Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 11
Í gönguferð Júlía og Katrín á toppi Geitahlíðar
við Krýsuvík.
í stað þess að sinna einhverjum
skylduverkum.“
Sigrún segir það hafa reynst
sér mjög gefandi að fara með krökk-
unum þó að það hafi ekki verið upp-
haflega planið: „Ég ákvað það eftir
að vinkona mín lést, þá var breytt
viðhorf.“
Sigrún fékk son sinn til að sjá
um allar teikningar í bókinni og fór
honum það vel úr hendi. Þær eru
skemmtilegar og eiga sennilega eftir
að virkja ímyndunarafl yngstu
göngugarpanna.
Hugsa ekki um að
fara frá A til B
„Það að njóta útivistar og kynn-
ast náttúrunni og umhverfinu sem
barn nýtist manni síðarmeir. Síðan
er þetta kjörið tækifæri til fróðleiks.
Það er mikill misskilningur að
krakkar vilji ekki fræðast neitt. Það
er í fína lagi að sýna þeim kennileiti,
kenna þeim áttirnar og gang sólar.
Börn eru oft í eðli sínu fróðleiksfús.“
Þá segir Sigrún að börn á
göngu þurfi eitthvað sem er meira
en bara ganga:
„Þau þurfa eitthvað sem virkjar
þau, eitthvað sem gefur færi á leikj-
um, príli, busli og sögum.“
Hún bendir á að ef landið býður
ekki upp á neitt þvíumlíkt sé gott að
hafa eitthvað meðferðis að heiman.
„Þá er einnig sniðugt að hafa nesti á
skipulögðum stöðum. Þannig er
hægt að toga börnin áfram.Við verð-
um að hafa í huga að þau vilja ekki
fara áfram á sama hraða og við. Ef
við neyðum þau til þess munu þau
aldrei fá ánægju af gönguferðum.
Þau eru ekki með þessa sömu hug-
mynd og við um að fara frá stað A til
B.“
Á göngu eftir vinnu
Þó að bókin höfði að mestu leyti
til barna er hún tilvalin fyrir fólk á
öllum aldri sem ekki þekkir um-
hverfið í kringum höfuðborgar-
svæðið, en langar að kynnast því
betur. „Það eru greinargóðar mynd-
ir og leiðbeiningar við hverja göngu.
Ég segir frá því hvernig áttirnar
snúa á kortinu og bendi á kennileiti
til að fólk átti sig betur. Ég gerði
svolítið ráð fyrir því að fólk vissi ekki
nokkurn skapaðan hlut eftir að
gatnakerfinu lyki. Ég miða ferðirnar
við bæinn af því að það er það um-
hverfi sem ég þekki. Svo býr meiri-
hluti þjóðarinnar á höfuðborg-
arsvæðinu.“
Flestar göngur henta vel á frí-
dögum en nokkrar eru mjög fínar
eftir vinnu. Þar má nefna Búr-
fellsgjá og Selfjall í Lækjarbotnum,
en í báðum tilfellum er aksturstími
tæpur hálftími og göngurnar til-
tölulega stuttar. Aðspurð hvort Sig-
rún hafi í hyggju að skrifa fleiri
bækur slær hún á létta strengi:
„John Lennon sagði: „Life is what
happens to you while you’re busy
making other plans.“ Ég er komin á
þann aldur að ég tek því svolítið
þannig.“
Á toppi Þorbjarnarfells Haukur, Katrín Lára, Jóhann Friðrik
og Guðný gengu á toppinn.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
Brjóstsviði angrar marga og getur
verið leiðinlegur kvilli til lengdar. Hér
koma sjö góð ráð til að halda honum í
skefjum.
Borða litlar máltíðir oft. Brjóst-
sviði kemur oft fram eftir máltíðir og
eru hlaðborð nánast ávísun á brjóst-
sviða. Troðinn magi getur valdið
brjóstsviða og aukið magasýrurnar.
Borðaðu frekar nokkrar litlar máltíðir
yfir daginn í staðinn fyrir stóran
skammt á morgnana, í hádeginu og á
kvöldin. Ekki borða of seint heldur, að
borða nálægt háttatíma er ekki snið-
ugt.
Ákveðnar tegundir af mat og
drykk valda brjóstsviða frekar en aðr-
ar. Mikið kryddaður matur, feitt rautt
kjöt, franskar kartöflur og annar
djúpsteiktur matur, sítrusávextir,
hrár laukur, tómatar, smjör, olía, pip-
arminta, súkkulaði og kaffi eru á
slæma listanum.
Ekki drekka áfengi. Áfengir drykk-
ir eru mjög slæmir fyrir fólk sem er
gjarnt á að fá brjóstsviða, sér-
staklega ef áfengið er drukkið í ein-
hverju magni.
Gættu að þyngdinni. Það er sterk
tenging á milli ofþyngdar og brjóst-
sviða. Offitusjúklingar eru þrisvar
sinnum líklegri til að fá brjóstsviða
en fólk í kjörþyngd.
Ekki ganga í þröngum fötum. Föt
sem þrengja að maganum og mittinu
ýta magasýrunum upp. Ef þú ert með
brjóstsviða reyndu að sleppa því að
ganga með belti, mittisbönd, í að-
haldsfötum eða í undirfötum sem eru
of þröng.
