Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 14
fjandans. Ég hugsaði því með mér
eftir útgáfu skýrslunnar að stjórn-
völd og ráðherrar verða að gera sér
grein fyrir því að þeir bera áyrgð. Við
verðum að fylgjast vel með því sem er
að gerast og þó svo þetta sé sjálfstætt
dómsvald, sem er þriðji armur ríkis-
valdsins, þá fann ég til ábyrgðar,“
segir Ragna sem sendi bréf til
Hæstaréttar þar sem þeirri fyrir-
spurn var beint til réttarins hvort
þeir hefðu hug á að gera reglubundna
könnun á álagi á dómstólum þannig
unnt verði að meta á hverjum tíma á
hvaða hátt sé best að bregðast við
þessum aukna málafjölda.
Dómstólaráð svaraði fyrirspurn
ráðherra með mati sínu að fjölga
þurfi dómurum um þrjá. Hæstiréttur
starfar í deildum en lágmarksfjöldi
dómenda í hverju máli eru þrír.
Þannig mun fjölgun dómara vera
marklaus nema a.m.k. þrír séu skip-
aðir til viðbótar.
„Við metum þennan útgjalda-
auka á tæpar 72 milljónir á árs-
grundvelli. Þetta þýðir að sjálf-
sögðu aukin útgjöld til dómsmála
en dómsmálagjöld voru hækkuð
verulega núna um áramótin. Í
rauninni er það tekjuaukning fyrir
ríkissjóð, svo vonandi mun þetta
standa undir kostnaði,“ segir Ragna
sem vonast til að leggja frum-
varp um fjölgunina fyrir Al-
þingi í haust en fjölgun
dómara krefst lagabreyt-
ingar.
Ragna Árnadóttir dóms-
málaráðherra var formaður
nefndar sem lagði til við Björn
Bjarnason þáverandi dóms-
málaráðherra að brýnt væri að
koma á fót millidómstigi.
„Hæstiréttur lagði til fjölgun
dómenda um þrjá. Hins vegar til
lengri tíma litið verðum við að
móta okkur stefnu til að koma á
millidómstigi sem ég tel alveg
nauðsynlegt að verði komið á,
nýjum landsyfirrétti.
Ég hef mikinn áhuga á því en
það er kostnaðarsamt. Góðu
málin mega samt ekki drepast
þó fjárhagurinn sé þröng-
ur,“ segir Ragna sem tel-
ur þó brýnt að fjölga
dómendum við Hæsta-
rétt eins og staðan er í
dag en 148 mál bíða
munnlegs flutnings fyr-
ir réttinum.
Frekar en
millidómstig
FJÖLGUN DÓMENDA
Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vomir ennyfir óttinnum að efna-
hagskreppan sem
bærði fyrst á sér
síðsumars árið
2007 og náði hæst-
um hæðum ári síð-
ar hafi aðeins verið fyrri lota.
Markaðurinn, sem er óáþreif-
anlegur en þó talinn af mörg-
um hinn óskeikuli dómari, hef-
ur ekki enn gert upp hug sinn.
Verð á markaðsbréfum af öllu
tagi annars vegar og málmum
og öðru sem þykir fastara í
hendi hins vegar endurspeglar
óvissu hans og sama gera
sveiflur í verði gjaldmiðla.
Íslendingar fengu stóra
skellinn strax haustið 2008
þegar í ljós kom að eigendur
íslensku viðskiptabankanna
höfðu étið þá innan frá, svo
ekkert var að marka endur-
skoðaða reikninga þeirra sem
sýndu furðu sterka stöðu allt
til loka. Þessa mynd hefur
skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis dregið upp. Bankar
fóru víða um koll, til að mynda
vel á annað hundrað þeirra í
Bandaríkjunum einum, en
hvergi bankakerfið í heild eins
og gerðist hér á landi þar sem
það hékk allt á stóru við-
skiptabönkunum þremur. Þeir
voru sjálfir leiksoppar eigenda
sinna og eftir fall þeirra kom á
daginn að einn aðili skuldaði
yfir þúsund milljarða í bönk-
unum, dreift furðu jafnt á þá
alla. Þeir hefðu því allir fallið
fyrr eða síðar óháð banka-
kreppu en fóru fyrr vegna
hennar. Tíminn til að bregðast
við hugsanlegu nýju heimsá-
falli hefur verið illa nýttur hér
á landi, enda forystulaus ríkis-
stjórn í landinu
með veikan stuðn-
ing í þinginu og
enn minni hjá
þjóðinni. Hættu-
merki á alþjóð-
legum slóðum eru
mörg og verða sí-
fellt sterkari. Nú síðast komu
þau frá nýskipuðum forsætis-
ráðherra Japans, Naoto Kan,
sem talar opinskátt um hættu
á hruni efnahags landsins. Lík-
