Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
✝ Birgir Finnssonfæddist á Akur-
eyri 19. maí 1917.
Hann lést í Reykjavík
þann 1. júní 2010.
Foreldrar hans
voru Finnur Jónsson,
alþingismaður og ráð-
herra, f. 1894, d. 1951,
og Auður Sigurgeirs-
dóttir, f. 1888, d. 1935.
Birgir var næstelstur
6 alsystkina, þau eru
auk hans Þuríður
(1915-1993), Ásta
(1919-2007), Ingibjörg
(1921-2003), Finnur (1923-2000) og
Jón, f. 1926.
Birgir kvæntist 14. október 1944
Arndísi Árnadóttur, f. 22. maí 1921,
d. 25. júní 2008. Foreldrar hennar
voru Árni B. Ólafsson og Málfríður
Jónsdóttir á Ísafirði. Börn Birgis og
Arndísar eru: 1) Auður Þorbjörg, f.
1945, gift Páli Skúlasyni, f. 1945.
Börn þeirra: a) Birgir, f. 1966,
kvæntur Regínu Ásvaldsdóttur, f.
1960. Dætur Birgis með Þórhildi
Tómasdóttur eru Auður Kolbrá, f.
1989, og Brynhildur, f. 1990, d.
1990. Dætur Regínu eru Erna
María, f. 1981 og Ýr, f. 1984, Þrast-
ardætur. b) Kolbrún Þorbjörg, f.
1971, gift Róberti Haraldssyni, f.
1959; börn þeirra eru Ragnhildur, f.
1994, Kolbrún Brynja, f. 1997 og
Páll Kári, f. 2001. Dætur Kolbrúnar
með Mími Ingvarssyni eru Sunna
Ösp, f. 1986 og Sóley Auður, f. 1991.
c) Andri Páll, f. 1974; fyrri kona
hans var Þóra Bryndís Þórisdóttir,
f. 1971, sonur þeirra er Sindri Páll,
f. 1994. Seinni kona Andra er
Brynja Þóra Guðnadóttir, f. 1976;
börn þeirra eru Dýrleif Sjöfn, f.
2002 og Úlfur Páll, f. 2004.
2) Finnur, f. 1946, kvæntur Sig-
urbjörgu Pálsdóttur, f. 1944. Börn
þeirra: a) Birgir, f. 1967, sambýlis-
kona Ólöf Björnsdóttir, f. 1970;
börn þeirra eru Brynja, f. 1995,
Þóra, f. 2000 og Eva, f. 2009. b) Jón
Hrói, f. 1972, sambýliskona Anna
Louise Júlíusdóttir, f. 1977; barn
fram til 1945 þegar stríðinu lauk.
Það ár tók hann við stöðu fram-
kvæmdastjóra Samvinnufélagsins
og gegndi henni til 1961. Hann
hafði með höndum umboð Bruna-
bótafélags Íslands 1954-1970 og var
vararæðismaður Svíþjóðar á Ísa-
firði 1958-1970.
1944 kvæntist Birgir Arndísi
Árnadóttur og hófu þau búskap í
Neðstakaupstað á Ísafirði, í einu
elsta húsi landsins í nágrenni við
fiskihöfn og fjöru, skipasmíðastöð
og annan atvinnurekstur. Í Neðsta
bjuggu þau öll Ísafjarðarár sín og
ólu þar upp börnin fjögur.
Birgir gekk ungur til liðs við Al-
þýðuflokkinn. Hann sat í bæjar-
stjórn Ísafjarðar 6 kjörtímabil 1942-
1966 og var forseti bæjarstjórnar í
tíu ár. Ritstjóri Skutuls var hann
1949-1971. 1959 var hann kosinn á
Alþingi í nýju Vestfjarðakjördæmi
og sat á þingi þrjú kjörtímabil, til
1971. Fyrsta kjörtímabilið var hann
annar varaforseti sameinaðs Al-
þingis en 1963 var hann kjörinn for-
seti sameinaðs Alþingis og gegndi
því embætti í átta ár samfellt, leng-
ur en nokkur annar í sögu þingsins.
