Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Get Him to the Greek kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 12 ára Streetdance 3D kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Get Him to the Greek kl. 5:30 - 8 - 10:25 LÚXUS Húgó 3 íslenskt tal kl. 6 LEYFÐ
Robin Hood kl. 5 - 8 B.i. 12 ára Snabba Cash kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Streetdance kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Snabba Cash kl. 8 B.i. 16 ára
Get Him to the Greek kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Oceans kl. 5:45 LEYFÐ
Youth in Revolt kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára
„The A-Team setur sér það einfalda markmið
að skemmta áhorfendum sínum með látum, og
henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!”
-T.V. - Kvikmyndir.is
ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA
MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS!
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÓI
FYRSTA DANSMYNDIN Í 3D - FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA!
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í BRETLANDI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú bo
Knattspyrna er alltumlykjandi
þessa dagana. Heimsmeistaramótið
er komið á fulla ferð í Suður-Afríku
í allri sinni dýrð og í gær léku þjóð-
þekktir einstaklingar knattspyrnu
á gervigrasvellinum í Laugardal
gegn íþróttafélaginu Styrmi.
Tilgangurinn með leiknum var
að sýna samstöðu með verkefninu
Stand Up United sem er á vegum
mannréttindasamtakanna Am-
nesty International. Þótt áhorf-
endur hafi verið öllu færri á gervi-
grasvellinum en í S-Afríku var
engu að síður fjör, skífum var þeytt
af DJ Maísól og Ari Eldjárn og
Saga Garðarsdóttir voru með uppi-
stand í leikhléi.
Í liði hinna þjóðþekktu voru m.a.
Halla Gunnarsdóttir, Gulli Helga,
Sigmar Guðmundsson, Jörundur
Ragnarsson og Þóra Karítas Árna-
dóttir. Sýndu leikmenn ágætis-
tilþrif í sparkinu og sumir grófari
en aðrir eins og gengur og gerist í
boltanum. Enginn mun þó hafa sýnt
álíka fótafimi og Messi eða verið
janfgrófur og Zidane á HM hér um
árið. helgisnaer@mbl.is
Simmi Sigmar úr Kastljósi tók leikmann Styrmis engum vettlingatökum.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Og það er Simmi! Hér virðist mark vera í uppsiglingu hjá Sigmari Guðmunds.
Halla á móti Styrmi Halla Gunnarsdóttir með’ann, Gulli Helga fyrir aftan.
Sparkað í þágu mannréttinda
Vígalegur
Leikarinn
Jörundur
Ragnarsson
var lit-
skrúðugur.
Talsmaður leik-
konunnar Jodie
Foster segir hana
ekki hafa ráðist á
táning í versl-
unarferð eins og
sagt hefur verið
frá á netinu.
Foster hafi verið
hundelt af ungum
ljósmyndara í
verslanamiðstöð í Los Angeles í maí
sl. og orðið öskuvond þegar hann
hafi neitað að láta hana í friði. Í lög-
regluskýrslu vegna atviksins segir
aftur á móti að táningspiltur hafi
spurt leikkonuna hvort hann mætti
taka mynd af henni og hún hafi orðið
bálreið og ráðist á hann. Faðir
drengsins lýsti atvikinu fyrir lög-
reglu með þeim hætti.
Ólíkar
lýsingar
Jodie Foster
Breska leik-
konan Billie Pip-
er staðfesti í lið-
inni viku að gera
ætti kvikmynd
upp úr sjón-
varpsþáttunum
Secret Diary of a
Call Girl en þeir
eru byggðir á
bloggi og bókum
vændiskonu sem nefndi sig Belle de
Jour. Í fyrra kom í ljós að höfundur
bloggsins og bókanna er Brooke
nokkur Magnanti. Í sögunum og
þáttunum segir af vændiskonu í
London sem þjónar moldríkum körl-
um, daglegu lífi hennar og vanda-
málum. Piper sagði í samtali við Sun
að verið væri að vinna að kvikmynd
um vændiskonuna en fjórða þátta-
röðin er í vinnslu hjá sjónvarpsstöð-
inni ITV2.
Vændiskona
á leið í bíó
Billie Piper