ir hann stöðu lands síns við
ástandið í Grikklandi um þess-
ar mundir. Grikkland er smá-
ríki í samanburði við Japan,
ekki síst í efnahagslegum
skilningi. Óttinn tengdur
Grikkjum er ekki efnahagslegt
mikilvægi þeirra, heldur þau
dómínóáhrif sem hrun lands-
ins kynni að valda. Fyrstu
kubbarnir sem horft er til í
þeirri röð eru Spánn, Portúgal,
Írland og Ítalía. Það er mat
flestra sem til þekkja að færu
þessir kubbar á hliðina myndi
móðurkubburinn, evran, ekki
standa það af sér í óbreyttri
mynd. Hún hefur átt nóg með
að fást við Grikklandsfárið eitt
og einangrað. Á slíkum óvissu-
tímum er dapurlegt að sjá
hvernig stjórnarmeirihlutinn
skipar málum í forgang. Dillur
eins og ESB-aðildarviðræður í
andstöðu við þjóðarviljann og
„stjórnlagaþing“ um tilbúna
þörf á stjórnarskrárbreyt-
ingum, sem hvergi hafa verið
rökstuddar með fullnægjandi
hætti, ýta brýnustu málum
þjóðarinnar til hliðar. Þekk-
ingarleysi núverandi ríkis-
stjórnar á þörfum þjóðar sinn-
ar er yfirgripsmikið en efst er
örugglega þekkingarleysið á
eigin vitjunartíma.
Nýr forsætisráð-
herra Japans líkir
efnahagsstöðu
landsins við hina
grísku}
Enginn viðbúnaður
Nú er knatt-spyrnu-
veisla, sem marg-
an kætir, enda sú
íþrótt sem nýtur
mestra vinsælda í
veröldinni. Suður-
Afríka, gestgjafi heimsmeist-
arakeppninnar, virðist ætla að
valda vel sínu hlutverki. Mun
það auka sjálfstraust landsins
og allrar álfunnar. Leikarnir
verða því ekki aðeins hin
ágætasta skemmtun heldur
einnig góður bautasteinn í
baráttu Afríku fyrir virðingu
og áliti. Árið 1936 voru haldnir
Ólympíuleikar í Berlín og áttu
að endurspegla það afl og
kraft sem þáverandi stjórn-
völd þóttust standa fyrir eftir
niðurlægingartímabil í Þýska-
landi. Og undirliggjandi áróð-
ursþáttur leikanna átti að vera
yfirburðir hins
„hreina kyn-
stofns“. Það má
vel vera að það
fyrrnefnda hafi
heppnast að
nokkru um skeið.
En þeldökkur íþróttamaður,
Jesse Owens, gaf hins vegar
gervivísindum nasista langt
nef með eftirminnilegum
hætti. Annar þeldökkur af-
burðamaður, Nelson Mandela,
fyrrverandi áratuga fangi og
forseti Suður-Afríku, fær að
lifa það og sjá að heimurinn
allur kemur þangað til að iðka
íþrótt sína á æðsta stigi henn-
ar. Það getur sérhver maður
unnt honum þess og óskað
þjóð hans til hamingju. Það er
margt enn ógert í Suður-
Afríku, en það hefur miðað
ótrúlega vel.
Vel heppnuð heims-
meistarakeppni
eykur hróður
gestgjafanna}
Verðugur gestgjafi
M
arkaðsátakið Inspired by Ice-
land hefur vakið nokkurt um-
tal, en Íslendingar hafa fyrst
og fremst kynnst því í gegnum
myndband á samnefndum vef,
sem þeim hefur verið uppálagt að senda til vina
sinna og kunningja um allan heim.
Það virðist ekki neitt launungarmál að fyrir-
myndin er sótt út fyrir landsteinana, til mynd-
bands sem hefur verið vinsælt á netinu,
„Where the hell is Matt?“ En téður Matt hefur
ferðast út um allan heim og tekið dansspor á
völdum stöðum, að eigin sögn það eina sem
hann kann – og það ekkert sérlega vel. Svo
klippti hann myndskeiðin saman og úr varð
ansi skemmtilegt myndband frá öllum heims-
hornum, meðal annars Seljalandsfossi.
Ef hugmyndin er góð þarf ekkert að vera at-
hugavert í sjálfu sér að innblásturinn sé sóttur í vinsælt
myndband á netinu. Svo lengi sem það er ekki of augljóst.
Eða kannski vakir einmitt það fyrir auglýsingagerðar-
mönnunum – að hugrenningatengslin séu ljós.
Og auðvitað vakna fjölmargar spurningar. „Hvar er
golfið?“ var ég spurður í gær. „Eitt helsta aðdráttarafl Ís-
lands eru allir golfvellirnir, sem er ódýrt að spila á!“
Eflaust má tína til margt fleira, sem gleymist í þessu
stutta myndbandi, og vonandi kemst ekki allt fyrir sem Ís-
land hefur upp á að bjóða.