Í forsetatíð hans jukust mjög al-
þjóðleg samskipti Alþingis og
margvíslegar umbætur voru gerðar
á starfsumhverfi þess. Birgir starf-
aði í atvinnutækjanefnd 1956-1961
og var skipaður í nefndir um endur-
skoðun laga um tekjustofna sveitar-
félaga, um síldarútvegsnefnd o.fl.,
jarðræktarlaga og um Skipaútgerð
ríkisins. Hann sat allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna 1961 og 1971.
1967-1986 var hann í stjórn Sam-
ábyrgðar Íslands á fiskiskipum.
Hann var kjörinn af Alþingi í Síld-
arútvegsnefnd 1971-1973 og 1980-
1991, var formaður hennar 1971-
1973 og 1980 og varaformaður
1981-1990. Árið 1971 þegar þing-
setu Birgis lauk fluttu þau hjónin
búferlum til Reykjavíkur og hófu
bæði störf á Endurskoðunarskrif-
stofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar.
Birgir lét af störfum þar 1993, 76
ára að aldri.
Útför Birgis verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, mánudaginn
14. júní, og hefst athöfnin kl. 15.
þeirra er Embla
Björk, f. 2002. c) Páll
Tómas, f. 1975, sam-
býliskona Ulrike Mar-
ie Steen, f. 1978. Son-
ur Finns og Helgu
Sigurðardóttur er
Árni, f. 1963; sonur
Árna og Steingerðar
Kristjánsdóttur er
Árni Hjörvar, f. 1984.
3) Arndís, f. 1948,
sambýlismaður Sig-
mundur Sigurðsson, f.
1950. Börn hennar og
Jörundar Guðmunds-
sonar eru a) Anna Kristín, f. 1968,
gift Finni Rósinbergssyni, f. 1963;
börn þeirra eru Jóhann Arnar, f.
2000 og Júlíus Örn, f. 2004. b) Finn-
ur, f. 1972, kvæntur Írisi Björk Haf-
þórsdóttur, f. 1973; börn þeirra eru
Lena Kristín, f. 1998 og Hafþór
Orri, f. 2003. c) Guðmundur, f. 2001,
fyrrv. sambýliskona Margrét Jóns-
dóttir, f. 1974; börn þeirra eru Guð-
mundur Aron, f. 2001 og Vigdís
Erla, f. 2005. 4) Björn, f. 1951,
kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugs-
dóttur, f. 1951. Börn þeirra: a) Arna
Þórunn, f. 1970, gift Erlendi Sæv-
arssyni, f. 1970; börn þeirra eru
Ylfa Rán, f. 1996 og Ernir, f. 2005.
b) Gunnar Björn, f. 1974, kvæntur
Theodóru Mýrdal, f. 1975; börn
þeirra eru Andri Þór, f. 2003 og Jó-
hanna Arna, f. 2006. c) Árni Stefán,
f. 1979, sambýliskona hans er Sól-
veig Rós Einarsdóttir.
Fjölskylda Birgis flutti frá Akur-
eyri til Ísafjarðar árið 1920 þegar
faðir hans gerðist póstmeistari þar.
Birgir lauk stúdentsprófi frá MA
1937 og hóf þá um haustið nám í
hagfræði við Stokkhólmsháskóla.
En heimsstyrjöldin síðari batt enda
á námið þar og hann kom alkominn
heim 1939. Hann hafði á sumrum
annast síldarútgerð og söltunarstöð
Samvinnufélags Ísfirðinga á Siglu-
firði og gerði það áfram til ársins
1955. Eftir að hann hvarf frá námi
annaðist hann einnig afgreiðslu
fiskflutningaskipa til Englands
Birgir Finnsson, tengdafaðir minn,
var tignarlegur maður, gæddur ein-
stökum virðuleika og stillingu. Frá
honum stafaði friður sem allir í um-
hverfi hans fundu og nutu. Veröldin ró-
aðist hvar sem hann kom. Fólk þrosk-
aðist að viti og visku við það eitt að
blanda geði við hann. Sjálfur setti hann
ekki lífsvisku sína á blað. Boðskapur
Birgis Finnssonar var hann sjálfur:
Lífsmáti hans, framkoma og hugsun-
arháttur.
Hver var lífsmáti Birgis? Að kunna
sér hóf ávallt og undir öllum kringum-
stæðum. Þeir sem hugleitt hafa mann-
legt siðferði vita að þetta er undir-
stöðudyggðin. Þeir sem ekki temja sér
hófsemi spilla gæðum lífsins og hætta
smám saman að geta notið þeirra. Ein
þeirra örfáu lífsreglna sem Birgir til-
einkaði sér ungur var að neyta aldrei
of mikils, hversu ríkulega sem fram
væri borið.
