Fréttablaðið - 08.11.2011, Page 12
12 8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus
tími. Það eru þó allt of margir sem upp-
lifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar
hafa verið ötulir við að segja frá tilvik-
um þar sem einelti hefur varanleg áhrif
á framtíð þeirra barna sem fyrir því
verða.
Eftir að hafa fengið ábendingar frá
börnum og unglingum um að einelti sé
þungt og fráhrindandi hugtak hefur
umboðsmaður barna ákveðið að nálgast
þetta vandamál með því að leggja áherslu
á vináttu og samkennd. Einelti getur
bæði verið orsök og afleiðing ýmissa
vandamála en með því að bæta brag
skólans sem og samfélagsins í heild og
leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir
náunganum er hægt að vinna gegn einelti
og vinaleysi og bæta líðan almennt.
Undanfarnar vikur og mánuði hefur
umboðsmaður barna farið í grunnskóla
landsins og vakið athygli á mikilvægi
vináttu og samkenndar. Virðing fyrir
mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem
allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra
skiptir vissulega miklu máli þegar kemur
að því að kenna börnum þessar dyggðir
en það er einnig mikilvægt að samfélagið
í heild sinni leggi sitt af mörkum til að
þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir
séu börnum góðar fyrirmyndir. Það er
einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum
að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að
koma illa fram við aðra og að þau láti vita
þegar eitthvað er gert eða sagt sem skað-
ar eða særir einhvern.
Það er auðvitað aldrei hægt að gera
þá kröfu um að allir verði bestu vinir
en bara það eitt að geta sýnt það að við
berum virðingu fyrir hvert öðru getur
haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum
sem er oft einn getur verið nóg til að
bjarga deginum fyrir viðkomandi.
Með því að koma fram við aðra af virð-
ingu og samkennd og umfram allt að tala
ekki niðrandi um annað fólk verðum við
að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar.
Þannig getum við stuðlað að góðu og heil-
brigðu samfélagi.
Verum vinir
Samfélags-
mál
Eðvald Einar
Stefánsson
sérfræðingur hjá
umboðsmanni
barna
Að heilsa einhverjum
sem er oft einn getur
verið nóg til að bjarga deginum
fyrir viðkomandi.
A
ðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið
gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum
árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir
sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjölda-
mörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum
íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum.
Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga
og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum
og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhags-
stöðu margra sveitarfélaga, sem
er ekki alveg eins glæsileg.
Stundum hefur verið gagnrýnt
hversu miklu fé hefur verið varið
til íþróttamannvirkja, til dæmis
í samanburði við menningarhús.
Ábendingar um að stjórnmála-
menn séu líklegir til að beita sér
fyrir háum fjárframlögum til
íþróttamannvirkja vegna þess hvað íþróttafélög séu gagnlegir bak-
hjarlar í prófkjörs- og kosningabaráttu eru heldur ekki út í bláinn.
Ef marka má áfangaskýrslu starfshóps sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu, sem var falið að skoða breytingar á rekstri íþrótta-
mannvirkja, hefur verið farið fram með meira kappi en forsjá í
uppbyggingunni. Niðurstaða starfshópsins er sú að í Kópavogi sé
„mikil umframafkastageta fyrir hópíþróttir“, enda voru bæjaryfir-
völd þar í bæ stórtækust í uppbyggingunni í góðærinu.
Starfshópurinn leggur til að íþróttamannvirkin í Kópavogi verði
fullnýtt áður en ráðizt verði í byggingu fleiri íþróttahúsa og -valla á
höfuðborgarsvæðinu. Í því skyni verði meðal annars komið á sam-
ræmdri gjaldskrá á milli sveitarfélaganna þannig að þau geti leigt
tíma í íþróttamannvirkjum sín á milli, komið verði upp gagnabanka
um áhöld og tæki sem leigja megi á milli íþróttahúsa svo ekki þurfi
að kaupa margt af hverju og tekið verði upp sameiginlegt kerfi til
að fylgjast með nýtingu og aðsókn í íþróttamannvirkjum sveitar-
félaganna. Þá er lagt til að skoðaðir verði möguleikar á sameigin-
legum innkaupum og útboðum.
Loks leggur starfshópurinn til að staðsetning dýrustu mannvirkj-
anna, með mesta afkastagetu, verði framvegis ákveðin í samvinnu
sveitarfélaganna til að tryggja sem bezta nýtingu til framtíðar.
Allt hljómar þetta býsna skynsamlega. Það hljóta að vera hags-
munir skattgreiðenda að sveitarfélögin vinni saman og samnýti dýr
mannvirki. Þáttur í því er það sem starfshópurinn leggur líka til;
að nýta megi frístunda- og íþróttastyrki í einu sveitarfélagi til að
stunda íþróttir í öðru. Hópurinn bendir á að börn og unglingar þurfi
oft að ferðast um langan veg til að stunda íþróttir eða tómstundir
í eigin sveitarfélagi, þótt stutt sé í íþróttamannvirki í nágranna-
sveitarfélagi. Í slíku fyrirkomulagi er auðvitað ekkert vit.
Nú þegar harðnar á dalnum þurfa sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu, sem að mörgu leyti eru runnin saman í eina samfellda
borg, að sýna vilja til samstarfs og samnýtingar dýrra fjárfestinga.
Það á ekki eingöngu við um íþróttamannvirkin.
Skynsamlegar tillögur um samnýtingu íþrótta-
mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.
Aðeins of glæsileg
uppbygging
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Maður að meiri
Birni Bjarnasyni var stundum legið á
hálsi fyrir að bíta sig fastan í ákveðna
skoðun og hvika í engu frá henni,
óháð rökum. Þá kenningu hefur
hann nú afsannað rækilega. Björn
ritaði nýlega færslu á bloggi sínu þar
sem hann bar saman almennings-
samgöngur í Brussel og Berlín og
komst að þeirri niðurstöðu að
Brussel hefði vinninginn. Nú
hefur Björn hins vegar dvalið
í viku í Berlín og breytt um
skoðun. „Mér er ljúft að
draga til baka efasemdir
mínar um ágæti almenn-
ingssamgangna í Berlín.
Þær byggðust á hreinni
vanþekkingu. Kerfið er til mikillar
fyrirmyndar eins og ég hef sannreynt
á einni viku.“ Björn er maður að
meiri fyrir vikið og mættu margir taka
hann sér til fyrirmyndar.
Endurvinnsla hugmynda
Lilja Mósesdóttir hyggur á stofnun
nýs flokks. Það ætti að ríma við
ákall margra um endurnýjun á
flokkakerfinu. Lilja hyggst
hins vegar ekki koma
fram með nýjar hug-
myndir og gildi, heldur
endurvinna ákveðnar
hugmyndir gömlu
flokkanna.
Kristilegi samvinnuum-
hverfisjafnaðarflokkurinn
Og áhugavert er að sjá hvað Lilja
velur. Frá Sjálfstæðisflokknum
réttlæti „sem er svona kristilegt“,
frá Framsókn valddreifingu, ekki
S-hópsins og SÍS heldur allt aftur í
upphaf samvinnuhreyfingarinnar, frá
Alþýðuflokknum jöfnuð og frá Vinstri
grænum sjálfbærni. Þarna virðist
þróun íslenskra stjórnmálahug-
mynda á þessari og síðustu öld
birtast í nýja flokknum, sem
gæti fengið heitið Kristilegi
samvinnuumhverfisjafnaðar-
flokkurinn. Nú vantar bara lógó.
kolbeinn@frettabladid.is