En það vekur óneitanlega athygli við myndbandið, sem
er liður í Inspired by Iceland, að þar er ekkert minnst á
eldgosið, sem þó er helsta ástæðan fyrir því að fólk afbók-
aði sig úr ferðum til Íslands. Er engin ástæða
til að láta fólk vita af því, að eldgosið sé búið, að
minnsta kosti um sinn, og að það hafi almennt
lítil áhrif á daglegt líf hér á landi?
Annars játa ég fúslega, að ég er bara
ánægður með þetta myndband. Það endur-
speglar það Ísland sem ég vil búa á. Verum
bara kát og hamingjusöm, dönsum í biðröðum
og á hálendinu, og klæðum okkur úr hverri
spjör í náttúrulegum baðlaugum.
Ég hef saknað gamla tímans, þar sem Ís-
lendingar töluðu vel um landið sitt og voru
sendiherrar þjóðarinnar í ferðum sínum á er-
lendri grundu. Það þarf ekki að þýða, að við
mærum allt í blindni, en eðli málsins sam-
kvæmt þekkjum við grunngerð íslensks sam-
félags betur en fólk sem býr erlendis og eigum
að geta miðlað upplýsingum, bent á það sem
vel hefur tekist og leiðrétt misskilning.
Og er ekki allt í lagi að horfa á björtu hliðarnar í lífinu?
Mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð. Rannsóknir
sýna að 80% bílstjóra telja sig betri við stýrið en almennt
gerist og að þar með séu þeir ólíklegri til að lenda í
árekstri. Í hamingjufræðum er kennt að fólk sem hugsar á
jákvæðum nótum sé líklegra til að vera hamingjusamt – og
það blasir raunar við ef hugsað er út í það.
Við eigum ekki að hafa samviskubit yfir því að hugsa já-
kvætt. Og nú er um að gera að standa við stóru orðin. Ég
sé fyrir mér að meginþorri þjóðarinnar kasti flíkunum á
Jónsmessunni 24. júní og baði sig nakinn upp úr morgun-
dögginni. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Hamingjan góða!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
D
ómsmálaráðherra vinn-
ur nú að fjölgun dóm-
ara við Hæstarétt en
mikið álag hvílir á rétt-
inum. Dómstólaráð sér
fram á verulega aukningu dómsmála
á næstu misserum en fjöldi þeirra
mála sem héraðsdómstólar hafa tekið
fyrir í tengslum við bankahrunið ligg-
ur nú fyrir Hæstarétti.
Á ríkisstjórnarfundi þann 18.
maí sl. var samþykkt að meta nauð-
synlegar fjárveitingar til þess að
styrkja stöðu og sjálfstæði dómstól-
anna, einkum Hæstaréttar, í ljósi
aukins málafjölda, m.a. vegna banka-
hrunsins.
Ríkisstjórnin fól ráðuneytis-
stjórum forsætisráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis og dómsmála- og
mannréttindaráðuneytis að fara með
málið en fyrir þeirri nefnd liggur nú
áætlun um útgjaldaauka við fjölgun
dómenda við Hæstarétt.
Í óvissu um álagið
Þorsteinn A. Jónsson skrifstofu-
stjóri Hæstaréttar á von á því að
kærumálum muni fjölga verulega á
næstunni og jafnframt að sakamálum
og munnlega fluttum einkamálum
muni fjölga.
„Skráning mála er veruleg,
skráð mál í ár eru fleiri en í fyrra sem
þó var algert met. Þannig að fjölgun
dómara hefur verulega þýðingu. Við
erum aftur á móti í óvissu um hvað
álagið mun aukast mikið. Við eigum
von á áframhaldandi aukningu mála
en við höfum engar forsendur til að
meta hver hún er,“ segir Þorsteinn
sem bendir á að í fréttum gera slita-
stjórnir bankanna ráð fyrir hundr-
uðum eða jafnvel þúsundum mála
sem komi til kasta dómstóla á næstu
misserum.
Verðum að fylgjast vel með
Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra segir mikilvægt að koma til
móts við aukinn málafjölda í Hæsta-
rétti en engu að síður verði að gæta
að sjálfstæði dómstóla við ákvörðun
um aukna fjárveitingu til Hæsta-
réttar.
„Við höfum hlustað á það í vetur
að það sé mikill málafjöldi, allt sé í
járnum og þetta sé allt að fara til
Búast við fjölgun
hæstaréttardómara
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölgun um þrjá Eftir tvær vikur funda fulltrúar dómsmálaráðuneytis og
dómstólaráðs þar sem ákveðið verður hvort fjölgunin teljist nauðsynleg.