Framkoma Birgis einkenndist af
kurteisi, tillitssemi og virðingu fyrir
mönnum og málefnum. Heiðarleiki var
honum í blóð borinn. Hann var fast-
heldinn á gömul og góð gildi. Yfirveguð
umræða var honum að skapi, en hann
lagði sig ekki eftir kappræðu. Hann
hafði hlýja kímni til að bera sem var í
samræmi við velvild hans í garð allra
manna.
Lífsmáti Birgis og framkoma end-
urspegluðu hugsunarhátt hans sem
einkenndist af jafnaðargeði og þeirri
jafnaðarmennsku sem hann tók í föð-
urarf. Birgir flíkaði ekki trú sinni, en
lífsafstaða hans var skýr: Okkur ber að
virða lögmál veruleikans og sýna stöð-
uga viðleitni til réttsýni og sanngirni.
Ég spurði Birgi eitt sinni hvaða
dyggð hann teldi mestu skipta. Og
hann svaraði: „Ætli það sé ekki að vera
sjálfum sér trúr.“ En hver er ég sjálf-
ur, hver erum við sjálf? Er það ef til vill
þetta sem við þurfum að skilja og læra
að takast á við til að móta þá lífsstefnu
sem dugar til að leiða okkur út úr þeim
hremmingum sem oflæti og óhóf hafa
leitt yfir okkur?
Til að móta sjálf okkur þurfum við
að velja okkur fyrirmyndir: Ætti ég
eina ósk handa niðjum Birgis, þá er
hún sú að þeir temji sér þá hófsemi
sem hann sýndi ávallt í hegðun sinni.
Ætti ég eina ósk handa alþingismönn-
um, þá er hún sú að þeir taki fram-
komu hans sér til fyrirmyndar. Ætti
ég eina ósk handa íslenskri þjóð, er
hún sú að hún tileinka sér þann hugs-
unarhátt sem hann tamdi sér.
Birgir Finnsson lifði í sátt við sjálfan
sig og heiminn og eltist ekki við hverful
gæði veraldarinnar. Hann hafði full-
komið taumhald á þeim ástríðum
þremur sem oftast verða til þess að
menn bregðast sjálfum sér, en þær eru
metorðagirndin, valdafíknin og þráin
eftir að eignast æ meira. Stundum
finnst mér að Birgir hafi skotist hingað
í heimsókn úr öðrum og æðri veruleika
til að minna okkur á að hemja hams-
lausa lífsþrána og beina henni á braut-
ir farsældar og þroska. Án þess að láta
nokkurt styggðarorð falla, án þess að
ánetjast nokkrum vegtyllum, án þess
að boða nokkra trú – nema ef vera
skyldi þá að sem manneskjur stöndum
við öll jöfn andspænis eilífðinni og eig-
um að styðja og styrkja hvert annað í
baráttunni fyrir betri heimi. Blessuð
sé minning Birgis Finnssonar.
Páll Skúlason.
Núna þegar ég sest og rita fátækleg
orð á blað um afa sem lést þann 1. júní
síðastliðinn þá finnst mér orð mín vera
fátækleg samanborið við þá ævi sem
afi lifði og þá sigra sem hann vann í
þágu lands og þjóðar.
Afi minn fæddist á Akureyri 19. maí
1917, ungur fluttist hann til Ísafjarðar
og það var þar sem hann kynntist
henni ömmu, Arndísi Árnadóttur, sem
lést árið 2008.
Þegar ég horfi til baka og hugsa um
lífshlaup afa þá get ég ekki annað en
dáðst að því hvernig lífi hann lifði og
þeim kærleik sem frá honum streymdi.
Ég man það ávallt þegar ég var að
byrja að vinna 15 ára gömul hvað það
var gott að koma til þeirra.
Það var notalegt að sitja þarna í hlý-
legu eldhúsinu hjá afa og ömmu, hlusta
á hádegisfréttirnar, borða skyr og
svartfuglsegg með afa á meðan amma
var að bauka eitthvað í eldhúsinu.
Afi var alltaf rólegur, yfirvegaður og
hlýlegur í framkomu við okkur börnin.
