Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Sigrún Huld Þorgrímsdóttir,hjúkrunarfræðingur og úti-vistarkona, gaf nýverið útbókina Göngubók barnanna. Þar hefur hún tínt til 20 hentugar gönguleiðir fyrir börn og óvana fjallgöngumenn í nágrenni Reykjavíkur. Sjálf gekk Sigrún allar ferðirnar með samtals 22 börnum, átta fullorðnum og þremur hundum. „Meirihlutann af þessum ferð- um gekk ég í fyrrasumar, en það sumar var einstaklega gott. Ég gekk í frítíma mínum og þurfti nánast aldrei að fella niður ferð vegna veð- urs,“ segir Sigrún með ánægjutón í röddu. Það er augljóst að hún hefur gaman af því að rifja upp gerð bók- arinnar. „Það var yfirleitt ekki neitt mál að fá krakkana með mér í fjall- göngur. Þeir allra elstu voru þó oft- ast uppteknir í íþróttum, jafnvel önn- um kafnari en við fullorðna fólkið. Það var samt allur gangur á því hvernig krakkarnir klæddu sig, ég fór stundum með undarlega skóuð börn, en það fór eftir því hvort for- eldrar þeirra voru gönguvanir. Mað- ur þarf ekki endilega að eiga Gore- tex og flotta gönguskó til að labba hér í kring.“ Til minningar um vinkonu Bókin er Sigrúnu mjög kær, og þá fyrst og fremst fyrir þær sakir hvernig hún er tilkomin. „Þessi bók er í minningu vinkonu minnar Höllu. Við gengum mikið saman og ætl- uðum að gera göngubók til að hafa afsökun fyrir því að fara í göngutúra Göngubók fyrir ungar fjallageitur „Börn eru oft í eðli sínu fróðleiksfús,“ segir Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, höfundur Göngubókar barnanna. Þar fjallar hún um tuttugu góðar gönguleiðir fyrir börn í nágrenni Reykjavíkur. „Þau þurfa eitthvað sem virkjar þau, eitthvað sem gefur færi á leikjum, príli, busli og sögum,“ segir Sigrún um það sem hentugar göngu- leiðir fyrir börn þurfa að hafa. Morgunblaðið/Eggert Í göngutúr Sigrún Huld með Óskari syni sínum sem teiknaði myndirnar í bók- inni, Theodór Ísar syni hans og hundinum Tinnu, fjallabókatíkinni frægu. Man-blog.com er vefsíða sem er til- einkuð áhugamálum og því sem vekur áhuga karlmanna. Henni er skipt upp í nokkra flokka, sá fyrsti er um bíla. Í þeim flokki má meðal annars lesa sér til um hvað þarf að hafa í huga þegar sportbíll er keyptur, hvernig á að kitla pinnann án þess að eyða of miklu eldsneyti og þar er grein um stelpur og sportbíla. Annar flokkur er um stefnumót og kynlíf þar sem er m.a. grein um hvernig mjög kristnir einhleypingar geta sameinað trúna, stefnumót og kynlíf. Einnig er fjallað um internet- stefnumót fullorðins fólks. Þriðji flokkurinn fjallar um skemmtun en þó aðallega tölvu- leiki, annar flokkur fjallar um hug- arleiki. Tíska fær auðvitað sinn sess en færslurnar þar eru frekar lélegar eins og í bloggfærslunum um snyrtingu og snyrtivörur fyrir karlmenn. Peningar og íþróttir fá svo sína umfjöllun, hún verður þó að teljast mjög léleg. Kynþokka- fullar konur fá svo sína umfjöllun. Það er hægt að finna áhugavert efni á þessari síðu þó hún sé ekki uppfærð reglulega og innihald sumra flokkanna sé ansi rýrt. Vefsíðan www.man-blog.com Reuters Sport Hraðskreiðir bílar koma auðvitað við sögu. Um áhugamál karlmanna Milonga-tangókvöld fer fram alla miðvikudaga í Kaffitári í Bankastræti frá kl. 20 til 23. Milonga er alþjóðlegt heiti fyrir stað þar sem fólk kemur til að dansa tangó. Á milongu eru spilaðar þriggja til fjögurra laga syrpur eða töndur, ýmist í tangó-, vals- eða milonga- takti. Eftir hverja töndu er boðið upp að nýju. Á milongum er annaðhvort tangó-diskótekari eða hljómsveit. Frá kl. 20 til 20.45 er opinn kynn- ingartími fyrir þá sem vilja kynnast argentínskum tangó. Eftir kynning- artímann er dansað á fullu til kl. 23. Aðgangseyrir er 500 kr. Endilega … … stefnið á tangókvöld Nú þegar sumarið er komiðflykkjast fullorðnir ogbörn út í sólina. Sólingefur okkur kærkomna birtu og hlýju eftir langan vetur en einnig útfjólubláa geislun sem getur verið skaðleg ef við förum ekki var- lega. Þar sem húð barna er mun við- kvæmari en húð fullorðinna er það sérstaklega mikilvægt að börn sól- brenni ekki. Mikilvægt er að verja börn á fyrsta ári vandlega; sólhattur og þunn sumarföt henta þeim vel. Staðsetjið barnavagninn í skugg- anum eða notið sólhlíf. Ef farið er út í sólina milli kl. 11 og 15 er besta vörnin föt og hattur, en sólaráburð má bera á þau svæði sem eru óvarin. Áburðurinn verður að vera með sólarvarnarstuðulinn 15 eða hærri, allt eftir aðstæðum. Okk- ur hættir til að brenna í andliti, á eyrunum og aftan á hálsi. Barða- breiðir hattar veita þar góða vörn. Útfjólublá geislun, hvort sem hún kemur frá sólinni eða ljósabekkjum, er aðalorsök húðkrabbameina. Á Ís- landi greinast yfir 300 manns með Hollráð um heilsuna Húðin gleymir ekki sól- bruna ódýrt og gott HM Lúxushamborgarar, 2 hamborgarar, 2 brauð, beikonsneiðar, BBQ sósa, ostur og Pepsi eða Pepsi Max, 1 l 798kr.pk. 10 Daglegt líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.