Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 10
1. október 2011 LAUGARDAGUR
BANDARÍKIN, AP Tveir bandarískir
ríkisborgarar og meðlimir í al-
Kaída hryðjuverkasamtökunum
voru í gær vegnir í Jemen. Banda-
rískar orrustuþotur gerðu árásir á
bílalest mannanna.
Annar mannanna var Anwar
al-Awlaki, íslamskur klerkur sem
hvatt hefur til árása á Bandaríkin.
Hinn hét Samir Khan. Hann hélt
úti herskárri síðu á netinu þar sem
hvatt var til árása.
Barack Obama Bandaríkja-
forseti fagnaði í gær drápi mann-
anna tveggja og sagði það þungt
högg fyrir al-Kaída samtökin. - bj
Bandarískur ríkisborgari og leiðtogi al-Kaída veginn:
Hvatti múslima til árása
VEGINN Anwar al-Awlaki er sagður hafa
skipulagt fjölmörg sprengjutilræði á
undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR „Nú erum við komnir
með lykilinn að svæðinu og þurf-
um bara að halda áfram.“
Þetta sagði Ashley Heppenstall,
forstjóri olíufyrirtækisins Lund-
in í samtali við fjölmiðla í gær,
eftir að rannsóknir fyrirtækisins
leiddu í ljós að margfalt meiri olíu
má vinna úr svæðinu en talið hafði
verið. Fyrra mat gaf til kynna að
þar mætti vinna 100 til 400 millj-
ónir tunna af olíu, en nýjar rann-
sóknir gefa til kynna að þar gætu
legið á milli 800 og 1800 milljónir
tunna.
Í frétt Dagens Næringsliv
segir að ríkisolíufélagið Stat-
oil hafi einnig fundið gnægð af
olíu á sama svæði og má samtals
gera ráð fyrir allt að 2.600 millj-
ónum tunna á svæðinu sem væri
þá þriðja stærsta olíulind á norska
landgrunninu.
Miðað við gengi gjaldmiðla og
heimsmarkaðsverð á olíu væri
heildarverðmæti olíunnar allt að
1.580 milljarðar norskra króna
sem jafngildir helmingi af nú-
verandi stöðu norska olíusjóðsins.
Það sem gerir fréttirnar enn
betri fyrir Norðmenn er að lindin
er á afar heppilegu svæði þar sem
uppbygging ætti að taka skjótan
tíma.
Miðað við áætlanir Lundin má
gera ráð fyrir að vinnslu kostnaður
á svæðinu verði töluvert minni en
á öðrum svæðum á norska land-
grunninu þar sem uppbygging á
sér stað. Líklega mun kostnaður-
inn við hvern olíulítra verða um 10
Bandaríkjadalir á hverja tunnu, en
á öðrum rannsóknarsvæðum gæti
samsvarandi kostnaður numið 40
til 60 dölum.
Þrátt fyrir þessa miklu bjart-
sýni trúa Lundin-menn að enn
muni rætast úr. Heppenstall sagð-
ist þess fullviss að leitarteymi
fyrirtækisins hitti aftur í mark og
Hans Christen Rönnevik, leitar-
stjóri tekur í sama streng.
„Við munum bora þrjár holur
á sama svæði næsta ár, og það
mun koma mér verulega óvart ef
við smellhittum ekki í að minnsta
kosti tveimur þeirra.“
thorgils@frettabladid.is
Nýtt norskt
olíuævintýri
Rannsóknir leiða í ljós að margfalt meira er af olíu
á norsku svæði í Norðursjó en talið var. Heildarverð-
mæti jafngildir helmingi norska olíusjóðsins.
VERÐMÆTI UNDIR SJÁVARBOTNI Olíufélög hafa fundið ríkar olíulindir í Norðursjó.
Heildarverðmæti undir nýju svæði nemur samsvarandi upphæð og hálfur olíusjóður
Norðmanna. NORDICPHOTOS/AFP
Umhverfisþing 2011
14. október á Hótel Selfossi
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 112564
Social Capital, Diversity, and Inequality
Dr. Robert David Putnam er stjórnmálafræðingur og
prófessor við John F. Kennedy School of Government
við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er
öndvegisfyrirlesari Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
og flytur erindi í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli
skólans.
Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal Háskóla
Íslands, Aðalbyggingu, mánudaginn
3. október kl. 12.00 til 13.30
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Challenges to Community
in the Contemporary World:
Dr. Robert David Putnam
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.