Það voru ófá skipti sem dótakassinn
góði var dreginn fram og afi tók þátt í
leik okkar.
Þegar ég var komin fram yfir ung-
linsárin fluttist ég til útlanda og bjó í
Svíþjóð á annan áratug og voru okkar
samverustundir því ekki eins margar
af þeim sökum, en þegar ég fluttist aft-
ur heim fyrir 11 árum og stofnaði mína
fjölskyldu þá tókum við upp þráðinn
aftur og áttum saman góðar stundir.
En innihald samræðnanna hafði
breyst og nú skynjaði ég afa á annan
hátt, núna var afi orðinn maður sem
hafði mjög mikla yfirsýn yfir það sem
heimurinn hefur upp á að bjóða.
Þannig breyttust okkar samræður
úr því að vera barnaleikir yfir í að vera
heimspekilegar vangaveltur um lífið
og tilveruna en þegar afi spjallaði við
drengina mína þá sá ég aftur þann afa
sem ég man eftir sem barn.
Stjarna á himni skín þar skært
og nálgast englanna her.
Eins og lífsins vatnið tært
hún dvelur ávallt hjá mér.
(fgr)
Anna Kristín Jörundsdóttir og
fjölskylda.
Afi minn Birgir Finnsson tilheyrir
kynslóð sem er hverfandi í íslensku
samfélagi. Með honum hverfur víðtæk
reynsla og þekking sem við fengum
notið en vildum njóta miklu lengur.
Ekki síst vegna þess hve tímarnir eru
viðsjárverðir í dag. Þó er sú ósk eig-
ingjörn því afa var úthlutað heilum 93
árum og hann lagði sitt af mörkum á
umbrotatímum í sögu íslensku þjóðar-
innar. En þau eru örlög okkar að eiga
hér á jörðu í raun aðeins eina örskots-
stund, eitt dagkorn í stundaglasi al-
heimsins.
Ég er ákaflega stolt af afa Birgi, því
hann var dygðugur maður og góður.
Við leitumst flest við að vera góðir
meðborgarar, að standa okkur vel í
starfi, hlúa að okkar nánustu og koma
vel fram við náungann. Þannig maður
var Birgir Finnsson. Hlýr, traustur og
skynsamur. Hlýjuna fundum við
barnabörnin glöggt í faðmlaginu þétta
hvert sinn sem við heilsuðumst og
kvöddumst – lagði hönd á kinn, þrýsti
þétt og smellti kossi. Traustur, segi ég,
því hann var einstaklega reglusamur
og stóð ávallt við orð sín. Aðrir votta
um hve vel hann rækti skyldur sínar
og störf – ég get einungis vottað hve
traustur og góður afi hann var enda
fædd fyrst sama ár og hann lét af þing-
störfum árið 1971. Þingmanninn Birgi
þekkti ég því ekki, endurskoðandann
Birgi þekkti ég eilítið, en afann Birgi
þekkti ég vel. Ég hefði gjarnan viljað
þekkja unga sjómanninn Birgi, út-
gerðarmanninn Birgi, litla guttann
Birgi sem sendur var sex ára gamall
með afa sínum á báti frá Ísafirði til Ak-
ureyrar þar sem hann síðan dvaldi
flest sín æskusumur hjá afa sínum og
ömmu sem áttu bæ við Hafnarstræti.
Afi lærði snemma að taka til hend-
inni og leggja sitt af mörkum. Móðir
hans, Auður Sigurgeirsdóttir, féll frá
manni og sex börnum, og var afi þá 18
ára. Fregnin af andláti hennar barst
honum við störf úti á sjó og var mikið
áfall. Faðir hans, Finnur Jónsson,
dvaldi mikið fjarri heimilinu á Ísafirði,
enda alþingismaður í Reykjavík, en
var börnum sínum án efa mikil fyrir-
mynd. Til er mynd af þeim feðgum, sá
eldri heldur kankvís um fallegan
tveggja ára hnokka sem brosir feiminn
við myndasmiðnum. Fallegri feðga er
fátítt að sjá. Ég vildi óska að ég hefði
heyrt fleiri frásagnir frá fyrri tíð, en afi
var sögumaður góður. Minnið brást
ekki og hugsun hans var skýr til hinstu
stundar. Síðustu árin skipulögðum við
afi oft saman innkaupaferðir og þar
stóð aldrei á neinu, alltaf var hann
tilbúinn til brottfarar þegar ég renndi í
hlað. Og innkaupalistann hans afa
kunni ég utan að, þar var kjarngóður
íslenskur matur í fyrirrúmi: skyr, síld,
rúgbrauð, lýsi, fiskur, kartöflur – já, og
svo mikið af ávöxtum því afi borðaði
hollan mat. Ég dáðist að reglusemi
hans og heilbrigði.
