Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 25
Menning 25FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Fiskidagurinn Dalvík 4. - 8. ágúst Föstudagskvöldið er fiskisúpukvöld, allir bæjarbúar bjóða upp á fiskisúpu. Skemmtun á sviðinu alla helgina. Fimm þúsund friðardúfublöðrum sleppt, knúskort og allir knúsast. Bryggjusöngur, stærsta pizza landsins bökuð, hálfmaraþon og kappreiðar. Mærudagar Húsavík 22. - 25. júlí Uppskeruhátíð félagasamtaka bæjarins. Litaþema, bænum skipt í þrjú litahverfi, góðlátleg keppni á milli hverfa og fyrirtækja.Húsfirsk skemmtiatriði, fjöl- skylduskemmtun, grill og leiktæki fyrir börnin. Bræðslan Borgarfjörður eystri 23. - 25. júlí Tónlistarhátíð á Borgarfirði. Í ár spila breska hljómsveitin Fanfarlo,Dikta,KK og Ellen, 200.000 Naglbítar ogmargir fleiri. Að jafnaði mæta um tvö þúsundmanns á Bræðsluna. Þjóðhátíð Vestmannaeyjar 30. júlí - 2. ágúst Óumdeilanlega stærsta útihátíð Íslands. Dikta, Buff og fleiri tónlistarmenn. Páll Óskar á Húkkaraballi. Haldin í Herjólfsdal.Brekkusöngur og brenna.Rútur og bekkjabílar ferja fólkið allan sólarhringinn. LungA Seyðisfjörður 12- 18 júlí Listahátíð á Austurlandi. Listasmiðjur,myndlistarsýning, leiksýning og fjöldi tónleika. Meðal tónlistarmanna verða Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafs- son,Sigurður Flosason,Kjartan Valdimarsson,SuddenWeather Change,Benni HemmHemm,Óli ofur, Hjaltalín,Seabear og Bloodgroup. Neistaflug Neskaupstaður Verslunarmannahelgin Hvert hverfi heldur sína hátíð sem sameinast í Neistaflugi.Gunni og Felix keyra á pallbíl á milli hverfa og halda uppi stuðinu.Skrúð- ganga og grill. Skeljahátíð Hrísey 16. -18. júlí Grilluð skel, reykt skel, skel og franskar í boði boði.Brenna við bryggjuna. Óvissuferð, listflug, ratleikur og sjósund. Íslandssmeist- aramót í skeljakappáti, í fyrra kepptu Hallgrímur Helgason og Stefán Eiríks- son til úrslita.Söngvakeppni, fjöruferð og leiktæki fyrir börnin. Ágúst 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 September NeistaflugNeskaupstað ÞjóðhátíðVestmannaeyjum Fiskidagurinn Dalvík Gæran Sauðárkróki LjósanóttKeflavík Humarhátíð Höfn í Hornafirði 2. - 4. júlí Ingó ogVeðurguðirnir á stórdansleik ásamt heimahljómsveitum. Jóhanna Guðrún syngur nokkur vel valin lög.Ólafía Hrönn verður kynnir dagskrárliða. Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna. Kassabílarall, golfmót og nóg af humrum. Fjölmargar hátíðir eru haldnar víðsvegar um landið hvert sumar. Hátíð má finna í nánast hverju plássi og vinsælt er að fólk ferðist þvert yfir landið til að sækja heimaslóðirnar heim og taka þátt í hátíðarhöldunum. Hér gefur að líta helstu hátíðir sumarsins þó alls ekki sé um tæmandi talningu að ræða. Upplýsingarnar fengust frá skipuleggjendum hverrar hátíðar en augljóst er að nóg er um að vera í sumar fyrir þá sem vilja ferðast um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.