Sofðu með höfuðið hátt. Það hef-
ur sýnt sig að þeir sem hafa hátt und-
ir höfðinu þegar þeir sofa fá síður
brjóstsviðaeinkenni. Það þarf oft ekki
að hækka mikið undir höfðinu til að
það geri gagn.
Hættu að reykja. Nikótín er alveg
jafnslæmt fyrir brjóstsviða og áfengi.
Heilsa
Áhættuhópur Fólk yfir kjörþyngd
fær frekar brjóstsviða en þeir sem
eru í kjörþyngd.
Nokkur góð ráð til að halda
brjóstsviðanum í skefjum
Sigrún segir að einstakt hafi
verið að ganga upp á Ölkeldu-
hnúk í Reykjadal. Lagt var af
stað í blíðskaparveðri með
þrjár níu ára skvísur, eina
mömmu og fjallatíkina Tinnu.
Hnúkurinn er auðveldur við-
fangs og býður upp á frábært
útsýni á hæsta punkti.
„Fjallgangan var smásvindl
því ferðinni var heitið í Reykja-
dal til að fara í bað, en þar
rennur heitur lækur. Hann
vakti mikla lukku.“
Aksturstími frá borginni er
40-50 mínútur og göngutím-
inn aðeins þrjár klukkustundir,
ef gengið er á hnúkinn og farið
í bað.
Reykjadalur
vakti mikla
lukku
EINSTÖK GÖNGULEIÐ
krabbamein í húð á hverju ári, þar af
að meðaltali 50 manns með sortu-
æxli, sem er hættulegasta tegund
húðkrabbameina. Besta forvörnin
gegn húðkrabbameinum er að koma
í veg fyrir sólbruna.
Útiveru á sólardögum þarf ekki að
fylgja mikil áhætta ef við notum okk-
ar heilbrigðu skynsemi og fylgjum
nokkrum einföldum ráðum til að
forðast það að brenna í sólinni.
Margir tengja sólbruna einkum við
suðrænar slóðir, en sökum þess hve
tært andrúmsloftið á Íslandi er get-
um við sólbrunnið hér á skemmri
tíma en marga grunar.
Ung börn ættu aldrei að vera
óvarin í sól, sérstaklega ekki fyrsta
aldursárið.
Forðumst sólina frá klukkan 11
til 15 – þá eru geislar hennar sterk-
astir. Enginn, og þá sérstaklega ekki
börn, ætti að liggja í sólbaði á þeim
tíma.
Klæðumst fötum til að skýla okk-
ur fyrir sólinni. Að klæðast víðum
fötum er þægileg og árangursrík leið
til að verja sig fyrir útfjólublárri
geislun, ef nauðsynlegt er að vera úti
þegar sól er hæst á lofti.
Sitjum í skugganum. Það er ein-
föld leið til að verja sig fyrir sólar-
geislunum. Góð regla er að vera
aldrei óvarinn í sólinni ef skugginn
er styttri en maður sjálfur.
Sólaráburður. Notum sólar-
varnaráburð þegar við erum úti í sól-
inni um miðjan dag. Bera skal á húð-
ina hálftíma áður en farið er í sólina
og endurtaka á tveggja klukkutíma
fresti. Munum að jafnvel vatnsþolinn
sólaráburður máist af við það að
þurrka sér með handklæði.
Verndum augun. Notum sólgler-
augu til að vernda augun gegn áreiti
sólargeislanna en þeir geta orsakað
ský á auga og aðra augnsjúkdóma.
Verum börnum og unglingum gott
fordæmi og förum varlega í sólinni.
Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri
fræðslumála hjá Lýðheilsustöð
Í sólbaði Það verður að verja húð barna mjög vel fyrir sólarljósi.
Nánari upplýsingar: www.krabb.is og
nýútkominn bæklingur frá Krabba-
meinsfélaginu; „Sortuæxli í húð“
Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar um
nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera, miðviku-
daginn 16. júní, á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:30-10:00.
Á fundinum verður kynnt nýtt rit SA um fjármál hins opinbera og tillögur SA til
umbóta. Fjármálaráðherra mun bregðast við hugmyndum SA á fundinum.
Sérstakur gestur verður David Croughan frá samtökum atvinnurekenda á Írlandi
og mun hann m.a. segja frá aðgerðum Íra í kreppunni.
Dagskrá
08:00 Léttur morgunverður og skráning.
08:30 Setning.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, kynnir nýtt rit SA um nauðsynlegar umbætur í
opinberum fjármálum.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fjallar um ríkisfjármálin og hugmyndir SA.
David Croughan frá samtökum atvinnurekenda á Írlandi segir frá aðgerðum Íra í kreppunni.
Pallborðsumræður: Bjarni Benediktsson alþingismaður, Kirstín Flygenring hagfræðingur,
Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður,
Steingrímur Ari Arason forstjóri, Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri.
10:00 Fundi lýkur.
Fundarstjóri: Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ.
NAUÐSYNLEGAR
UMBÆTUR
Í FJÁRMÁLUM
HINS OPINBERA
Nauðsynlegt er
að skrá þátttöku
á www.sa.is
Daglegt líf 11