Afi átti góða eiginkonu, Arndísi
Árnadóttur, sem lést fyrir tveimur ár-
um. Missir afa var mikill enda áttu þau
að baki 63 farsæl hjúskaparár. Hugg-
un er harmi gegn að þau fengu að eyða
saman rólegu ævikvöldi og gátu litið
sátt yfir farinn veg. Dagsverkinu luku
þau með sóma og mörkuðu þann veg
sem þau kusu afkomendum sínum til
handa. Megum við bera gæfu til að
fylgja honum.
Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir.
Hann afi okkar, Birgir Finnsson, er
látinn. Hann kvaddi þennan heim með
þeirri virðingu og reisn sem alltaf hef-
ur einkennt hann, um tveimur árum
eftir andlát ömmu okkar, Arndísar
Árnadóttur. Fyrir okkur bræðrum
voru þau afi og amma óaðskiljanleg
eining. Það var alltaf ljúft og gott að
koma til þeirra, hvort sem var í skyr í
hádeginu eða í gistingu á Háaleitis-
brautinni. Hjá þeim höfum við ávallt
átt gott skjól, getað sótt hvatningu í
hverju því sem við höfum tekið okkur
fyrir hendur og átt margar ánægju-
legar samverustundir.
Afi var til langs tíma í hringiðu þjóð-
málanna, bæði í stjórnmálunum á Ísa-
firði og á Alþingi, með góðum stuðn-
ingi frá ömmu. Þetta var að mestu
fyrir okkar tíð en það var alltaf jafn
gaman að heyra afa segja frá sam-
ferðamönnum sínum, atburðum í sögu
þjóðarinnar og ekki síst frá fjölskyld-
unni sem skipti hann svo miklu. Fróð-
leikurinn var víðtækur og sögurnar
margar, og það er ómetanlegt fyrir
okkur að hafa fengið að heyra þær frá
fyrstu hendi. Þrátt fyrir háan aldur
fylgdist afi mjög vel með og það var
sönn ánægja að ræða við hann um
menn og málefni.
Tengslin við Vestfirði og Ísafjörð
voru alla tíð sterk á heimili ömmu og
afa og það gladdi þau mikið þegar sá
elsti okkar, alnafni afa, fór til Ísafjarð-
ar til náms. Þar voru ræturnar, og það
fór ekki á milli mála þegar þessi ungi
maður kynnti sig fyrir vestan að nafnið
vakti ákveðna athygli og virðingu hjá
fjölda Ísfirðinga.
Lifandi áhugi er það sem einkennir
minninguna um afa og ömmu öðru
fremur. Þau sýndu afkomendum sín-
um óþrjótandi áhuga, spurðu margs og
fylgdust vel með í lífi hvers og eins.
Það átti ekki síst við um barnabörnin
og barnabarnabörnin og á afmælum
var eitt víst, alltaf mátti treysta á lítinn
pakka eða fallega kveðju frá þeim, þótt
hópurinn væri orðinn stór. Eitt það
síðasta sem afi gerði, þrátt fyrir að
heilsan væri orðin bágborin, var að
halda upp á 93 ára afmælið sitt. Hann
vildi sjá fólkið sitt og eiga með því góða
stund. Fátt lýsir afa Birgi betur, fjöl-
skylduáhuginn hélst óskiptur fram að
lokastundinni.
Nú er tómlegt um að litast í íbúðinni
á Kleppsveginum, þar sem amma og
afi eyddu síðustu æviárunum saman.
Hægindastólarnir eru tómir og enginn
að leysa dönsku krossgáturnar sem
hafa verið fastur liður í rólegri og
öruggri tilveru þeirra heiðurshjóna.
Það er skrýtið til þess að hugsa að þau
séu farin.
Við kveðjum þau hins vegar í þeirri
vissu að þau lifðu löngu og góðu lífi og
að við fjölskyldan getum verið stolt og
þakklát fyrir þau gildi sem þau hafa
gefið okkur.
