Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 86
1. október 2011 LAUGARDAGUR54
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 1. október 2011
➜ Tónleikar
17.00 Ungfónían heldur hausttónleika
í Langholtskirkju. Einleikari er klarínettu-
leikarinn Sigurjón Bergþór Daðason
og stjórnandi er Gunnsteinn Ólafs-
son. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr.
1.500 fyrir námsmenn, öryrkja og eldri
borgara.
19.00 Tónleikatvenna á Gauki á stöng
með hljómsveitunum Angist, Moment-
um og Moldun. Fyrri hefjast kl. 19 og
eru fyrir alla aldurshópa. Seinni byrja
kl. 23.30 og er 18 ára aldurstakmark.
Miðaverð er kr. 1.000.
20.00 Tónleikarnir Nýdönsk í nánd
verða haldnir í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri. Miðaverð er kr. 3.900.
20.00 Helgi Björns og Reiðmenn vind-
anna halda tvenna tónleika á Græna
hattinum. Fyrri hefjast kl. 20 en seinni
kl. 23. Miðaverð er kr. 2.900.
20.00 Hera Björk ásamt Ragnari
Bjarnasyni og Bjarna töframanni flytja
lög sem mömmur sungu á 6. og 7. ára-
tugnum. Tónleikarnir fara fram í Salnum
og miðaverð er kr. 3.500.
20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika
í kirkjunni á Húsavík. Miðaverð er kr.
2.500.
21.00 Trúbadorahátíð á Ob-La-Dí-Ob-
La-Da Frakkastíg 8. Kormákur Bragason,
Magnús Einarsson, Jakob Frímann
Magnússon, Gunnar Þórðarson og Hjalti
Þorkelsson koma fram. Aðgangseyrir er
kr. 1.000.
21.00 Slóvensk-austuríska tvíeykið
Vortex Project leikur eigin verk í Hafnar-
húsinu á Sláturtíð á vegum S.L.Á.T.U.R.
Aðgangur er ókeypis.
23.00 Hljómsveitin Gullkistan stígur
á svið á Kringlukránni og spilar gamla
gullmola rokksögunnar. Þessa nýju
hljómsveit skipa Ásgeir Óskarsson,
Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og
Óttar Felix Hauksson. Miðaverð er kr.
1.500.
23.30 Friðrik Ómar fagnar 30 ára
afmæli sínu í Hofi. Uppselt er á tvenna
tónleika í kvöld og hefur hann bætt
við aukatónleikum á miðnætti. Gestir
eru þau Regína Ósk, Jógvan Hansen og
Guðrún Gunnarsdóttir. Miðaverð er kr.
4.500.
23.59 Hljómsveitin Vax leikur á Spot.
Ásamt þeim koma fram Creedence
Traveling Band, Magni og Tommi Tomm.
Aðgangseyrir er kr. 2.000.
➜ Leiklist
14.00 Sirkus Íslands sýnir fjöl-
skyldusýninguna Ö-Faktor í Tjarnarbíói.
Miðaverð er kr. 1.900.
20.00 Leiksýningin Alvöru menn í leik-
stjórn Gunnars Helgasonar er sýnd í
Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500.
20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla
Íslands sýnir Á botninum eftir Maxim
Gorkí í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.
Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson.
Miðaverð er kr. 1.500.
22.00 Pörupiltar og tvíeykið Viggó og
Víóletta sýna leiksýninguna Uppnám
í Leikhúskjallaranum. Miðaverð er kr.
2.900.
➜ Fræðsla
09.00 Atvinnu- og nýsköpunarhelgi
á Suðurnesjum fer fram um helgina í
húsnæði Keilis á Ásbrú og þátttaka er
ókeypis. Nánari upplýsingar á anh.is.
➜ Síðustu Forvöð
12.00 Tómas R. Einarsson og
Gunnar Gunnarsson leika tónlist í
Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, á sýningu
Sigurborgar Stefánsdóttur sem lýkur á
mánudag.
