Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 1. október 2011 21 Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skón- um með vondum fréttum af fjár- málamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru. Góðu fréttirnar berast akkúrat núna frá Þýskalandi þar sem haldið er upp á dag þýskrar einingar, þriðja október. Þar ríkir, þrátt fyrir allt, bjartsýni. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Allens- bach-stofnunin gerði fyrir tveim- ur vikum, hafa Þjóðverjar ekki verið jafn áægðir með lífið í langan tíma. Ánægjan er ekki úr lausu lofti gripin, frekar en annað í samein- uðu Þýskalandi. Árið 2002 kall- aði tímaritið Economist Þýska- land „hinn veika mann Evrópu“ því þar einkenndist allt af hiki og ráðaleysi. Þjóðverjar væru að missa af efnahagslestinni. Átta árum síðar telst Þýskaland, samkvæmt lista World Economic Forum, vera eitt af samkeppnis- hæfustu ríkjum heims. Þess má raunar geta að svo skemmtilega vill til að af tíu efstu ríkjum á þessu lista eru sex Evrópusam- bandsþjóðir: Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Finnland, Holland, Bretland. Þegar samkeppnis- hæfni er mæld er einkum miðað við nýsköpun í atvinnulífinu, inn- viði samfélagsins, menntakerfi, atvinnu- og fjármálamarkað. Þýskaland státar nú af einum mesta hagvexti í Evrópu og atvinnuleysi í september mæld- ist 6,6%. Það hefur ekki verið lægra í 20 ár. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum er atvinnuleysi yfir 9%. Árang- ur Þjóðverja hefur vakið mikla athygli og eins og von er. Talað er um nýtt Wirtschaftswunder, nýtt efnahagsundur. Hið sam- eiginlega Þýskaland er orðið að fyrirmyndarlandi. Í erlendum fjölmiðlum er ekki bara skrif- að, af mikilli aðdáun, um þýsku efnahagsvélina, sem er drifin áfram af litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, heldur líka um hið félagslega jafnvægi í Þýskalandi, lífsgæði og farsæla pólitík sem snýst sífellt um það að miðla málum. Þar að auki er Þýskaland rómað fyrir sitt öfluga menn- ingarlíf. Höfuðborgin Berlín er ein helsta menningar og mennta- borg álfunnar. Jafnvel þótt víðar væri leitað. Margt bendir til að Berlín sé að taka við New York sem höfuðstaður skapandi lista í heiminum. Og Þýskaland er orðið eitt stærsta ferðamanna- land í heimi. Á síðasta ári komu þangað 60 milljónir ferðamenn. Allt þetta hefur orðið til þess að til Þýskalands liggur nú stríð- ur straumur fólks alls staðar úr heiminum, en einkum frá Spáni og Ítalíu, sem vill læra þýsku og reyna svo fyrir sér. Meirihlut- inn er stúdentar eða menntafólk sem hefur annað hvort misst vinnuna eða óttast að það gerist: verkfræðingar, arkitektar, efna- fræðingar, lögfræðingar, tölvun- arfræðingar. Í nýjasta tölublaði af Die Zeit er ítarleg umfjöllun um Þýska- land sem fyrirheitna landið. Þar er meðal annars rætt við Lauru Lucchini sem er 33 ára og flutti frá Tórínó til Berlín fyrir þrem- ur árum. Hún segist ekki hafa séð neina framtíð á Ítalíu því landinu sé stjórnað af körlum á sjötugsaldri. Ungar konur hafi þar ekkert opinbert hlutverk nema sem „Berlusconi-dúkkur“. Í Þýskalandi segist hún njóta frelsis og öryggis. Hún talar um félagslegt jafnvægi og þá til- finningu að í Berlín snúist ekki allt um atvinnu og það að lifa af, heldur um gott líf. Þýskir Zeit- lesendur hljóta að hafa glaðst yfir því að Ítali flytji til Þýska- lands í leit að góðu lífi til að njóta. Að sjálfsögðu hefur hinn ótrúlegi árangur Þjóðverja, á þeim tuttugu árum sem sam- einað Þýskaland hefu verið til, ekki orðið til af sjálfum sér. Í frægri sjónvarpsræðu sem Helmuth Kohl hélt 1990, þar sem hann kynnti meðal ann- ars sameiginlegan gjald miðil í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna, sagðist hann sjá fyrir sér „blómstrandi lands- lag“ (blühende Landschaften) í Austur-Þýskalandi og Þýska- landi öllu. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir, þótt leiðin hafi verið þyrnum stráð á köflum og seinfarin. Margir rekja efnahagsundrið þýska meðal annars til rótækra umbóta, Agenda 2010, á atvinnu- markaði og í hinu félagslega kerfi. Stjórn Schröders og Fisch- ers kom þeim á árin 2004 og 2005. Þær miðuðu að því að gera þýskt atvinnulíf sveigjanlegra og samkeppnishæfara. Þaðan var meðal annars tekin upp sú stefna, ættuð frá New Deal-kenn- ingu Roosevelts, að farsælla sé að hafa fólk í ríkisstyrktum hluta- störfum en alfarið atvinnulaust á bótum. Annar lykill að efnahags- undrinu er sú mikla rækt sem Þjóðverjar hafa lagt við iðn- fyrirtæki og háþróaða fag- menntun. Það hefur skapað ótal þýskum fyrirtækjum mikið for- skot á heimsmarkaðnum. Þjóð- verjar létu aldrei ginnast af þeirri hugmynd að hægt væri að halda uppi heilu þjóðfélögunum með fjármálaviðskiptum. Í þriðja lagi hafa Þjóðverjar verið tilbúnir að leggja á sig sam- eiginlegar byrðar þegar á þurfti að halda: skattahækkanir, brems- ur á launahækkanir, hlutstörf í stað 100% starfa. Vandi þýskra stjórnvalda snýst ekki lengur um sam einingu þýsku ríkjanna og afleiðingar hennar, heldur um hlutverk Þjóðverja í heiminum. Þeim er ætlað að bjarga skuldsettum ríkjum og evrunni en eru í leiðinni þeir sífellt minntir á að þeir eigi að halda sig sem mest til baka og að þeir megi ekki ráða neinu. Umræðan er á köflum mótsagna- kennd og fjandsamleg. Það er erfið staða að vera í. Um leið og Þjóðverjum er óskað til hamingju með einingardaginn, skal á það minnt að Þjóðverjar eru ein raun- besta vinaþjóð Íslendinga ásamt Norðurlandaþjóðunum. Íslending- ar ættu að rækta þann vinskap. Viltu miklu hraðara Internet? Á siminn.is sérðu hvort Ljósnetið er komið til þín. Áskriftarleiðir Símans eru hraðar og öruggar. Netvarinn fylgir með þeim öllum og möguleiki á Sjónvarpi Símans. Hringdu núna í 800 7000 og veldu þína leið. Internet hjá Símanum Mánaðarverð 4.490 kr. Mánaðarverð 5.490 kr. Mánaðarverð 6.490 kr. Leið 1 10GB Leið 2 40GB Leið 3 80GB Leið 4 140GB Mánaðarverð 7.690 kr. 112Mb • 10GB 212Mb • 40GB 312Mb • 80GB 416Mb • 140GB Vinsælasta leiðin E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 3 13 Netvarinn tryggir öryggi barna á netinu og verndar þau gegn óvæntum hryllingi Þýskaland – blómstrandi landslag Þýskaland Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.