Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.10.2011, Qupperneq 2
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR2 FÓLK Nýrri hinsegin vetrarhátíð verður hleypt af stokkunum í Reykjavík í febrúar á næsta ári. „Við skynjum strax að fólk er ánægt með að bjóðast ferð til Íslands á þess- um árstíma og viðbrögðin eru strax mikil,“ upplýsir Eva María Þórarins- dóttir Lange hjá Pink Iceland, sem stendur ásamt fleirum fyrir hátíðinni, en hún ber yfirskriftina Rainbow Reykjavík. Eva María segir vetrarhátíðina ekki setta til höfuðs Gay Pride heldur hreina viðbót í hátíðarhald hinsegin fólks. - þlg / sjá Allt í miðju blaðsins Hýrir efna til hátíðarhalda: Nýrri hinsegin hátíð ýtt úr vör EVA MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR GRIKKLAND, AP Gríska stjórnin segist nú geta fjármagnað laun, eftirlaun og afborganir af skuld- um fram í miðjan nóvember, en áður höfðu þau sagst komast í greiðsluþrot um miðjan október fengju þau ekki aðstoð í tæka tíð. „Það er ljóst að þetta verður ekkert vanda- mál fyrr en um miðjan nóvem- ber,“ sagði Evangelos Venizelos fjármálaráðherra í gær, nýkominn af fundum með fjármálaráðherr- um evruríkjanna í Lúxemborg. Evruríkin hafa frestað ákvörðun um frekari aðstoð til Grikklands vegna óvissu um það hvort Grikkir geti staðið við skilyrði aðstoðarinnar. - gb Grikkir bera sig bærilega: Segjast nú geta beðið í mánuð EVANGELOS VENIZELOS VIÐSKIPTI „Við erum auðvitað í skýjunum yfir því að okkar til- laga skuli hafa verið valin til framkvæmda,“ segir Kristján Örn Kjartans- son hjá arki- tektastofunni KRADS, sem hannar nýja sýningar- og þjónustubygg- ingu fyrir bílaframleið- andann Ford í Danmörku. Byggingin verður 4.400 fermetrar og mun meðal annars innihalda 2.000 fermetra sýningarsvæði, verk- stæði og söluskrifstofur. Stefnt er að því að taka hana í notkun árið 2013. - rve / sjá Allt í miðju blaðsins Arkitektar gera það gott: Teikna hús fyrir Ford KRISTJÁN ÖRN KJARTANSSON VIÐSKIPTI Fyrsti viðskiptavinur gagnavers Verne Holding að Ásbrú í Keflavík hefur skrifað undir samning við fyrirtækið. Tilkynnt verður um þetta fyrir hádegi. Verne Global, sölu- og markaðssvið fyrirækisins, og Datapipe hafa náð samningum um hýsingu á gögnum síðarnefnda fyrirtækisins. Datapipe er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfis- vænum lausnum í upplýsingatækni. Umhverfis- stofnun Bandaríkjanna hefur veitt fyrirtækinu viðurkenningu vegna umhverfisstefnu þess. Robb Allen, forstjóri Datapipe, segir í yfirlýsingu sem gerð verður opinber í dag að Verne gefi fyrirtækinu kost á því að halda áfram forystu í umhverfismálum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður á næstunni sett upp gagnageymsla í gagnaverinu að Ásbrú. Stefnt er að því að starfsemi fyrirtækisins geti hafist fyrir árslok. - kóp Verne Holding semur við bandaríska fyrirtækið Datapipe: Fyrsti kúnninn kominn í gagnaverið Vigdís, ertu alveg steinsnar? „Nei, en ég er alveg steinhissa á því hvernig fólk lætur.“ Alþingiskonan Vigdís Hauksdóttir hefur vakið athygli fyrir afbökun á orðtökum. Hún talaði meðal annars um að stinga ekki höfðinu í steininn og grjótkast úr steinhúsi. VERNE HOLDING Fyrsti viðskiptavinur gagnaversins hefur skrifað undir samning við fyrirtækið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Tuttugu þingmenn hafa lagt fram nýja tillögu um stað- göngumæðrun á Alþingi. Tillagan er nú lögð fram í annað sinn, en orðalagi hefur talsvert verið breytt frá því að hún var fyrst lögð fram. Nú er gert ráð fyrir að frumvarp um staðgöngumæðrun verði lagt fram „svo fljótt sem verða má“. Allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fyrir utan Árna Johnsen standa að baki tillögunni. Auk þeirra standa Álfheiður Ingadóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í VG, Kristján Möller Samfylkingu og Einar K. Guðfinnsson og Gunnar Bragi Sveinsson í Framsókn að baki tillögunni. - þeb Ný tillaga 20 þingmanna: Vilja flýta fyrir frumvarpi um staðgöngu HEILBRIGÐISMÁL Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og læknastofunnar ART Medica um niðurgreiðslur á tæknifrjóvgun- araðgerðum rann út um síðustu mánaðamót. Kostnaður þeirra sem hefja meðferð nú er því mun meiri en þeirra sem hófu með- ferð í september. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að ljóst hafi verið í byrjun september að of mikið bæri í milli til að nýr samningur yrði gerður. Samkvæmt samningnum sem nú er runninn út fór þátttöku- hlutfall Sjúkratrygginga í tækni- frjóvgunum eftir því hvort um fyrstu meðferð var að ræða, aðra til fjórðu meðferð eða með- ferðir eftir það. Mest var niður- greitt fyrir fyrstu meðferð. Þá var niðurgreiðslan minni hjá fólki sem á barn fyrir. Nú borga allir jafn mikið fyrir meðferð- ina, 376.055 krónur fyrir glasa- frjóvgun og 449.060 krónur fyrir smásjárfrjóvgun. Að sögn Steingríms Ara er búist við því að ný reglugerð um niður- greiðslur líti dagsins ljós í þess- um mánuði. Velferðarráðuneytið setur reglugerðina, sem nauðsyn- leg er þegar endurgreiða á fyrir þjónustu sem veitt er án samnings við Sjúkratryggingar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir því að læknis- kostnaður hjá Sjúkratryggingum verði lækkaður með því að þrengja skilyrði fyrir þátttöku trygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir. „Hvenær það tekur gildi og með hvaða hætti er á borði ráðuneytis- ins,“ segir Steingrímur Ari. „Að lækka lækniskostnað með því að þrengja skilyrði fyrir þátt- töku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvgun er áfall fyrir þá sem eru að reyna að eignast barn með hjálp tækninnar,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Til- veru, samtaka um ófrjósemi. Nú sjái fjölmörg pör og einhleypar konur fram á að geta ekki nýtt sér þessi meðferðarúrræði vegna aukins kostnaðar. Stjórn samtakanna hefur óskað eftir fundi með Guðbjarti Hann- essyni velferðarráðherra vegna málsins. Samtökin segjast ekki munu sætta sig við niðurskurð. „Greiða þarf fyrir um samninga milli SÍ og ART Medica, tryggja að þær hækkanir sem þegar hafa orðið falli ekki á sjúklingana og að ekki komi til neinna skerðinga.“ thorunn@frettabladid.is Tæknifrjóvganir ekki lengur niðurgreiddar Samningur milli Sjúkratrygginga og ART Medica um niðurgreiðslu tækni- frjóvgana rann út um mánaðamót. Kostnaður við meðferðina hefur því aukist mikið. Aðgengi að niðurgreiðslunni verður þrengt samkvæmt fjárlögum. AÐ LEIK Þar til ný reglugerð kemur frá velferðarráðuneytinu þurfa allir að borga 376 þúsund til 449 þúsund krónur fyrir aðgerðir. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Ríkislögreglustjóri á að stíga strax til hliðar. Þetta sagði Róbert Marshall, þingmaður og varaformaður nýrrar stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis, á Rás 2 í gær. Róbert vill að Haraldur Johann- essen víki á meðan rannsókn fer fram á kaupum embættisins á óeirðabúnaði af fyrirtækjum í eigu lögreglumanna og tengdra einstak- linga. Hann segist ekki geta fellt dóm um sekt eða sakleysi, en trú- verðugleiki stofnunarinnar skipti mestu máli. - þeb Róbert Marshall í viðtali: Vill að Harald- ur víki í bili STJÓRNSÝSLA Ólafur Örn Ingólfs- son hagfræðingur, einn þeirra umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins sem ekki hlutu náð fyrir augum stjórn- arinnar, er afar ósáttur við vinnubrögð í ráðningarferlinu og hyggst kalla eftir frekari rökstuðningi. „Það sem mér finnst standa upp úr er að það virðist sem stjórnin hafi ekki farið að lögum um Bankasýslu ríkisins varð- andi hæfniskröfur og reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir og banka þegar kemur að ráðn- ingu forstjóra,“ segir Ólafur Örn í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður sagðist hann óviss um hverjar málalyktir yrðu, „en mér finnst fyrst og fremst að maður eigi ekki að láta svona nokkuð líðast“. Páll Magnússon, bæjarritari hjá Kópavogsbæ og fyrr- um aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, var ráðinn úr hópi fjögurra umsækjenda þrátt fyrir að hann hafi minnsta reynslu að baki í störfum fyrir fjármálastofnanir. Ráðningin hefur kallað á hörð viðbrögð en í samtali við Bylgj- una í gær sagðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bæði treysta því og vona að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls. - þj Ósáttur umsækjandi um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins: Finnst svona ekki eiga að líðast ÓLAFUR ÖRN INGÓLFSSON PÁLL MAGNÚSSON … það virðist sem stjórnin hafi ekki farið að lögum um Bankasýslu ríkisins varðandi hæfniskröfur og reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir og banka þegar kemur að ráðningu forstjóra. ÓLAFUR ÖRN INGÓLFSSON UMSÆKJANDI UM STÖÐU FORSTJÓRA BANKASÝSLU RÍKISINS SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.