➜ Hátíðir
13.00 AUS, alþjóðleg ungmennaskipti
fagna 50 ára afmæli samtakanna í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Meðal skemmtiatriða
er dans frá mörgum heimshornum og
tónleikar með hljómsveitunum Multi
Musica og Skuggamyndum frá Býsans.
Allir velkomnir.
➜ Listahátíð
14.00 Setning menningar- og listahá-
tíðar Seltjarnarness í Seltjarnarneskirkju.
Trompetissimo, nýtt verk eftir Kára Hún-
fjörð Einarsson verður frumflutt.
➜ Málþing
13.00 Afmælismálþing Sagnfræðinga-
félags Íslands fer fram í stofu 132 í
Öskju í Háskóla Íslands.
➜ Kvikmyndahátíð
12.00 Kvikmyndahátíðin RIFF stendur
fyrir smiðjum um óháða kvikmyndagerð
á Kexi Hosteli. Tvær fara fram í dag. Fyrri
ber heitið How Film Festivals Work með
Giorgio Gosetti og Helgu Stephenson
og hefst kl. 12. Seinni ber heitið The
Art of Pitching Your Film með Valeska
Neu, Gabor Greiner og Snorra Þórissyni
kl. 14.15.
12.00 Myndir úr stuttmyndasmiðju
grunnskólanna sýndar í Bíói Paradís.
15.00 Skaftfell á Seyðisfirði og Slátur-
húsið á Egilsstöðum sýna fjórar heim-
ildarmyndir dagana 1. og 2. október í
samvinnu við RIFF. Sýningar fara fram kl.
15 og kl. 17 báða dagana. Aðgangseyrir
er kr. 500. Aðgangur á allar myndirnar
er kr. 1.500.
16.00 Málþing í Háskóla Íslands með
hinum heimsþekkta vísindamanni
David Suzuki. Á málþinginu rekur hann
ævisögu hugmynda sinna og fer það
í stofu 105 á Háskólatorgi Háskóla
Íslands.
➜ Uppistand
20.00 Charlie Murphy með uppistand
í Eldborg í Hörpu. Miðaverð er kr.
6.500.
➜ Tónlist
„Ef fólk er á annað borð búið að borga sig inn
til að hlæja, hvar sem er á landinu, þá er það
gott,“ segir leikkonan Anna Svava Knútsdóttir.
Anna Svava og Hugleikur Dagsson hafa
ferðast um landið undanfarna daga með uppi-
stand. Fyrr í vikunni voru þau á Húsavík og í
gær komu þau fram á Akureyri. Í kvöld koma
þau svo fram í Þorlákshöfn og ferða lagið
endar í Reykjavík á sunnudagskvöld á Café
Rosenberg klukkan 21.
Anna segir vel hafa gengið á Húsavík og að
hún og Hugleikur hafi verið mjög fyndin. „Það
mættu bara ógeðslega fáir,“ segir hún, en bætir
við að það hafi verið stutt í mánaðamót og það
hafi mögulega spilað inn í. „En þetta er mjög
gaman og það er mjög gaman fyrir okkur að
vera saman,“ segir Anna áður en Hugleikur
virðist hafa gripið orðið þar sem hann situr í
órafjarlægð frá símtækinu. Hann tekur því við
símanum. „Maður fær mjög sjaldan eitthvað
upp úr henni. Hún talar svo hratt,“ segir
Hugleikur en bætir við að hann telji að
Anna sé Sarah Silver-
man Íslands og hann
sjálfur sé Louis CK
Íslands. „Ég er svo
gömul sál. Og rauð-
hærður að innan.“
Anna og Hulli á ferð og flugi
RÚNTA UM LANDIÐ
Anna Svava og Hug-
leikur hafa komið víða
fram undanfarna daga
og verða á Rosenberg
á morgun klukkan 21.