Verið þið kært kvödd, elsku amma
og afi, ykkar verður minnst með virð-
ingu og söknuði.
Birgir Finnsson, Jón Hrói Finns-
son og Páll Tómas Finnsson.
Drenglyndi, heiðarleiki, hógværð,
umhyggja, þetta eru bara nokkur orð
íslenzkrar tungu er lýsa góðum eigin-
leikum einhvers sem í hlut á. Það segir
mikið um elzta móðurbróður minn,
Birgi Finnsson, að öll þessi orð áttu við
hann og er þó hvergi of sagt. Ósjálfrátt
hvarflar hugurinn aftur í tímann, þeg-
ar stórfjölskylda afa míns Finns Jóns-
sonar, bjó í Neðstakaupstaðnum á Ísa-
firði. Inn í þann heim fæddist ég og átti
fyrstu bernskuárin með þeim móður-
systkinum mínum. Þuríður, sem var
elzt þeirra systkina, var að vísu flutt að
heiman, Ásta gifti sig svo fljótlega en
ásamt móður minni Ingibjörgu voru
bræðurnir Birgir, Finnur og Jón eftir
heima og þær eru margar og allar góð-
ar minningarnar um þessi ár. Þeir
bræður sögðu mér ýmsar sögur og
voru sumar nokkuð ýktar eins og t.d.
sagan af því þegar einn þeirra stakk
sér til sunds af háu bryggjunni og fest-
ist með höfuðið í sandbotninum og hin-
ir hlupu heim að ná í skóflu til að moka
hann upp! Að sjálfsögðu trúði telpan
hverju orði. Ég minnist sumra er þeir
bræður fóru norður á Siglufjörð ásamt
afa á síldina, drengirnir krúnurakaðir
og flottir. Þeim var fylgt niður á
bryggju, síðan var hlaupið heim í
Neðsta, náð í handklæði og farið niður
í fjöru Sundamegin til að veifa er bát-
arnir fóru út Sundin, svo var hlakkað
til að fá þá heim aftur. Síðar kom að því
að Birgir stofnaði eigin fjölskyldu,
hann kvæntist Arndísi Árnadóttur og
bjuggu þau í Neðstakaupstaðnum
ásamt börnunum sínum allt þar til þau
fluttust til Reykjavíkur. Fyrstu árin
bjó fjölskylda mín með þeim í húsinu
og var samgangurinn mikill og hélzt
svo alla tíð. Birgir var mikill fjöl-
skyldufaðir sem umvafði eiginkonu og
börn ást og umhyggju. Aðfangadags-
kvöld í Neðstakaupstaðnum hjá Illu og
Birgi eru ofarlega í minningunni því að
eftir mat og gjafaupptöku var safnast
saman hjá þeim og þar var líka fjöl-
skylda Illu úr Mjógötunni og allir
drukku saman súkkulaði og nutu ljúf-
fengra veitinga. Já, vissulega er margs
að minnast og oft var leitað álits Birgis
og ráða. Þau hjón voru sjálfsagðir
gestir í öllum fjölskylduathöfnum, mér
Birgir Finnsson HINSTA KVEÐJA
Langafi var einn af þessu
fólki sem var alltaf með allt á
hreinu fannst mér, ég skil eig-
inlega ekki hvernig hann gat
þetta. Maður á tíræðisaldri,
sem samt var alltaf jafn dugleg-
ur að fara í göngutúra og borða
hollt og gera æfingar. Það var
mikill missir fyrir hann að
kveðja Arndísi eiginkonu sína
fyrir tveimur árum, en hann
hélt ennþá sínu striki og þrauk-
aði hér á plánetunni jörð aðeins
lengur, okkur öllum til mikillar
ánægju. Það var alltaf gaman
að hitta langafa, hann virtist
alltaf svo áhyggjulaus og tillits-
samur. Ég mun sakna þess að
geta ekki komið heim til lang-
afa og spjallað við kaffiborðið
um allt og ekkert. Við munum
öll sakna hans heitt og ég vona
að dvöl hans þarna uppi verði
eins ánægjuleg og hérna niðri.
Langafi og langamma eru nú
saman á ný. Ég kveð þau með
þökk.
Kveðja frá dótturdótturdótt-
ur,
Kolbrún Brynja Róbertsdóttir.