Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 18
18 1. október 2011 LAUGARDAGUR Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.herjolfur.is Með Herjólfi í vetur milli lands og Eyja – fjórar ferðir alla daga Eftir 1. október verður eingöngu hægt að bóka í 2 ferðir milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fram í tímann á meðan vetraráætlun gildir. Um er að ræða fyrstu og þriðju ferð. Þær bókanir gilda síðan í Þorlákshöfn ef ekki er siglt í Landeyjahöfn. Í lok hverrar viku á föstudögum kl. 15:00 er opnað fyrir bókanir í aðrar ferðir vikunnar á eftir ef Landeyjahöfn er áfram opin. Hægt verður að bóka ferðir fram til 20. desember. Áætlun yfir jól og áramót verður kynnt fljótlega. Alla daga vikunnar: Frá Vestmannaeyjum 08:00 11:30 15:30 20:30 Frá Landeyjahöfn 10:00 13:00 19:00 21:30 Ef ekki er hægt að sigla um Landeyjahöfn verður fyrsta ferð þann dag ávallt um Þorlákshöfn og síðan tvær ferðir seinnipartinn um Landeyjahöfn ellegar ein ferð til Þorlákshafnar ef ófært er um Landeyjahöfn. Ákvörðun um hvort ferðir nr. 3 og 4 verði farnar í Landeyjahöfn eða ferð nr. 2 í Þorlákshöfn verða teknar fyrir kl. 11 á hverjum morgni. Farþegar sem eiga bókað verða látnir vita af öllum breytingum með SMS og tölvupósti. Upplýsingar um bókanir í ferðir Herjólfs fram í tímann og ferðir hans á stórhátíðum er að finna á heimasíðu skipsins: herjolfur.is Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrir- sögn þessa greinarstúfs. Það hefir að vísu hent fleiri að hreyta illyrðum þegar á móti blæs. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem um áratuga skeið hafði lagt þjóðinni lífsreglurnar, lýsti þjóð- félagið ógeðslegt í yfirheyrslum Rannsóknarnefndar Alþingis. Sem vonlegt var þótti honum of margt hafa úrskeiðis gengið við hið mikla hrun síðla árs 2008, og má ýmislegt nefna, sem til þess dró. Við brotthvarf Hal ldórs Ásgrímssonar frá formennsku í Framsóknar flokknum uppgötvaði ritstjórinn og blað hans hver væri grænstur fyrir þann flokk. Það væri Finnur Ingólfsson, sem hefði sýnt og sannað ágæti sitt í stjórn- málum og öðrum umsvifum í þjóð- félaginu. Dró Morgunblaðið ekkert af sér; birti hálfsíðu mynd af kapp- anum; langt viðtal og jós hann mak- legu lofi fyrir vasklega framgöngu í skrautlegu lífshlaupi. Voru þó fæst frægðarverkin til tínd í blaðinu. Af nógu var þó að taka. Finnur hafði reynzt fylginn sér við einkavæðingu bankanna og kom sér og sínum þar vel fyrir. Sýndi sig þar fórnarlund hans í þágu þáver- andi stjórnarflokka. Myndi sú skip- an mála fleyta þeim gegnum brim og boða fjármála um ófyrirsjáan- lega framtíð. Sjálfur tók Finnur að sér, ásamt nánum sálufélögum, að losa Landsbankann við hálfan hlut í Vátryggingarfélaginu, til „rimelige priser“, með aðstoð að vísu banka- ráðs bankans undir forystu Helga horska og varaformannsins Kjart- ans Gunnarssonar, og ávaxtaði þann greiða svo rösklega að hann gaf af sér 25 milljarða króna innan þriggja ára. Þá hafði Finnur forgöngu um að bjarga 30 milljarða króna óreiðu- fé hinna framliðnu Samvinnu- trygginga frá því að verða veðri og vindum að bráð. Auðvitað hafði Finnur margt lært af Halldóri Ásgrímssyni. Um Hall- dór sagði Illugi Gunnarsson, núver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. júní 2006: „Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður.“ Til dæmis lærði Finnur af Hall- dóri aðferð í fjármálum sem 111 útrásarvíkingar eru taldir hafa haft að fyrirmynd, að stofna félag án allrar ábyrgðar, nota síðan aðstöðu sína til að afla því félagi ómældra fjárfúlga og vísa síðan skuld- heimtumönnum, í flestum tilfellum bönkum, á eigna- og ábyrgðarlaust félagið. Þannig stofnaði fyrirtæki Halldórs á Höfn í Hornafirði félagið „Mónu“ sem eignuð voru tvö ónýt skipsræksni. Síðan slógu áhrifa- menn Landsbankann um milljarða króna, keyptu svo fiskveiðiheim- ildir fyrir féð á því verði sem upp var sett. Mátti svo Landsbankinn afskrifa milljarða króna þegar þar að kom að lán féllu í gjalddaga. Þessa snilld notfærði Finnur sér, stofnaði félag án ábyrgðar eða eigna, sló bankann um fé og lét félagið að því búnu greiða sér arð kr. 388 milljónir. Svo hirti bankinn félagið. Um þessi heilindi og framsækni í fjármálum var Morgunblaðinu og ritstjóra þess fullkunnugt, enda brauzt það um á hæl og hnakka að Finnur yrði kosinn formaður hins skilningsríka samstarfsflokks Sjálf- stæðisflokksins. En menn skildu ekki sinn vitjunartíma. Því fór sem fór að allt fór yfirum. Er furða að áhrifamönnum verði bumbult og kalli slíka skynvillinga ógeðslega. Og volaða landið hans séra Matthíasar gekk aftur: Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! „Volaða land“ Stjórnmál Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingismaður Um þessi heilindi og framsækni í fjár- málum var Morgunblaðinu og ritstjóra þess fullkunnugt, enda brauzt það um á hæl og hnakka að Finnur yrði kosinn formaður hins skilningsríka samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins. En menn skildu ekki sinn vitjunartíma. Því fór sem fór að allt fót yfirum. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.