Fréttablaðið - 05.10.2011, Síða 34
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR26
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Björnsdóttir
Blöndal
frá Siglufirði,
andaðist að morgni 28. september á St. Franciskus-
spítalanum í Stykkishólmi. Jarðarförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00.
Ólöf Birna Blöndal Sveinn Þórarinsson
Jósep Ó. Blöndal Erla Harðardóttir
Ásbjörn Ó. Blöndal Jóhanna Guðmundsdóttir
Sigurður Ó. Blöndal Linda Björk Guðmundsdóttir
Guðrún Ó. Blöndal Friðrik Jón Arngrímsson
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þorvarður Magnússon
byggingameistari,
Álfaskeiði 71, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 26. september á Líknardeild
Landspítalans, Landakoti. Útför hans fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. október
kl. 15.00.
Áslaug Einarsdóttir
Sigurður Þorvarðarson Vigdís Victorsdóttir
Guðríður Þorvarðardóttir
Þóra Þorvarðardóttir
Þorvarður Árni Þorvarðarson Anna Dagbjört
Hermannsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Unnur Haraldsdóttir
sem lést þriðjudaginn 27. september, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00.
Þórður Þórðar Kristjánsson
Kristján Þórðarson Guðrún Þórarinsdóttir
Helga Þórðardóttir Kristján Guðmundsson
Unnur Þórðardóttir Valdimar Erlingsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur og afi,
Sigurður Ásgeirsson
húsasmíðameistari,
Dalhúsum 91, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 6. október kl. 13.00.
Guðrún Björt Zophaníasdóttir
Heiða Lind Sigurðardóttir Bjarni Ágúst Sigurðsson
Hildur Eva Sigurðardóttir Ásgeir Jóhann Ásgeirsson
Aldís Sigríður Sigurðardóttir Ólafur Steingrímsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Ívar Zophanías Sigurðsson
Ásta Sigurðardóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir, tengdamóðir, systir,
amma og langamma okkar,
Guðrún A. Bæringsdóttir
Miðvangi 41, Hafnarfirði,
lést á Borgarspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
28. september. Hún verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00.
María Halldórsdóttir og Einar G. Jónsson
Einar Halldórsson
Ólafur Þ. Halldórsson
Ásgeir Valhjálmsson og Sigurlína Kristjánsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Ísaks
Valdimarsson
Víðilundi 20, Akureyri,
lést á Borgarspítalanum mánudaginn 26. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
6. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Dvalarheimilið Hlíð.
Gréta Halldórs
Helga Sigríður Kristjánsdóttir Jón Þór Guðjónsson
Árni V. Kristjánsson Ragnheiður Skúladóttir
Sverrir Þór Kristjánsson Guðrún Hörn
Stefánsdóttir
Margrét Jónína Kristjánsdóttir Páll Pálsson
Kristján Ísak Kristjánsson Sigríður G. Pálmadóttir
Gunnar Freyr Kristjánsson Margrét Dögg
Bjarnadóttir
Elín Íslaug Kristjánsdóttir Kristinn Ágúst Ingólfsson
afa- og langafabörn.
Fjórðu og síðustu tónleikar í tónleika-
röð Félags íslenskra tónlistarmanna,
Klassík í Vatnsmýrinni, eru haldnir í
Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.
Tónlistarmenn kvöldsins eru norsk-
ir, þeir Johannes Martens sellóleikari
og Joachim Kwetzinsky píanóleikari.
Af ungum tónlistarmönnum Noregs
þykja þeir meðal þeirra efnilegustu.
Á efnisskrá eru verk eftir finnska
tónskáldið Jean Sibelius, rússneska
tónskáldið Dmitri Sjostakovitsj og
Joachim Kwetzinsky leikur einleiks-
verk eftir íslenska tónskáldið Gunnar
Andreas Kristinsson, Brainstorm in
a Tea Cup.
Norsku tónlistarmennirnir hafa
leikið saman frá árinu 2004 og hafa
gefið saman út geisladisk þar sem
þeir leika tónlist er spannar 250
ára tímabil. Kwetzinsky hefur spil-
að á tónlistarhátíðum um allan
heim og hefur hlotið virt norsk
tónlistarverðlaun. Martens leikur
með Fílharmóníusveitinni í Ósló auk
þess sem hann hefur leikið sem ein-
leikari með fjölmörgum norskum
hljómsveitum.
Tónleikarnir eru haldnir með
stuðningi frá Norska menningar-
ráðuneytinu og Norska sendiráðinu í
Reykjavík. - jma
Norskir tónlistarmenn í Vatnsmýrinni
TÓNLIST Þekktir norrænir tónlistarmenn koma fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.
Dagskrá með íslenskri tónlist, helguð íslenskum skáldum,
verður í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag frá klukkan 12.30
til 13. Hún ber yfirskriftina Skáld í landslagi og er haldin
í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands.
Doktor Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræðingur á Árna-
stofnun, les þar ljóð eftir íslensk skáld, með og án und-
irleiks, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og
Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari leika verk
eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal,
Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og nýtt verk eftir Þuríði
Jónsdóttur.
Þetta eru jafnframt fyrstu háskólatónleikar hausts-
ins. Enginn aðgangseyrir er að dagskránni og allir eru
velkomnir.
Ort í hundrað ár
LISTAFÓLK Sigurður Ingvi, Svanhildur, Þuríður og Anna Guðný.
Í tilefni af opnun sýningarinnar The Pleasure Principle í
Kling og Bang galleríi efnir myndlistardeild Listaháskóla
Íslands til málþings föstudaginn 7. október. Þar verður
meðal annars rædd spurningin „hvað er það sem málarinn
gerir þegar hann gerir það sem hann gerir?“
The Pleasure Principle er samsýning þriggja mynd-
listar manna, þeirra Birgis Snæbjörns Birgissonar,
Marcusar Eek og Jukka Korkeila. Sýningarstjóri er
finnski fræðimaðurinn, rithöfundurinn og gagnrýnandinn
Mika Hannula. Hannula mun leiða umræður listamann-
anna þriggja um möguleika málverksins í samtímanum
og deila eigin reynslu af sýningarstjórn. Áhersla verður
á vinnuferli listamannanna og leitast við að skilgreina í
hverju ánægjulögmál málverksins er falið.
Málþingið fer fram á ensku í fyrirlestrarsal á Laugar-
nesvegi 91 klukkan 16 til 18 og er opið öllu áhugafólki um
samtímamyndlist. - rat
Málþing um
samtímalist
SAMTÍMAMYNDLIST RÆDD Málþingið fer fram á Laugarnesvegi 91 á
föstudag milli klukkan 16 og 18.
Málstofa um ýmsar hliðar hagfræðinnar sem tengjast
daglegu lífi verður á Háskólatorgi í dag milli klukkan 15
og 17.
Tveir fyrirlesarar koma þar fram. Tinna Laufey
Ásgeirsdóttir, lektor við Hagfræðideild, ræðir samskipti
kynslóða á mismunandi æviskeiðum út frá fræðilegum
grunni hagfræðinnar. Helgi Tómasson, dósent við Hag-
fræðideild, fjallar um birtingarmyndir ýmissa mældra
hagstærða, svo sem hjónabandsstöðu og launa- og eigna-
þróunar yfir æviskeiðið.
Málstofan er skipulögð í tilefni af aldarafmæli Háskóla
Íslands.
Hagfræði tilverunnar
rædd á Háskólatorgi
LEKTOR Í FÉLAGSVÍSINDA- OG HAGFRÆÐIDEILD Tinna Laufey ræðir
samskipti kynslóða út frá hagfræðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL