Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Vuvuzela bannað á leikjum HM? 2. Gunnlaugur setti heimsmet 3. Ristilskolun kann að valda … 4. Aðeins 45 cm í brúargólfið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Rumon kveður“ var yfirskrift sin- fóníutónleika sem haldnir voru 10. júní sl. en þeir voru þeir síðustu sem Rumon Gamba stýrir með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Og Rumon kvaddi með stæl. »23 Morgunblaðið/Einar Falur Rumon Gamba kvaddi með stæl  Bardagaíþrótta- maðurinn Gunnar Nelson er á for- síðu júníheftis tímaritsins Phys- ique MMA. Í ritinu er fjallað um feril hans í bardaga- íþróttum í máli og myndum undir fyrirsögninni „Fighter Born To Win“. Þá er einnig að finna viðtal við hann í nýjasta tölublaði glímuritsins Gracie Magazine. Gunnar á forsíðu Physique MMA  Flautuleikarinn Melkorka Ólafs- dóttir hlaut í síðustu viku 4. verðlaun í alþjóðlegu Carl Nielsen-tónlistar- keppninni í Óðinsvéum í Danmörku. Yfir 170 flautuleikarar sóttu um þátttöku og komust aðeins fjór- ir í úrslit. Níu heimskunnir flautuleikarar sátu í dómnefnd, m.a. Toke Lund Christiaen- sen. Melkorka í 4. sæti í virtri tónlistarkeppni Á þriðjudag og miðvikudag Suðvestan 5-10, skýjað og súld með köflum sunnan- og vestanlands, en heldur hægara og bjartviðri norðan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í sunnan og suðaustan 10-15 með rigningu eftir hádegi, fyrst vestantil, en hægari vindur og þurrt á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR Þjóðverjar mættu heldur betur ferskir til leiks á HM í fótbolta í gær og gjörsigr- uðu lið Ástrala, 4:0. Þeir hefðu getað unnið enn stærri sigur og eru sann- færandi í byrjun móts. Gana lagði Serbíu að velli, 1:0, í sama riðli og Slóvenía tók forystuna í C-riðli keppn- innar með því að sigra Alsír, 1:0. Í dag heldur veislan áfram, m.a. með leik Hol- lands og Danmerkur. »4-5 Þjóðverjar byrja HM með látum Valdís Þóra Jónsdóttir vann í gær sinn annan sigur í jafnmörgum mót- um á mótaröðinni í golfi þetta sum- arið. Hún var þó ekki ánægð með frammistöðuna. „Ég skil eiginlega ekki hvernig ég náði þessu skori. Það má segja að það eina sem ég er ánægð með sé sigurinn,“ sagði Valdís Þóra við Morgunblaðið þegar sigur- inn var í höfn. »7 Skil ekki hvernig ég náði þessu skori ÍÞRÓTTIR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Margt í Fjallræðunni á ótrúlega vel við í samtíma okkar, svo sem fyrir- gefningin, að við skulum ekki dæma, af ávöxtum hvers manns megi hann þekkja og varast skuli falsspámenn,“ segir Þórhallur Heimisson, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Í árlegri fjallgöngumessu safn- aðarins í gær var gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga. Lagt var upp frá Kaldárseli þar sem prestur- inn vitnaði í 121. Davíðssálminn „Ég hef augu mín til fjallanna“. Á leiðinni á fjallið var svo áð stöku sinnum þar sem Þórhallur vitnaði í valin erindi úr Fjallræðunni, sem á stundum hef- ur verið nefnd stjórnarskrá kirkj- unnar. Skemmtileg morgunstund Um fjörutíu manns tóku þátt í þessu helgihaldi sem hefur jafnan mælst vel fyrir. „Þetta var falleg og skemmtileg morgunstund og þegar við komum upp á efsta hjalla á fjall- inu settumst við niður og gæddum okkur á þeim samlokum sem við fengum smurðar fyrir göngu,“ segir Þórhallur. Hann segir marga fleiri en safn- aðarfólk hafa verið á fjallinu í gær- morgun – og raunar voru um 140 manns búnir að skrifa sig í gesta- bókina sem þar er síðdegis í gær. Í starfi Hafnarfjarðarkirkju er hefð fyrir því að brjóta upp hefð- bundið kirkjustarf þegar komið er fram á sumar, til að mynda með fjallmessunni. Stefnt til Krýsuvíkur Á Jónsmessu, sem er um komandi helgi, stendur samkvæmt venju til að efna til messu í Krýsuvík en sem kunnugt er brann kirkjan þar sl. vet- ur. Mikill missir þótti að litlu timb- urkirkjunni þar sem var byggð árið 1857. Strax vaknaði mikill áhugi á end- urgerð hennar og hefur nú verið ákveðið að kirkjusmíði verði verk- efni trésmíðanema við Iðnskólann í Hafnarfirði næsta vetur. Væntir Þórhallur þess að messa megi í Krýsuvík á næsta ári. Ljósm./Sr. Friðrik Hjartar Ritningarlestur Sr. Þórhallur Heimisson les úr Fjallræðunni á Helgafelli, bæjarfjalli Hafnfirðinga, í gær en margt úr henni þykir hæfa á líðandi stund. Las úr Fjallræðunni á Helgafelli  Helgihald Hafnfirðinga á fjallinu  Dæmum ekki og vörumst falsara Margt í Fjallræðu Frelsarans hefur, að sögn séra Þórhalls Heimissonar sóknarprests, beina skírskotun í aðstæður líð- andi stundar á Íslandi þar sem enn hefur ekki verið bitið úr nál- inni í uppgjöri efnahagshruns- ins. Þar vitnar Þórhallur til varn- aðarorða um falsspámenn. „Þeir koma til yðar í sauðaklæð- um en innra eru þeir gráðugur vargur. Af ávöxtum þeirra skul- uð þér þekkja þá.“ Vargurinn er gráðugur FJALLRÆÐA Í NÚTÍMANUM Eyjamenn eru komnir í efsta sæti úr- valsdeildar karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í sex ár eftir sigur á Fylk- ismönnum, 1:0, í Vestmannaeyjum í gær. Þeir eru stigi á undan Keflvík- ingum sem taka á móti Haukum í kvöld en þá fara fram fimm leikir í deildinni. »3 ÍBV komið á toppinn eftir sigur á Fylki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.