Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 12
1. október 2011 LAUGARDAGUR12 BÆNDA - MARKA ÐUR Í DAG L AUGAR DAG KL. 11-16 Bændamarkaðurinn er í Krónunni Lindum / Bíldshöfð a / Granda / Mosfel lsbæ / Selfossi / Ak ranesi N k uppskeraslený s í U kriftirpps ningasteSvei mt ært verðFráb ukkaðSma – fyrst og fre mst ódýr! VELJUM ÍSLENS T!K⁄ FRÉTTAVIÐTAL: Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs Utanríkisráðherra Noregs segir að umræða um við- kvæm málefni tengd hryðjuverkunum í sumar sé varla byrjuð enn í Noregi. Áleitnar spurningar, eins og til dæmis um muninn á orðum og athöfnum, verði þó að draga fram í dagsljós- ið og ræða í anda lýðræðis- ins. Jonas Gahr Störe, utanríkisráð- herra Noregs, segir að Norðmenn verði lengi að ná sér eftir harmleik- inn í sumar þegar hryðjuverk ein- staklings kostuðu nærri 70 manns lífið, flest ungmenni úr ungliða- hreyfingu Verkamannaflokksins. „Margt af þessu unga fólki þarf stuðning áfram, sumir eru enn á sjúkrahúsi og þurfa endurhæfingu. Það sem við þurfum að gera er að fylgja þessu eftir sem ein fjölskylda og veita bæði þeim sem særðust og fjölskyldum þeirra allan þann stuðning sem við getum.“ Fyrir utan þann mannlega harmleik, sem árásirnar í Ósló og á Úteyju ollu, þá er fjárhagstjónið nú metið á ríflega milljarð norskra króna, en sú fjárhæð samsvarar 20 milljörðum íslenskra króna. Hryðjuverkamaðurinn beindi árásum sínum sérstaklega að Verkamannaflokknum, bæði ráðu- neytisbyggingu í Ósló og útilegu ungliðahreyfingar flokksins í Úteyju. „Við í Verkamannaflokknum gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta var árás á okkur, enda fór árásarmaðurinn ekkert leynt með það. Þetta eru því auðvitað skelfi- leg skilaboð, en um leið gerði þetta okkur mjög ákveðin í því að gefa ekkert eftir með þau gildi, sem við höfum í hávegum, og það hvernig við nálgumst lýðræðið,“ sagði Störe. Störe segir að umræðan í Noregi hafi farið hægt af stað eftir að þessi voðaverk voru framin fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Fólk hefur farið varlega og gætt sín á að snerta ekki á mjög við- kvæmum málefnum. En þetta held ég að muni breytast. Við munum fá umræður um það hvernig þessi maður gat þróað áform af þessu tagi og hvar mörkin liggja milli orða og athafna, því margir hafa sömu skoð- anir og þessi maður án þess þó að fremja hryðjuverk. Ég held að við eigum að fá þessi mál fram í dags- ljósið í anda lýðræðis og ræða þau.“ Störe hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn hér á landi. Hann segir heimsóknina hafa nýst vel, hann hafi komið bæði til Akureyrar og Siglufjarðar, hrifist af náttúrufegurðinni og áttað sig betur á sameiginlegri sögu land- anna tveggja. „Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart á Íslandi. En það er gott,“ segir Störe. Eitt af meginmarkmiðum heim- sóknarinnar hingað var að styrkja samstarf Íslands og Noregs um málefni norðurslóða. Meðal annars var samþykkt að stofna prófessors- stöðu um málefni norðurslóða við Háskólann á Akureyri. „Ég tel að þekkingin sé það sem við þurfum að leggja mesta áherslu á í þessum málum,“ segir Störe. Við hlökkum mikið til samstarfs við Ísland á þessu sviði og það hefur orðið að veruleika núna.“ Eins og Ísland er Noregur aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engin áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Störe segist samt ekki sjá fyrir sér að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði endurskoð- aður á næstunni, en þó hefur norsk nefnd í nærri tvö ár unnið að viða- mikilli úttekt á áhrifum EES-samn- ingsins á Noreg. „Ég mun fyrir árslok fá í hend- urnar yfirgripsmikla skýrslu frá nefndinni. Það verður yfirgrips- mikil skýrsla sem ég held að gefi okkur mikilvægar upplýsingar um það hvaða þýðingu EES hefur í dag fyrir Noreg. Við fáum miklu betri mynd að því hvernig Noregur er samtengdur Evrópu í gegnum EES, og svo getum við fengið einhverj- ar hugmyndir um það hvernig við getum bætt samstarfið á einhverj- um sviðum. Hann segir enga knýjandi þörf til þess að gera breytingar á sam- starfi Noregs við ESB eins og það gengur fyrir sig í gegnum EES- samninginn. „En ein ástæðan fyrir því að við fengum þessa nefnd til að fara út í þessa vinnu er að hún komi með tillögur.“ Norðmenn verða lengi að ná sér STÖRE OG ÖSSUR Utanríkisráðherrar Noregs og Íslands á Akureyri í vikunni. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessors- staðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi. „Við undirstrikuðum sérstaklega mikilvægi Akureyrar með því að þar hófst hin opinbera heimsókn hans. Þar tók ég á móti honum og þar verður prófessorsstaðan, kennd við norska landkönnuðinn Friðþjóf Nansen.“ Þessi staða verður einnig tengd Háskóla norðurslóða, University of the Arctic, sem starfar í öllum Norðurlandaríkjunum auk Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna. Ráðherrarnir samþykktu einnig að styrkja Íslendinga til vísindasamstarfs á Svalbarða, auk þess sem settur verður upp sjóður til að styrkja undirbúning í þátttöku Íslendinga í ýmsum rannsóknum á norðurslóðum. „Það er alveg ljóst að kastljós heimsins er að beinast að norðurslóðum. Þær verða gríðarlega mikilvægar á næstu áratugum bæði vegna þess að nýjar siglingaleiðir munu opnast en líka vegna þess að bráðnun íssins mun opna svæði þar sem vitað er að miklar auðlindir er að finna, bæði olíu og gas. Við vorum hins vegar algerlega sammála um að ekki verði hægt að ráðast í vinnslu þeirra nema hafa ströngustu varúðarreglur og móðir náttúra verði á öllum stigum látin njóta vafans.“ Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.