Saga - 2002, Page 306
304
FRÁ SÖGUFÉLAGI 2000-2001
fjórar veigamiklar greinar um ólík sagnfræðileg viðfangsefni. Loftur
Guttormsson, Ólöf Garðarsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson rituðu
um niðurstöður rannsókna sinna á ungbamadauða 1771-1950, Sigfús
Haukur Andrésson ritaði um endurskoðun fríhöndlunarlaganna á ár-
unum 1834-36 og Hermann Pálsson grófst fyrir um eðli Islendinga-
sögu í ritsmíðinni „Á Örlygsstöðum". Þá ritaði Inga Dóra Björnsdóttir
greinina „Hin karlmannlega raust og hinn hljóðláti máttur kvenna.
Upphaf kórsöngs á íslandi". Af lengri greinum er loks að geta athygl-
isverðrar greinar Margrétar Gestsdóttur um sögukennslu í landinu,
„Aðför eða nauðsynleg endurnýjun?" Ritdómar voru að þessu sinni
rúmlega tuttugu. Þessi 39. árgangur Sögu var hinn síðasti sem Sigurð-
ur Ragnarsson átti þátt í að ritstýra, en hann er hinn tuttugasti og fyrsti
sem Sigurður hefur ritstýrt. Eftir tillögu samstarfsmanna Sigurðar í
ritstjórninni var Hrefna Róbertsdóttir ráðin til þess að taka sæti hans
í ritstjóm.
Á starfsárinu sem nú er að Ijúka vann stjómin að endurskoðun á
tímaritaútgáfu félagsins sem og á lögum þess. Um þessi málefni boð-
aði stjómin til almenns félagsfundar 10. maí síðastliðinn. Slíkur fund-
ur hefur ekki verið haldinn áður svo að vitað sé. Var hann boðaður
bréflega, send út um 600 bréf, þ.e. til allra annarra en þeirra sem búa
erlendis sem og bókasafna og stofnana. Fundinn sátu 40-50 manns, að-
allega sagnfræðingar. Guðmundur Jónsson, Eggert Þór Bemharðsson
og Sigríður Þorgrímsdóttir höfðu framsögu um málefni tímaritanna og
urðu síðan líflegar umræður um þau. Framsöguræður Guðmundar og
Eggerts Þórs birtust á Gammabrekku og síðan lögðu þar ýmsir orð í
belg, bæði fólk sem var á fundinum og ýmsir aðrir.
í framhaldi af þessum umræðum ákvað stjórn Sögufélags og rit-
stjóm að Ný saga kæmi út á þessu hausti með sama sniði og áður, en
síðan yrðu á árinu 2002 gefin út tvö hefti af Sögu. Þar með yrði hætt
útgáfu Nýrrar sögu, en vaxandi halli hefur orðið á útgáfu hennar síð-
ustu árin. Einn þáttur í undirbúningi að útgáfu Sögu í endumýjaðri
mynd á næsta ári var fólginn í því að ákveðið var að efna til ráðgefandi
ritnefndar sem skipuð yrði fræðimönnum og áhugamönnum um sögu
úr ýmsum áttum. Voru nokkur félagssamtök beðin að tilnefna fulltrúa
í nefndina. Þau eru Sagnfræðingafélag íslands, Sögufélag, Félag sögu-
kennara í framhaldsskólum, Félags safna og safnmanna, Reykjavíkur-
akademían, Sagnfræðingafélag Akureyrar og sagnfræðiskor Háskóla
íslands.
Næst skal vikið að annarri útgáfustarfsemi félagsins frá síðasta aðal-
fundi að telja. Á þeim fundi var gerð nákvæm grein fyrir útgáfu sýslu-
og sóknalýsinganna, sem kenndar eru við Bókmenntafélagið, en ætti
e.t.v. frekar að kenna við Jónas Hallgrímsson og Sögufélagið. Á aðal-
fundinum síðasta var fastlega búist við að Sýslu- og sóknalýsingar