baldur
Steingrímsson skrifstofustjóri, Benedikt Jakobsson verslunarmaður,
Bjarni Einarsson handritafræðingur, Olafur Helgason kennari og Ólaf-
ur Ólafsson. Að loknum minningarorðum var gengið til venjulegra að-
alfundarstarfa. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Ragnarsson og fund-
arritari Hulda Sigtryggsdóttir.
Dagskráin hófst á því að forseti flutti skýrslu stjórnar. Nýkjörin
stjórn Sögufélags kom saman til fyrsta fundar síns eftir aðalfund hinn
10. október 2000 og skipti með sér verkum. Heimir Þorleifsson var kos-
inn forseti, Loftur Guttormsson gjaldkeri og Hulda Sigtryggsdóttir rit-
ari. Aðrir í aðalstjórn á starfsárinu voru Björn Bjarnason og Svavar Sig-
mundsson, en varamenn voru Sigurður Ragnarsson og Guðmundur J.
Guðmundsson. Tóku varamenn eins og áður fullan þátt í störfum
stjómar. Formlegir stjórnarfundir á þessu starfsári voru 14 auk funda
einstakra stjórnarmanna um ýmis mál.
Aðalverkefni félagsins á starfsárinu (þ.e. milli aðalfunda) var eins og
áður að halda úti tímaritum þess, Sögu og Nýrri sögu. Er þetta sjöunda
árið sem ritstjórn er sameiginleg fyrir bæði ritin. Ritstjórn skipuðu
Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður
Ragnarsson. Náinn samstarfsmaður ritstjórnar var sem fyrr Valgeir
Emilsson í Repró, en hann sá um allan undirbúning undir prent-
vinnslu tímaritanna sem voru prentuð í Prenthúsinu.
Ný saga var því miður nokkuð seint á ferðinni, kom út viku af des-
ember. Var þetta 12. árgangur ritsins. Ný saga var með hefðbundnu
sniði, stuttum, myndskreyttum greinum, 101 síða alls auk nokkurra
auglýsinga, einkum um ný sagnfræðirit. Meðal efnis í Nýrri sögu var
grein Sigurðar Rúnarssonar um hnefaleika á Islandi, grein eftir Rósu
Magnúsdóttur um stofnun og upphafsár vináttufélaga Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna á íslandi og grein eftir Guðmund J. Guðmundsson
um fiskveiðideilur íslendinga og Breta á árunum 1972-76.
Saga kom út um miðjan júní, 316 bls. að stærð. Aðalefni hennar voru
Saga XL: 1 (2002), bls. 303-309.