Saga - 2002, Blaðsíða 308
306
FRÁ SÖGUFÉLAGI 2000-2001
Fjárhagur Sögufélags á árinu 2000 var nokkru betri en árið áður,
enda laimakostnaður ekki verið jafnlítill um árabil. Tekjur félagsins
voru tæplega 6,3 milljónir og gjöldin um 6,05 milljónir. Er þetta um 600
þús. kr. betri afkoma en árið áður. Síðustu þrjú ár hefur velta félagsins
verið um 6 milljónir króna og raunar fleiri ár þar á undan. Föstu liðim-
ir í starfsemi félagsins, þ.e. útgáfa tímaritanna, viðskipti við Þjóðvina-
félagið, lítils háttar bókaútgáfa og almenn bóksala í smáum stíl, leiða
til þessara afkomutalna. Hafa ber í huga að Sögufélag er það sem heit-
ir á viðskiptaensku „non profit" félag. Markmið félagsins er sem sé
ekki að græða en það má heldur ekki tapa; það á að vera „á núlli".
Þetta hefur tekist síðasta áratug og félagið hefur reyndar flest árin ver-
ið aðeins ofan við núllið. Þannig hefur ávallt tekist að greiða þá reikn-
inga sem stofnað hefur verið til og það án dráttarvaxta. Ekki hefur
heldur verið stofnað til skulda nema vegna hússins í Fischersundi, en
þær hafa nú að mestu verið greiddar. Áður fyrr urðu forystumenn fé-
lagsins stundum að samþykkja víxla vegna bókaútgáfu og síðan berj-
ast við að greiða þá eða fá framlengda með ærnum kostnaði. Vonandi
kemur ekki til slíks í framtíðinni.
Forseti hvatti fundarmenn að lokum til að bera fram spumingar og
koma með ábendingar um störf félagsins. Þakkaði hann stjómarmönn-
um og samstarfsmönnum sínum fyrir afar ánægjulegt samstarf á liðnu
starfsári eins og hinum fyrri.
Loftur Guttormsson gjaldkeri lagði fram reikninga Sögufélags fyrir
árið 2000, og voru þeir samþykktir án athugasemda.
Næsti liður á dagskrá voru lagabreytingar. Gerði Loftur Guttorms-
son grein fyrir því hvernig stjórnin hefði staðið að undirbúningi að
endurskoðun gildandi laga félagsins frá 1979. Drög að endurskoðun
laganna lagði stjóm Sögufélags fyrir sex árum og naut þá og síðar ráð-
gjafar Ólafs Ragnarssonar lögfræðings og skoðunarmanns reikninga
félagsins. Lagaendurskoðunin var síðan tekin upp aftur af fullum
krafti á þessu starfsári; m.a. voru drög stjórnar að nýjum lögum lögð
fyrir almennan félagsfund í maí, eins og áður segir, og komu þar fram
gagnlegar ábendingar. Síðan gerði Loftur grein fyrir helstu breyting-
um frá gildandi lögum sem lagatillaga stjórnar felur í sér. Þá opnaði
fundarstjóri fyrir umræður og breytingartillögur. Allmargar breyting-
artillögur komu fram, einkum frá Páli Bjömssyni; voru sumar sam-
þykktar, en aðrar felldar. Lagatillögurnar voru síðan samþykktar í
heild. Ný lög Sögufélags 2001 eru birt hér á eftir.
Eftir fundarhlé var gengið til kosningar stjórnarmanna og skoðunar-
manna reikninga í samræmi við ákvæði hinna nýju laga. Kjósa átti for-
seta sérstaklega, fjóra aðalmenn og tvo varamenn. Fjórir þeirra sem
sátu í fráfarandi stjórn, Heimir Þorleifsson, Björn Bjarnason, Svavar
Sigmundsson og Sigurður Ragnarsson, gáfu ekki kost á sér áfram.