Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 1. október 2011 59
Útsölustaðir: Apótek, heilsubúðir, Krónan og Fríhöfnin. www.celsus.is
lifestream™
lífræn næring fyrir alla - engin málamiðlun í gæðum.
notar Lifestream til að
bæta árangur sinn.
™
LIFESTREAM ÓSKAR TIL HAMINGJU
MEÐ ÍSLANDSMEISTARATITILINN !!
25% AF
JOHN FRIEDA
HÁRVÖRUM Í OKTÓBER
Poppdívan Beyoncé Knowles
hefur sett eiginmanninum Jay-Z
skýrar reglur nú þegar hún geng-
ur með fyrsta barn þeirra. Söng-
konan segist vera ótrúlega næm
á lykt og það þýðir að bóndinn
verður að gæta að hreinlæti sínu.
„Ég finn lyktina af öllu – ólétt-
an magnar allt upp. Ef það er
vond lykt, þá finn ég hana,“ segir
Beyoncé.
Þessi næmni hefur haft í för
með sér breytingar fyrir rapp-
arann Jay-Z. Hann þarf að finna
sér nýjan rakspíra: „Ég hef alltaf
elskað lyktina sem maðurinn
minn notar, en ég þoli hana ekki
núna.“
Viðkvæm á
meðgöngunni
BURT MEÐ RAKSPÍRANN Beyoncé hefur
skipað Jay-Z að skipta um rakspíra því
hún þolir ekki lyktina af þeim sem hann
notar núna. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlistarmaðurinn Þórir Georg tók upp
sína nýjustu plötu, Afsakið, á aðeins tíu
klukkustundum. Þetta er fyrsta sólóplatan
hans á íslensku.
„Ég hef alltaf skrifað á íslensku líka.
Núna átti ég svo mikið af lögum að mig
langaði að gefa þau út á plötu,“ segir Þórir.
Spurður um tímann sem fór í upptökurnar
segir hann: „Ég eyddi svona tíu klukku-
tímum í að gera þessa plötu, hámark. Þegar
ég var búinn að semja lögin eyddi ég einu
laugardagskvöldi í að taka hana upp og
einum sunnudegi í að klára að vinna hana.
Ég tók hana upp sjálfur eins og ég hef
eigin lega alltaf gert en munurinn var að
núna var ég með tilbúin lög og ákvað bara:
„Ég ætla að taka þau upp í kvöld“.“
Afsakið er fyrsta plata Þóris undir eigin
nafni. Áður hefur hann gefið út þrjár undir
nafninu My Summer As a Salvation Soldier
og kom sú fyrsta, I Believe in This, út 2004
við góðar undirtektir tónlistargagnrýnenda.
Vegleg safnplata með því besta af plötunum
þremur er einmitt væntanleg.
Tónlist Þóris er sem fyrr melódísk og
tregablandin með persónulegum sögum
hans úr daglegu lífi í fyrirrúmi. „Þetta
er ekkert ólíkt því sem ég var að semja á
ensku. Þetta er mín útgáfa á mannfræði.
Ég er að rannsaka mig og fólkið í kringum
mig.“
Þórir hefur einnig starfað með Gavin
Portland, Fighting Shit, The Deathmetal
Supersquad og Ofvitunum. Plata með pönk-
sveitinni síðast nefndu kom einmitt út í
sumar. - fb
Tíu klukkutíma með eina plötu
PLATA Á TÍU TÍMUM Þórir eyddi aðeins tíu klukkustundum í
að taka upp sína nýjustu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Courtney Love hefur undirritað
samning við bókaforlagið Willi-
am Morrow um útgáfu sjálfsævi-
sögu. Í bókinni fjallar hún um
hjónaband sitt við Kurt Cobain,
fyrrum söngvara Nirvana, og
feril sinn sem rokkstjarna og
leikkona. Einnig fjallar hún um
sambönd sín við aðrar stjörnur
og dótturina Frances Bean. Fyrr
á þessu ári sagði rithöfundurinn
Neil Strauss frá því að Love
hefði boðið honum að sjúga ösku
Cobains uppi í nefið á sér er hann
ræddi við hana á heimili hennar
í tengslum við bók sína Everyone
Loves You When You Are Dead:
Journeys into Fame and Mad-
ness.
Love með
ævisögu
RITAR ENDURMINNINGAR Courtney
Love ætlar að rita endurminningar sínar.